Maísmengaðir plastpokar Sigurður Oddsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Ég bar saman venjulega plastpoka og pappírspoka í grein sem birtist nýlega í Fréttablaðinu og skrifaði „Plastpokar eru umhverfisvænstu umbúðirnar“, en hefði átt að bæta við: sé maís ekki blandað í plastið. Undanfarið hafa svokallaðir maís-plastburðarpokar verið í umræðunni. Þeir eru sagðir umhverfisvænir, sem ekki er rétt. Upphaf blöndunar maís í plast hófst í Bandaríkjunum fyrir um 40 árum, þegar pappírspokum var skipt út fyrir plastpoka í kjörbúðum. Þeir töldu plast með maís umhverfisvænna en sáu fljótt að að svo var ekki. Seinna fóru Þjóðverjar sömu leið. Tvær stærstu verslunarkeðjurnar ALDI og REWE supu seyðið af því, áður en þær af umhyggju fyrir umhverfinu fyrirskipuðu að taka alla maísblandaða poka úr verslunum sínum. Síðan er markaður fyrir maíspoka í Þýskalandi dauður og hélt ég, að maísblöndun í plast væri út af borðinu. Umhverfisvænstu burðarpokarnir eru þeir sem eru nógu sterkir til að vera notaðir aftur og aftur. Þar eru plastburðarpokar með yfirburða stöðu. Eftirfarandi staðreyndir sýna að maísblandað plast er ekki umhverfisvænt samanborið við poka úr plasti án maís: Maís er framleiddur á grænmetisökrum, sem betur væru nýttir til ræktunar matvöru. Plast án maís er framleitt úr hliðarafurð olíuvinnslu, sem annars yrði eytt. Það er ekki hægt að endurvinna maísblandað plast eða framleiða það úr endurunnu plasti. Einfalt og ódýrt er að endurvinna plast ómengað af maís. Maísblandað plast brotnar hratt niður í CO2, sem er gróðurhúsalofttegund. Plast án maís brotnar hægt niður í frumefni sín án mengunar. Við urðun maísblandaðs plasts myndast metan, sem er sterk gróðurhúsalofttegund. Plast án maís brotnar niður án mengunar. Framleiðsla maísblandaðs plasts er 400% dýrari en framleiðsla plasts. Til að ná sama styrk og plast án maís verður maísblandað plast að vera minnst tvisvar sinnum þykkara en plast án maís. Maís, sem blandað er við plast getur innihaldið erfðabreytt efni (GM), sem ekki eru í ómenguðu plasti. Til framleiðslu á maís þarf ræktarland, áburð, skordýraeitur og vatn. Ekkert af þessu þarf til framleiðslu plasts án maísíblöndunar. Dráttarvélar og trukkar framleiða stöðugt CO2 allt frá því land er plægt, fræjum sáð, áburði og eiturefnum dreift og uppskera keyrð af akri. Maísblandaða plastið er svo helmingi þyngra og þar af leiðandi fer meiri orka í flutninga. Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér, hversu miklu eldsneyti var brennt? Augljóst má vera að þessi framleiðsla maísplastpoka er ekki umhverfisvæn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég bar saman venjulega plastpoka og pappírspoka í grein sem birtist nýlega í Fréttablaðinu og skrifaði „Plastpokar eru umhverfisvænstu umbúðirnar“, en hefði átt að bæta við: sé maís ekki blandað í plastið. Undanfarið hafa svokallaðir maís-plastburðarpokar verið í umræðunni. Þeir eru sagðir umhverfisvænir, sem ekki er rétt. Upphaf blöndunar maís í plast hófst í Bandaríkjunum fyrir um 40 árum, þegar pappírspokum var skipt út fyrir plastpoka í kjörbúðum. Þeir töldu plast með maís umhverfisvænna en sáu fljótt að að svo var ekki. Seinna fóru Þjóðverjar sömu leið. Tvær stærstu verslunarkeðjurnar ALDI og REWE supu seyðið af því, áður en þær af umhyggju fyrir umhverfinu fyrirskipuðu að taka alla maísblandaða poka úr verslunum sínum. Síðan er markaður fyrir maíspoka í Þýskalandi dauður og hélt ég, að maísblöndun í plast væri út af borðinu. Umhverfisvænstu burðarpokarnir eru þeir sem eru nógu sterkir til að vera notaðir aftur og aftur. Þar eru plastburðarpokar með yfirburða stöðu. Eftirfarandi staðreyndir sýna að maísblandað plast er ekki umhverfisvænt samanborið við poka úr plasti án maís: Maís er framleiddur á grænmetisökrum, sem betur væru nýttir til ræktunar matvöru. Plast án maís er framleitt úr hliðarafurð olíuvinnslu, sem annars yrði eytt. Það er ekki hægt að endurvinna maísblandað plast eða framleiða það úr endurunnu plasti. Einfalt og ódýrt er að endurvinna plast ómengað af maís. Maísblandað plast brotnar hratt niður í CO2, sem er gróðurhúsalofttegund. Plast án maís brotnar hægt niður í frumefni sín án mengunar. Við urðun maísblandaðs plasts myndast metan, sem er sterk gróðurhúsalofttegund. Plast án maís brotnar niður án mengunar. Framleiðsla maísblandaðs plasts er 400% dýrari en framleiðsla plasts. Til að ná sama styrk og plast án maís verður maísblandað plast að vera minnst tvisvar sinnum þykkara en plast án maís. Maís, sem blandað er við plast getur innihaldið erfðabreytt efni (GM), sem ekki eru í ómenguðu plasti. Til framleiðslu á maís þarf ræktarland, áburð, skordýraeitur og vatn. Ekkert af þessu þarf til framleiðslu plasts án maísíblöndunar. Dráttarvélar og trukkar framleiða stöðugt CO2 allt frá því land er plægt, fræjum sáð, áburði og eiturefnum dreift og uppskera keyrð af akri. Maísblandaða plastið er svo helmingi þyngra og þar af leiðandi fer meiri orka í flutninga. Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér, hversu miklu eldsneyti var brennt? Augljóst má vera að þessi framleiðsla maísplastpoka er ekki umhverfisvæn.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar