Hún var bara lítið barn! Bryndís Bjarnadóttir skrifar 2. desember 2014 07:00 Hún var aðeins tíu ára gömul, stúlkan frá El Salvador sem var neydd til að fæða barn. Allt frá því hún var kornabarn hafði hún sætt kynferðislegri misnotkun. Eftir eina af mörgum nauðgunum varð hún þunguð og þar sem fortakslaust bann ríkir við fóstureyðingum í El Salvador átti hún ekki annarra kosta völ en að ganga með barnið. Læknir sem meðhöndlaði litlu stúlkuna lét eftirfarandi orð falla: „Við þurftum að meðhöndla níu ára gamla stúlku sem var þunguð og ól barn aðeins tíu ára…Þetta var hrikalega erfitt mál…það endaði með keisaraskurði á 32. viku meðgöngu…þetta tilfelli setti mark sitt á okkur öll kannski vegna þess að hún skildi ekki hvað var að koma fyrir hana…hún bað okkur um liti, Crayon-liti, og hóf að teikna mynd af okkur öllum og hengdi upp á spítalavegginn. Hjarta okkar sökk af sorg. Hún er bara lítið barn, lítið barn! Hún skildi ekki að hún ætti sjálf von á barni.“ Blátt bann við fóstureyðingum var bundið í landslög í El Salvador árið 1998 sem þýðir að konur og stúlkur eru saknæmar í öllum tilvikum leiti þær slíkrar aðgerðar, jafnvel þótt lífi eða heilsu þeirra sé ógnað, þungun sé afleiðing nauðgunar eða sifjaspells eða sýnt þyki að fóstrið sé ekki lífvænlegt. Bannið undanskilur ekki einu sinni barnungar stúlkur sem verða þungaðar í kjölfar nauðgunar eða sifjaspells. Hér er um ríkisofbeldi gegn konum og stúlkum að ræða og jafngildir bannið pyndingum og annarri illri meðferð samkvæmt Amnesty International. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem brotið er miskunnarlaust á konum, börnum og karlmönnum. Moses var að ljúka grunnskólaprófi þegar líf hans tók hamskiptum. Hann var aðeins 16 ára gamall þegar nígeríski herinn handtók hann í nóvember árið 2005. Moses var ásakaður um að stela þremur farsímum og öðrum samskiptabúnaði og sætti pyndingum og annarri illri meðferð í kjölfarið. Hann var meðal annars bundinn og hengdur upp á fótum í nokkrar klukkustundir í yfirheyrsluherbergi og notast var við töng til að draga neglur af fingrum og tám til að þvinga hann til játningar. Réttarhöldin og sakfellingin gegn Moses byggði á mótsagnakenndum vitnisburði og játningum Moses sem þvingaðar voru fram með pyndingum. Eftir átta ár í fangelsi var Moses dæmdur til dauða með hengingu.Bréf til bjargar lífi Víða um heim er frelsi fólks ógnað, mótmælendur eru fangelsaðir og jafnvel pyndaðir fyrir að birta skoðanir sínar opinberlega, aðgerðasinnar eru dæmdir til dauða, konur og stúlkur deyja við barnsburð af því þær fá ekki notið nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu eða þær fá engu ráðið um eigið líf og líkama. Undanfarin ár, í kringum 10. desember, sem er alþjóðlegur mannréttindadagur, hefur Amnesty International staðið fyrir einum stærsta mannréttindaviðburði heims – bréfamaraþoni. Þá koma hundruð þúsunda einstaklinga saman um víða veröld og senda bréf til stjórnvalda sem brjóta gróflega á mannréttindum fólks. Einnig hafa þolendum mannréttindabrota verið sendar stuðningskveðjur, en fyrir þolendur brotanna og fjölskyldur þeirra eru bréfin tákn um alþjóðlega samstöðu fólks sem lætur sér annt um réttindi þeirra og mannlega reisn. Íslendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja en á síðasta ári voru rúmlega 50.000 bréf og kort send utan. Bréfin bera sannarlega árangur. Á hverju ári eiga sér stað raunverulegar breytingar á lífi þolenda mannréttindabrota vegna undirskrifta ykkar og aðgerða. Fólk sem er ranglega fangelsað er leyst úr haldi. Pyndarar eru látnir svara til saka og fólk í fangelsum fær mannúðlegri meðferð. Yorm Bopha frá Kambódíu er til að mynda ein þeirra sem fengu lausn sinna mála í kjölfar bréfasendinga. Yfirvöld fengu nálægt 253.000 áköll frá stuðningsfólki Amnesty sem tók þátt í bréfamaraþoninu í 54 löndum. Yorm sat í fangelsi í þrjú ár eftir falskar ákærur á hendur henni vegna mótmæla gegn þvinguðum brottflutningi á fólki í samfélagi hennar. Hún var leyst úr haldi gegn tryggingu í nóvember 2013. Hún heldur nú áfram að berjast fyrir samfélag sitt. Þannig eru mörg dæmi um að þrýstingur á yfirvöld beri árangur. Fleiri þurfa nú hjálpar ykkar við. Ekki láta ykkar eftir liggja á aðventunni í ár í baráttunni fyrir betri heimi. Takið þátt í bréfamaraþoni Íslandsdeildar Amnesty International. Þar getið þið brugðist við vegna 12 áríðandi mála sem þurfa á athygli að halda. Ofangreind mál, Moses frá Nígeríu og blátt bann við fóstureyðingum í El Salvador, eru meðal þeirra mála sem tekin verða fyrir á bréfamaraþoni Amnesty í ár. Það hefur aldrei verið einfaldara að taka þátt. Tilbúin bréf til stjórnvalda verða á öllum þeim 19 stöðum á landinu sem bréfamaraþonið fer fram í ár. Einnig er hægt að senda stuðningskveðjur til fórnarlamba mannréttindabrota. Dagskrána má finna á www.amnesty.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Hún var aðeins tíu ára gömul, stúlkan frá El Salvador sem var neydd til að fæða barn. Allt frá því hún var kornabarn hafði hún sætt kynferðislegri misnotkun. Eftir eina af mörgum nauðgunum varð hún þunguð og þar sem fortakslaust bann ríkir við fóstureyðingum í El Salvador átti hún ekki annarra kosta völ en að ganga með barnið. Læknir sem meðhöndlaði litlu stúlkuna lét eftirfarandi orð falla: „Við þurftum að meðhöndla níu ára gamla stúlku sem var þunguð og ól barn aðeins tíu ára…Þetta var hrikalega erfitt mál…það endaði með keisaraskurði á 32. viku meðgöngu…þetta tilfelli setti mark sitt á okkur öll kannski vegna þess að hún skildi ekki hvað var að koma fyrir hana…hún bað okkur um liti, Crayon-liti, og hóf að teikna mynd af okkur öllum og hengdi upp á spítalavegginn. Hjarta okkar sökk af sorg. Hún er bara lítið barn, lítið barn! Hún skildi ekki að hún ætti sjálf von á barni.“ Blátt bann við fóstureyðingum var bundið í landslög í El Salvador árið 1998 sem þýðir að konur og stúlkur eru saknæmar í öllum tilvikum leiti þær slíkrar aðgerðar, jafnvel þótt lífi eða heilsu þeirra sé ógnað, þungun sé afleiðing nauðgunar eða sifjaspells eða sýnt þyki að fóstrið sé ekki lífvænlegt. Bannið undanskilur ekki einu sinni barnungar stúlkur sem verða þungaðar í kjölfar nauðgunar eða sifjaspells. Hér er um ríkisofbeldi gegn konum og stúlkum að ræða og jafngildir bannið pyndingum og annarri illri meðferð samkvæmt Amnesty International. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem brotið er miskunnarlaust á konum, börnum og karlmönnum. Moses var að ljúka grunnskólaprófi þegar líf hans tók hamskiptum. Hann var aðeins 16 ára gamall þegar nígeríski herinn handtók hann í nóvember árið 2005. Moses var ásakaður um að stela þremur farsímum og öðrum samskiptabúnaði og sætti pyndingum og annarri illri meðferð í kjölfarið. Hann var meðal annars bundinn og hengdur upp á fótum í nokkrar klukkustundir í yfirheyrsluherbergi og notast var við töng til að draga neglur af fingrum og tám til að þvinga hann til játningar. Réttarhöldin og sakfellingin gegn Moses byggði á mótsagnakenndum vitnisburði og játningum Moses sem þvingaðar voru fram með pyndingum. Eftir átta ár í fangelsi var Moses dæmdur til dauða með hengingu.Bréf til bjargar lífi Víða um heim er frelsi fólks ógnað, mótmælendur eru fangelsaðir og jafnvel pyndaðir fyrir að birta skoðanir sínar opinberlega, aðgerðasinnar eru dæmdir til dauða, konur og stúlkur deyja við barnsburð af því þær fá ekki notið nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu eða þær fá engu ráðið um eigið líf og líkama. Undanfarin ár, í kringum 10. desember, sem er alþjóðlegur mannréttindadagur, hefur Amnesty International staðið fyrir einum stærsta mannréttindaviðburði heims – bréfamaraþoni. Þá koma hundruð þúsunda einstaklinga saman um víða veröld og senda bréf til stjórnvalda sem brjóta gróflega á mannréttindum fólks. Einnig hafa þolendum mannréttindabrota verið sendar stuðningskveðjur, en fyrir þolendur brotanna og fjölskyldur þeirra eru bréfin tákn um alþjóðlega samstöðu fólks sem lætur sér annt um réttindi þeirra og mannlega reisn. Íslendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja en á síðasta ári voru rúmlega 50.000 bréf og kort send utan. Bréfin bera sannarlega árangur. Á hverju ári eiga sér stað raunverulegar breytingar á lífi þolenda mannréttindabrota vegna undirskrifta ykkar og aðgerða. Fólk sem er ranglega fangelsað er leyst úr haldi. Pyndarar eru látnir svara til saka og fólk í fangelsum fær mannúðlegri meðferð. Yorm Bopha frá Kambódíu er til að mynda ein þeirra sem fengu lausn sinna mála í kjölfar bréfasendinga. Yfirvöld fengu nálægt 253.000 áköll frá stuðningsfólki Amnesty sem tók þátt í bréfamaraþoninu í 54 löndum. Yorm sat í fangelsi í þrjú ár eftir falskar ákærur á hendur henni vegna mótmæla gegn þvinguðum brottflutningi á fólki í samfélagi hennar. Hún var leyst úr haldi gegn tryggingu í nóvember 2013. Hún heldur nú áfram að berjast fyrir samfélag sitt. Þannig eru mörg dæmi um að þrýstingur á yfirvöld beri árangur. Fleiri þurfa nú hjálpar ykkar við. Ekki láta ykkar eftir liggja á aðventunni í ár í baráttunni fyrir betri heimi. Takið þátt í bréfamaraþoni Íslandsdeildar Amnesty International. Þar getið þið brugðist við vegna 12 áríðandi mála sem þurfa á athygli að halda. Ofangreind mál, Moses frá Nígeríu og blátt bann við fóstureyðingum í El Salvador, eru meðal þeirra mála sem tekin verða fyrir á bréfamaraþoni Amnesty í ár. Það hefur aldrei verið einfaldara að taka þátt. Tilbúin bréf til stjórnvalda verða á öllum þeim 19 stöðum á landinu sem bréfamaraþonið fer fram í ár. Einnig er hægt að senda stuðningskveðjur til fórnarlamba mannréttindabrota. Dagskrána má finna á www.amnesty.is.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar