Hjón sem hanna upplifanir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2014 10:30 Hafsteinn og Karitas á vinnustofu sinni í Bankastræti. vísir/vilhelm Það er heimilislegt um að líta á vinnustofu Hafsteins og Karitasar og auðvitað mjög smart, eins og við var að búast. Tafla með verkefnalistanum hangir á veggnum, sem er ansi langur. Alls kyns hlutir eru í hillunum sem þau hafa hannað, allt frá merkingum á bjórflöskur í skartgripi og púða. Einnig hanga myndir uppi á veggjum af innanhússhönnun þeirra í verslunum og í fyrirtækjum. Alla þessa hönnun er hægt að flokka sem upplifunarhönnun. „Upplifunarhönnun er blanda af arkitektúr, grafík og auglýsingamennsku,“ segir Hafsteinn. „Við leggjum mikið upp úr því að þetta tali allt saman hvort sem það er grafísk framsetning, litaval, textagerð eða stemning. Þetta þarf að vera ein órjúfanleg heild.“ Hafsteinn er lærður iðn- og vöruhönnuður og Karitas er innanhússarkitekt. Þau lærðu í Mílanó en fluttu heim fyrir þremur árum, stofnuðu HAF-stúdíó og hafa haft nóg fyrir stafni síðan. „Við hönnum bæði konsept og framsetningu frá grunni en svo leita líka til okkar fyrirtæki með rótgróin vörumerki. Þá vinnum við með fyrirtækinu við að draga fram vörumerkið með því að byggja upp rétta stemningu í gegnum hönnun,“ segir Hafsteinn. vísir/vilhelm„Við sýnum með hönnuninni hver skilaboðin eru, gerum óáþreifanlega hluti áþreifanlega. Það má segja að það sé verið að bakka upp vöruna með hönnun og stemningu,“ bætir Karitas við. Þau segja fyrirtæki leggja meira upp úr að skapa rétt andrúmsloft en áður. „Fólk er búið að læra að það er ekki nóg að fá brunamat og opna staðinn. Það þarf að pæla hvernig maður ætlar að nálgast kúnnann og aðgreina sig frá öðrum til að láta staðinn lifa um ókomin ár,“ segir Hafsteinn. Karitas bætir við að það dugi ekki að hlaupa til korteri fyrir opnun og segir svo hlæjandi að Íslendingar séu kannski aðeins að læra að gera langtímaplön þegar þeir fara út í rekstur. Hjónin eru með mörg járn í eldinum. Hvert verkefni tekur oft langan tíma og unnið að því með hléum. Þau eru ánægð með hvað gengur vel og finnst þægilegt að vera eigin herrar á vinnustofunni sinni, þar sem þau dvelja löngum stundum saman. Við vinnuborðið er barnastóll, sem stingur örlítið í stúf við annað í rýminu. „Já, dóttir okkar á öðru ári þarf að hafa sína aðstöðu,“ segir Karitas. „Henni finnst sem betur fer gaman að koma í vinnuna til mömmu og pabba. Þegar hjón vinna svona saman þá verða náttúrulega mörkin á milli einkalífs og vinnu minni. Ég leggst stundum niður á kvöldin og fæ mikla þörf til að ræða nýjasta verkefnið og einhverjar hugmyndir.“ Hafsteinn bætir við að ferð sem þau eru að fara í hafi til dæmis breyst úr þægilegu fríi með dótturinni í hálfgerða vinnuferð. „Það eru strax komnir tveir fundir. En þetta er áhugamálið okkar og okkur finnst þetta skemmtilegt, það hlýtur að skipta mestu máli.“Reykjavík Lights: Karitas og Hafsteinn tóku þátt í hönnun hótelsins strax frá byrjun. Til að gefa hótelinu sinn eigin karakter þá gerðu þau birtudagatal sem lýsir birtunni á Íslandi eftir árstíma. Dagatalið varð síðan útgangspunkturinn í allri hönnun. Hótelinu er skipt upp í tólf álmur eins og fjölda mánaða og í hverju herbergi er notað birtustig þess mánaðar. Hafsteinn segir þetta konsept vera gott dæmi um að upphefja séreinkennin og skapa ákveðið andrúmsloft því án dagatalsins væru herbergin bara rúm og hvítir veggir, og ferðamaðurinn gæti verið staddur í hvaða borg sem er. Mánuður þessa herbergis er ágúst og er birtustigið eftir því.Býrð til þinn eigin minjagrip: Hafsteinn og Karitas þróuðu og hönnuðu minjagrip fyrir Kirkjubæjarklaustur. Ferðamaðurinn kaupir tómt ílát með korti og innsigli. Gripurinn er fullkomnaður þegar ferðamaðurinn hefur fundið staðinn á kortinu þar sem hann má tína það sem hann vill úr náttúrunni, setja í ílátið og innsigla.Síminn: Hafsteinn og Karitas gerðu nýtt útlit á Kringluverslun Símans. Vörur Símans eru óáþreifanlegar, gígabæt, mínútur og nethraði. Því höfðu þau að markmiði að gera upplifun kúnnanna af heimsókn í verslunina sjónrænni en áður. Öll tæki eru uppi á borðum og verslunin gerð líflegri til dæmis með því að hverfa frá því að afgreiða fólk yfir búðarborðið.Hafsteinn og Karitas hafa sérhæft sig í að hanna verslunarrými og hönnuðu til að mynda barnafataverslun 66° Norður í Kringlunni. Þar er barnafötunum stillt upp í hressandi og litríku umhverfi sem fangar um leið sjóklæðaarfleifð vörumerkisins. Þannig fær hið hefðbundna vörumerki nýtt og barnvænna líf.Hugmyndin um jólavættirnar koma frá Hafsteini og Karitas en Gunnar Karlsson teiknaði verurnar. Jólavættirnar eru á húsveggjum og götuhornum í miðbænum í desember og er ætlað að skapa áhrifaríka og skemmtilega jólaupplifun á einfaldan hátt. Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Það er heimilislegt um að líta á vinnustofu Hafsteins og Karitasar og auðvitað mjög smart, eins og við var að búast. Tafla með verkefnalistanum hangir á veggnum, sem er ansi langur. Alls kyns hlutir eru í hillunum sem þau hafa hannað, allt frá merkingum á bjórflöskur í skartgripi og púða. Einnig hanga myndir uppi á veggjum af innanhússhönnun þeirra í verslunum og í fyrirtækjum. Alla þessa hönnun er hægt að flokka sem upplifunarhönnun. „Upplifunarhönnun er blanda af arkitektúr, grafík og auglýsingamennsku,“ segir Hafsteinn. „Við leggjum mikið upp úr því að þetta tali allt saman hvort sem það er grafísk framsetning, litaval, textagerð eða stemning. Þetta þarf að vera ein órjúfanleg heild.“ Hafsteinn er lærður iðn- og vöruhönnuður og Karitas er innanhússarkitekt. Þau lærðu í Mílanó en fluttu heim fyrir þremur árum, stofnuðu HAF-stúdíó og hafa haft nóg fyrir stafni síðan. „Við hönnum bæði konsept og framsetningu frá grunni en svo leita líka til okkar fyrirtæki með rótgróin vörumerki. Þá vinnum við með fyrirtækinu við að draga fram vörumerkið með því að byggja upp rétta stemningu í gegnum hönnun,“ segir Hafsteinn. vísir/vilhelm„Við sýnum með hönnuninni hver skilaboðin eru, gerum óáþreifanlega hluti áþreifanlega. Það má segja að það sé verið að bakka upp vöruna með hönnun og stemningu,“ bætir Karitas við. Þau segja fyrirtæki leggja meira upp úr að skapa rétt andrúmsloft en áður. „Fólk er búið að læra að það er ekki nóg að fá brunamat og opna staðinn. Það þarf að pæla hvernig maður ætlar að nálgast kúnnann og aðgreina sig frá öðrum til að láta staðinn lifa um ókomin ár,“ segir Hafsteinn. Karitas bætir við að það dugi ekki að hlaupa til korteri fyrir opnun og segir svo hlæjandi að Íslendingar séu kannski aðeins að læra að gera langtímaplön þegar þeir fara út í rekstur. Hjónin eru með mörg járn í eldinum. Hvert verkefni tekur oft langan tíma og unnið að því með hléum. Þau eru ánægð með hvað gengur vel og finnst þægilegt að vera eigin herrar á vinnustofunni sinni, þar sem þau dvelja löngum stundum saman. Við vinnuborðið er barnastóll, sem stingur örlítið í stúf við annað í rýminu. „Já, dóttir okkar á öðru ári þarf að hafa sína aðstöðu,“ segir Karitas. „Henni finnst sem betur fer gaman að koma í vinnuna til mömmu og pabba. Þegar hjón vinna svona saman þá verða náttúrulega mörkin á milli einkalífs og vinnu minni. Ég leggst stundum niður á kvöldin og fæ mikla þörf til að ræða nýjasta verkefnið og einhverjar hugmyndir.“ Hafsteinn bætir við að ferð sem þau eru að fara í hafi til dæmis breyst úr þægilegu fríi með dótturinni í hálfgerða vinnuferð. „Það eru strax komnir tveir fundir. En þetta er áhugamálið okkar og okkur finnst þetta skemmtilegt, það hlýtur að skipta mestu máli.“Reykjavík Lights: Karitas og Hafsteinn tóku þátt í hönnun hótelsins strax frá byrjun. Til að gefa hótelinu sinn eigin karakter þá gerðu þau birtudagatal sem lýsir birtunni á Íslandi eftir árstíma. Dagatalið varð síðan útgangspunkturinn í allri hönnun. Hótelinu er skipt upp í tólf álmur eins og fjölda mánaða og í hverju herbergi er notað birtustig þess mánaðar. Hafsteinn segir þetta konsept vera gott dæmi um að upphefja séreinkennin og skapa ákveðið andrúmsloft því án dagatalsins væru herbergin bara rúm og hvítir veggir, og ferðamaðurinn gæti verið staddur í hvaða borg sem er. Mánuður þessa herbergis er ágúst og er birtustigið eftir því.Býrð til þinn eigin minjagrip: Hafsteinn og Karitas þróuðu og hönnuðu minjagrip fyrir Kirkjubæjarklaustur. Ferðamaðurinn kaupir tómt ílát með korti og innsigli. Gripurinn er fullkomnaður þegar ferðamaðurinn hefur fundið staðinn á kortinu þar sem hann má tína það sem hann vill úr náttúrunni, setja í ílátið og innsigla.Síminn: Hafsteinn og Karitas gerðu nýtt útlit á Kringluverslun Símans. Vörur Símans eru óáþreifanlegar, gígabæt, mínútur og nethraði. Því höfðu þau að markmiði að gera upplifun kúnnanna af heimsókn í verslunina sjónrænni en áður. Öll tæki eru uppi á borðum og verslunin gerð líflegri til dæmis með því að hverfa frá því að afgreiða fólk yfir búðarborðið.Hafsteinn og Karitas hafa sérhæft sig í að hanna verslunarrými og hönnuðu til að mynda barnafataverslun 66° Norður í Kringlunni. Þar er barnafötunum stillt upp í hressandi og litríku umhverfi sem fangar um leið sjóklæðaarfleifð vörumerkisins. Þannig fær hið hefðbundna vörumerki nýtt og barnvænna líf.Hugmyndin um jólavættirnar koma frá Hafsteini og Karitas en Gunnar Karlsson teiknaði verurnar. Jólavættirnar eru á húsveggjum og götuhornum í miðbænum í desember og er ætlað að skapa áhrifaríka og skemmtilega jólaupplifun á einfaldan hátt.
Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira