Hjón sem hanna upplifanir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2014 10:30 Hafsteinn og Karitas á vinnustofu sinni í Bankastræti. vísir/vilhelm Það er heimilislegt um að líta á vinnustofu Hafsteins og Karitasar og auðvitað mjög smart, eins og við var að búast. Tafla með verkefnalistanum hangir á veggnum, sem er ansi langur. Alls kyns hlutir eru í hillunum sem þau hafa hannað, allt frá merkingum á bjórflöskur í skartgripi og púða. Einnig hanga myndir uppi á veggjum af innanhússhönnun þeirra í verslunum og í fyrirtækjum. Alla þessa hönnun er hægt að flokka sem upplifunarhönnun. „Upplifunarhönnun er blanda af arkitektúr, grafík og auglýsingamennsku,“ segir Hafsteinn. „Við leggjum mikið upp úr því að þetta tali allt saman hvort sem það er grafísk framsetning, litaval, textagerð eða stemning. Þetta þarf að vera ein órjúfanleg heild.“ Hafsteinn er lærður iðn- og vöruhönnuður og Karitas er innanhússarkitekt. Þau lærðu í Mílanó en fluttu heim fyrir þremur árum, stofnuðu HAF-stúdíó og hafa haft nóg fyrir stafni síðan. „Við hönnum bæði konsept og framsetningu frá grunni en svo leita líka til okkar fyrirtæki með rótgróin vörumerki. Þá vinnum við með fyrirtækinu við að draga fram vörumerkið með því að byggja upp rétta stemningu í gegnum hönnun,“ segir Hafsteinn. vísir/vilhelm„Við sýnum með hönnuninni hver skilaboðin eru, gerum óáþreifanlega hluti áþreifanlega. Það má segja að það sé verið að bakka upp vöruna með hönnun og stemningu,“ bætir Karitas við. Þau segja fyrirtæki leggja meira upp úr að skapa rétt andrúmsloft en áður. „Fólk er búið að læra að það er ekki nóg að fá brunamat og opna staðinn. Það þarf að pæla hvernig maður ætlar að nálgast kúnnann og aðgreina sig frá öðrum til að láta staðinn lifa um ókomin ár,“ segir Hafsteinn. Karitas bætir við að það dugi ekki að hlaupa til korteri fyrir opnun og segir svo hlæjandi að Íslendingar séu kannski aðeins að læra að gera langtímaplön þegar þeir fara út í rekstur. Hjónin eru með mörg járn í eldinum. Hvert verkefni tekur oft langan tíma og unnið að því með hléum. Þau eru ánægð með hvað gengur vel og finnst þægilegt að vera eigin herrar á vinnustofunni sinni, þar sem þau dvelja löngum stundum saman. Við vinnuborðið er barnastóll, sem stingur örlítið í stúf við annað í rýminu. „Já, dóttir okkar á öðru ári þarf að hafa sína aðstöðu,“ segir Karitas. „Henni finnst sem betur fer gaman að koma í vinnuna til mömmu og pabba. Þegar hjón vinna svona saman þá verða náttúrulega mörkin á milli einkalífs og vinnu minni. Ég leggst stundum niður á kvöldin og fæ mikla þörf til að ræða nýjasta verkefnið og einhverjar hugmyndir.“ Hafsteinn bætir við að ferð sem þau eru að fara í hafi til dæmis breyst úr þægilegu fríi með dótturinni í hálfgerða vinnuferð. „Það eru strax komnir tveir fundir. En þetta er áhugamálið okkar og okkur finnst þetta skemmtilegt, það hlýtur að skipta mestu máli.“Reykjavík Lights: Karitas og Hafsteinn tóku þátt í hönnun hótelsins strax frá byrjun. Til að gefa hótelinu sinn eigin karakter þá gerðu þau birtudagatal sem lýsir birtunni á Íslandi eftir árstíma. Dagatalið varð síðan útgangspunkturinn í allri hönnun. Hótelinu er skipt upp í tólf álmur eins og fjölda mánaða og í hverju herbergi er notað birtustig þess mánaðar. Hafsteinn segir þetta konsept vera gott dæmi um að upphefja séreinkennin og skapa ákveðið andrúmsloft því án dagatalsins væru herbergin bara rúm og hvítir veggir, og ferðamaðurinn gæti verið staddur í hvaða borg sem er. Mánuður þessa herbergis er ágúst og er birtustigið eftir því.Býrð til þinn eigin minjagrip: Hafsteinn og Karitas þróuðu og hönnuðu minjagrip fyrir Kirkjubæjarklaustur. Ferðamaðurinn kaupir tómt ílát með korti og innsigli. Gripurinn er fullkomnaður þegar ferðamaðurinn hefur fundið staðinn á kortinu þar sem hann má tína það sem hann vill úr náttúrunni, setja í ílátið og innsigla.Síminn: Hafsteinn og Karitas gerðu nýtt útlit á Kringluverslun Símans. Vörur Símans eru óáþreifanlegar, gígabæt, mínútur og nethraði. Því höfðu þau að markmiði að gera upplifun kúnnanna af heimsókn í verslunina sjónrænni en áður. Öll tæki eru uppi á borðum og verslunin gerð líflegri til dæmis með því að hverfa frá því að afgreiða fólk yfir búðarborðið.Hafsteinn og Karitas hafa sérhæft sig í að hanna verslunarrými og hönnuðu til að mynda barnafataverslun 66° Norður í Kringlunni. Þar er barnafötunum stillt upp í hressandi og litríku umhverfi sem fangar um leið sjóklæðaarfleifð vörumerkisins. Þannig fær hið hefðbundna vörumerki nýtt og barnvænna líf.Hugmyndin um jólavættirnar koma frá Hafsteini og Karitas en Gunnar Karlsson teiknaði verurnar. Jólavættirnar eru á húsveggjum og götuhornum í miðbænum í desember og er ætlað að skapa áhrifaríka og skemmtilega jólaupplifun á einfaldan hátt. Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Það er heimilislegt um að líta á vinnustofu Hafsteins og Karitasar og auðvitað mjög smart, eins og við var að búast. Tafla með verkefnalistanum hangir á veggnum, sem er ansi langur. Alls kyns hlutir eru í hillunum sem þau hafa hannað, allt frá merkingum á bjórflöskur í skartgripi og púða. Einnig hanga myndir uppi á veggjum af innanhússhönnun þeirra í verslunum og í fyrirtækjum. Alla þessa hönnun er hægt að flokka sem upplifunarhönnun. „Upplifunarhönnun er blanda af arkitektúr, grafík og auglýsingamennsku,“ segir Hafsteinn. „Við leggjum mikið upp úr því að þetta tali allt saman hvort sem það er grafísk framsetning, litaval, textagerð eða stemning. Þetta þarf að vera ein órjúfanleg heild.“ Hafsteinn er lærður iðn- og vöruhönnuður og Karitas er innanhússarkitekt. Þau lærðu í Mílanó en fluttu heim fyrir þremur árum, stofnuðu HAF-stúdíó og hafa haft nóg fyrir stafni síðan. „Við hönnum bæði konsept og framsetningu frá grunni en svo leita líka til okkar fyrirtæki með rótgróin vörumerki. Þá vinnum við með fyrirtækinu við að draga fram vörumerkið með því að byggja upp rétta stemningu í gegnum hönnun,“ segir Hafsteinn. vísir/vilhelm„Við sýnum með hönnuninni hver skilaboðin eru, gerum óáþreifanlega hluti áþreifanlega. Það má segja að það sé verið að bakka upp vöruna með hönnun og stemningu,“ bætir Karitas við. Þau segja fyrirtæki leggja meira upp úr að skapa rétt andrúmsloft en áður. „Fólk er búið að læra að það er ekki nóg að fá brunamat og opna staðinn. Það þarf að pæla hvernig maður ætlar að nálgast kúnnann og aðgreina sig frá öðrum til að láta staðinn lifa um ókomin ár,“ segir Hafsteinn. Karitas bætir við að það dugi ekki að hlaupa til korteri fyrir opnun og segir svo hlæjandi að Íslendingar séu kannski aðeins að læra að gera langtímaplön þegar þeir fara út í rekstur. Hjónin eru með mörg járn í eldinum. Hvert verkefni tekur oft langan tíma og unnið að því með hléum. Þau eru ánægð með hvað gengur vel og finnst þægilegt að vera eigin herrar á vinnustofunni sinni, þar sem þau dvelja löngum stundum saman. Við vinnuborðið er barnastóll, sem stingur örlítið í stúf við annað í rýminu. „Já, dóttir okkar á öðru ári þarf að hafa sína aðstöðu,“ segir Karitas. „Henni finnst sem betur fer gaman að koma í vinnuna til mömmu og pabba. Þegar hjón vinna svona saman þá verða náttúrulega mörkin á milli einkalífs og vinnu minni. Ég leggst stundum niður á kvöldin og fæ mikla þörf til að ræða nýjasta verkefnið og einhverjar hugmyndir.“ Hafsteinn bætir við að ferð sem þau eru að fara í hafi til dæmis breyst úr þægilegu fríi með dótturinni í hálfgerða vinnuferð. „Það eru strax komnir tveir fundir. En þetta er áhugamálið okkar og okkur finnst þetta skemmtilegt, það hlýtur að skipta mestu máli.“Reykjavík Lights: Karitas og Hafsteinn tóku þátt í hönnun hótelsins strax frá byrjun. Til að gefa hótelinu sinn eigin karakter þá gerðu þau birtudagatal sem lýsir birtunni á Íslandi eftir árstíma. Dagatalið varð síðan útgangspunkturinn í allri hönnun. Hótelinu er skipt upp í tólf álmur eins og fjölda mánaða og í hverju herbergi er notað birtustig þess mánaðar. Hafsteinn segir þetta konsept vera gott dæmi um að upphefja séreinkennin og skapa ákveðið andrúmsloft því án dagatalsins væru herbergin bara rúm og hvítir veggir, og ferðamaðurinn gæti verið staddur í hvaða borg sem er. Mánuður þessa herbergis er ágúst og er birtustigið eftir því.Býrð til þinn eigin minjagrip: Hafsteinn og Karitas þróuðu og hönnuðu minjagrip fyrir Kirkjubæjarklaustur. Ferðamaðurinn kaupir tómt ílát með korti og innsigli. Gripurinn er fullkomnaður þegar ferðamaðurinn hefur fundið staðinn á kortinu þar sem hann má tína það sem hann vill úr náttúrunni, setja í ílátið og innsigla.Síminn: Hafsteinn og Karitas gerðu nýtt útlit á Kringluverslun Símans. Vörur Símans eru óáþreifanlegar, gígabæt, mínútur og nethraði. Því höfðu þau að markmiði að gera upplifun kúnnanna af heimsókn í verslunina sjónrænni en áður. Öll tæki eru uppi á borðum og verslunin gerð líflegri til dæmis með því að hverfa frá því að afgreiða fólk yfir búðarborðið.Hafsteinn og Karitas hafa sérhæft sig í að hanna verslunarrými og hönnuðu til að mynda barnafataverslun 66° Norður í Kringlunni. Þar er barnafötunum stillt upp í hressandi og litríku umhverfi sem fangar um leið sjóklæðaarfleifð vörumerkisins. Þannig fær hið hefðbundna vörumerki nýtt og barnvænna líf.Hugmyndin um jólavættirnar koma frá Hafsteini og Karitas en Gunnar Karlsson teiknaði verurnar. Jólavættirnar eru á húsveggjum og götuhornum í miðbænum í desember og er ætlað að skapa áhrifaríka og skemmtilega jólaupplifun á einfaldan hátt.
Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira