Maísmengaðir plastpokar Sigurður Oddsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Ég bar saman venjulega plastpoka og pappírspoka í grein sem birtist nýlega í Fréttablaðinu og skrifaði „Plastpokar eru umhverfisvænstu umbúðirnar“, en hefði átt að bæta við: sé maís ekki blandað í plastið. Undanfarið hafa svokallaðir maís-plastburðarpokar verið í umræðunni. Þeir eru sagðir umhverfisvænir, sem ekki er rétt. Upphaf blöndunar maís í plast hófst í Bandaríkjunum fyrir um 40 árum, þegar pappírspokum var skipt út fyrir plastpoka í kjörbúðum. Þeir töldu plast með maís umhverfisvænna en sáu fljótt að að svo var ekki. Seinna fóru Þjóðverjar sömu leið. Tvær stærstu verslunarkeðjurnar ALDI og REWE supu seyðið af því, áður en þær af umhyggju fyrir umhverfinu fyrirskipuðu að taka alla maísblandaða poka úr verslunum sínum. Síðan er markaður fyrir maíspoka í Þýskalandi dauður og hélt ég, að maísblöndun í plast væri út af borðinu. Umhverfisvænstu burðarpokarnir eru þeir sem eru nógu sterkir til að vera notaðir aftur og aftur. Þar eru plastburðarpokar með yfirburða stöðu. Eftirfarandi staðreyndir sýna að maísblandað plast er ekki umhverfisvænt samanborið við poka úr plasti án maís: Maís er framleiddur á grænmetisökrum, sem betur væru nýttir til ræktunar matvöru. Plast án maís er framleitt úr hliðarafurð olíuvinnslu, sem annars yrði eytt. Það er ekki hægt að endurvinna maísblandað plast eða framleiða það úr endurunnu plasti. Einfalt og ódýrt er að endurvinna plast ómengað af maís. Maísblandað plast brotnar hratt niður í CO2, sem er gróðurhúsalofttegund. Plast án maís brotnar hægt niður í frumefni sín án mengunar. Við urðun maísblandaðs plasts myndast metan, sem er sterk gróðurhúsalofttegund. Plast án maís brotnar niður án mengunar. Framleiðsla maísblandaðs plasts er 400% dýrari en framleiðsla plasts. Til að ná sama styrk og plast án maís verður maísblandað plast að vera minnst tvisvar sinnum þykkara en plast án maís. Maís, sem blandað er við plast getur innihaldið erfðabreytt efni (GM), sem ekki eru í ómenguðu plasti. Til framleiðslu á maís þarf ræktarland, áburð, skordýraeitur og vatn. Ekkert af þessu þarf til framleiðslu plasts án maísíblöndunar. Dráttarvélar og trukkar framleiða stöðugt CO2 allt frá því land er plægt, fræjum sáð, áburði og eiturefnum dreift og uppskera keyrð af akri. Maísblandaða plastið er svo helmingi þyngra og þar af leiðandi fer meiri orka í flutninga. Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér, hversu miklu eldsneyti var brennt? Augljóst má vera að þessi framleiðsla maísplastpoka er ekki umhverfisvæn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Ég bar saman venjulega plastpoka og pappírspoka í grein sem birtist nýlega í Fréttablaðinu og skrifaði „Plastpokar eru umhverfisvænstu umbúðirnar“, en hefði átt að bæta við: sé maís ekki blandað í plastið. Undanfarið hafa svokallaðir maís-plastburðarpokar verið í umræðunni. Þeir eru sagðir umhverfisvænir, sem ekki er rétt. Upphaf blöndunar maís í plast hófst í Bandaríkjunum fyrir um 40 árum, þegar pappírspokum var skipt út fyrir plastpoka í kjörbúðum. Þeir töldu plast með maís umhverfisvænna en sáu fljótt að að svo var ekki. Seinna fóru Þjóðverjar sömu leið. Tvær stærstu verslunarkeðjurnar ALDI og REWE supu seyðið af því, áður en þær af umhyggju fyrir umhverfinu fyrirskipuðu að taka alla maísblandaða poka úr verslunum sínum. Síðan er markaður fyrir maíspoka í Þýskalandi dauður og hélt ég, að maísblöndun í plast væri út af borðinu. Umhverfisvænstu burðarpokarnir eru þeir sem eru nógu sterkir til að vera notaðir aftur og aftur. Þar eru plastburðarpokar með yfirburða stöðu. Eftirfarandi staðreyndir sýna að maísblandað plast er ekki umhverfisvænt samanborið við poka úr plasti án maís: Maís er framleiddur á grænmetisökrum, sem betur væru nýttir til ræktunar matvöru. Plast án maís er framleitt úr hliðarafurð olíuvinnslu, sem annars yrði eytt. Það er ekki hægt að endurvinna maísblandað plast eða framleiða það úr endurunnu plasti. Einfalt og ódýrt er að endurvinna plast ómengað af maís. Maísblandað plast brotnar hratt niður í CO2, sem er gróðurhúsalofttegund. Plast án maís brotnar hægt niður í frumefni sín án mengunar. Við urðun maísblandaðs plasts myndast metan, sem er sterk gróðurhúsalofttegund. Plast án maís brotnar niður án mengunar. Framleiðsla maísblandaðs plasts er 400% dýrari en framleiðsla plasts. Til að ná sama styrk og plast án maís verður maísblandað plast að vera minnst tvisvar sinnum þykkara en plast án maís. Maís, sem blandað er við plast getur innihaldið erfðabreytt efni (GM), sem ekki eru í ómenguðu plasti. Til framleiðslu á maís þarf ræktarland, áburð, skordýraeitur og vatn. Ekkert af þessu þarf til framleiðslu plasts án maísíblöndunar. Dráttarvélar og trukkar framleiða stöðugt CO2 allt frá því land er plægt, fræjum sáð, áburði og eiturefnum dreift og uppskera keyrð af akri. Maísblandaða plastið er svo helmingi þyngra og þar af leiðandi fer meiri orka í flutninga. Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér, hversu miklu eldsneyti var brennt? Augljóst má vera að þessi framleiðsla maísplastpoka er ekki umhverfisvæn.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar