Þvergirðingsháttur og kassahugsun UMFÍ og Frjálsíþróttasambands Íslands Orri Þórðarson skrifar 13. ágúst 2014 12:00 Systurdóttir mín er fædd í febrúar 2004. Hún er bráðger og er ári á undan í skóla. Hún æfir fótbolta og frjálsar með Breiðabliki og fylgir sínum bekk í íþróttum þ.a. hún er einnig einu ári á undan þar. Ekki af því að hún sé eitthvað yfirburða góð heldur út af félagslega þættinum, þar eru hennar vinkonur. Nú hefur það gerst í tvígang að hún hefur ekki fengið að keppa á mótum með vinkonum sínum vegna þess að hún er ári yngri. Mikil tilhlökkun hefur því breyst í vonbrigði. Bæði á Ungmennalandsmóti UMFÍ sem fór fram fyrstu helgina í ágúst og á Meistaramóti FRÍ 11-14 ára sem fram fer á Akureyri næstu helgi er gerð krafa um að börn séu 11 ára á almanaksárinu og engar undanþágur veittar. Ég skil að það verða að vera skýrar reglur en menn verða samt að hugsa. Innan við 1% barna er ári á undan í grunnskóla. Það gefur augaleið að vinahópur þeirra er yfirleitt krakkar sem eru með þeim í árgangi. Er það ekki næg ástæða til að þau fái undanþágu? Þessi mót færu varla á hliðina út af örfáum krökkum sem hugsanlega bættust við! Þarna er einnig ósamræmi milli sérgreinasambanda því í hópíþróttum s.s. fótbolta, handbolta og körfubolta þykir það ekkert tiltökumál að krakkar „spili upp fyrir sig“ eins og það kallast. Stífni UMFÍ og FRÍ er umhugsunarverð, sérstaklega af því að velferð barna og unglinga á alltaf að vera í hávegum höfð innan íþróttahreyfingarinnar. Börn eru ekki rúðustrikað blað eða reglugerðir. Ég vona að UMFÍ og FRÍ endurskoði þessa hluti, því þetta er ekki í takti við það góða starf sem fer fram innan þessara hreyfinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Systurdóttir mín er fædd í febrúar 2004. Hún er bráðger og er ári á undan í skóla. Hún æfir fótbolta og frjálsar með Breiðabliki og fylgir sínum bekk í íþróttum þ.a. hún er einnig einu ári á undan þar. Ekki af því að hún sé eitthvað yfirburða góð heldur út af félagslega þættinum, þar eru hennar vinkonur. Nú hefur það gerst í tvígang að hún hefur ekki fengið að keppa á mótum með vinkonum sínum vegna þess að hún er ári yngri. Mikil tilhlökkun hefur því breyst í vonbrigði. Bæði á Ungmennalandsmóti UMFÍ sem fór fram fyrstu helgina í ágúst og á Meistaramóti FRÍ 11-14 ára sem fram fer á Akureyri næstu helgi er gerð krafa um að börn séu 11 ára á almanaksárinu og engar undanþágur veittar. Ég skil að það verða að vera skýrar reglur en menn verða samt að hugsa. Innan við 1% barna er ári á undan í grunnskóla. Það gefur augaleið að vinahópur þeirra er yfirleitt krakkar sem eru með þeim í árgangi. Er það ekki næg ástæða til að þau fái undanþágu? Þessi mót færu varla á hliðina út af örfáum krökkum sem hugsanlega bættust við! Þarna er einnig ósamræmi milli sérgreinasambanda því í hópíþróttum s.s. fótbolta, handbolta og körfubolta þykir það ekkert tiltökumál að krakkar „spili upp fyrir sig“ eins og það kallast. Stífni UMFÍ og FRÍ er umhugsunarverð, sérstaklega af því að velferð barna og unglinga á alltaf að vera í hávegum höfð innan íþróttahreyfingarinnar. Börn eru ekki rúðustrikað blað eða reglugerðir. Ég vona að UMFÍ og FRÍ endurskoði þessa hluti, því þetta er ekki í takti við það góða starf sem fer fram innan þessara hreyfinga.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar