Heimilið mitt í landinu Úrsúla Jünemann skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Stundum er talað um reiða unga menn. En hér talar reið gömul kona: „Heimilin í landinu“ hafa fengið nýlega niðurstöðu af „leiðréttingu skuldanna sinna“. Margir eru kátir þótt vitað er að það eru ekki „hrægammarnir“ sem borga brúsann heldur ríkiskassinn. Þar með eru „heimilin í landinu“ að borga sjálfum sér. Samt eykst fylgi hrunflokkana, mér með öllu óskiljanlegt. Nú ætla ég að segja frá „heimilinu mínu í landinu“: Við gömlu hjónin erum tvö eftir í litlu og gömlu raðhúsi sem við eigum skuldlaust enda kunnum við alltaf að sníða okkur stakk eftir vexti. Við höfum aldrei svikist undan skatti heldur borgað samviskusamlega í ríkiskassann í þeirri von að velferðarkerfið virki eins og skyldi. Við lögðum svolítið til hliðar og keyptum hlutabréf í góðu og öruggu fyrirtæki sem heitir Jarðborarnir. En viti menn: Í „góðærinu“ opnuðust bröskurunum dyrnar upp á gátt. Okkar fyrirtæki var tekið yfir af einhverju öðru fyrirtæki sem hét Atorka. Þetta var fjandsamleg yfirtaka og við fengum þann valkost annaðhvort að selja hlutabréfin okkar fyrir slikk eða gerast hluthafar í nýja fyrirtækinu. Við völdum því miður síðari valkostinn og verðbréfin sem voru ætluð til að hækka lífsgæðin í ellinni urðu verðlaus. Bingó! Sonurinn okkar var búinn að vinna sér inn dágóða upphæð til að þurfa ekki að taka námslán. Hann fór svo í framhaldsnám til Þýskalands, einmitt þegar hrunið dundi yfir. Þar með minnkaði sparnaðurinn hans um helming. Nú spyr ég ykkur Sigmundur Davíð og Bjarni: Er mitt heimili ekki „heimili í landinu“? Hvar eru okkar bætur fyrir allt tapið í hruninu? Maðurinn minn sem vann sem bókasafnsfræðingur í Iðnskólanum varð atvinnulaus þegar Iðnskólinn var einkavæddur og nefndur Tækniskóli í hagræðingarskyni. Bóndi minn er kominn á efri ár og ekki getur hann unnið erfiðisvinnu. Hann er búinn að sækja um mörg störf en alltaf er unga fólkið tekið fram fyrir hann. Þetta fólk er með nýlegri menntun og er ódýrara í kaupi. Hann hefur sótt endurmenntunarnámskeið og verið á atvinnuleysisbótum á meðan. Nú tókuð þið Sigmundur Davíð og Bjarni þá ákvörðun um að stytta þann tíma sem atvinnuleysingjar njóta bóta og ýta þeim hálfu ári fyrr í umsjón sveitarfélaganna. Flott hjá ykkur! Þið getið þá bent á það að fjárhagur ríkissjóðs batni til muna! Ég sem er grunnskólakennari fæ útborgað um 300.000 kr. á mánuði og það með töluverðri yfirvinnu. En þetta „ofurkaup“ mitt sem kennari dugar til þess að maðurinn minn fær engar bætur hjá sveitarfélaginu. Við ættum kannski að skilja? Næstu fjögur árin verður „heimilið mitt í landinu“ að skrimta á mínu „ofurkaupi“ þangað til maðurinn minn á rétt á eftirlaunum. „Heimilið mitt í landinu“ sem hefur alltaf staðið í skilum er óhresst við það sem D og B hafa gert. Heimilið mitt tapar á því að:1 Heilbrigðiskerfið okkar er í rústum og við þurfum sífellt meira að borga úr eigin vasa.2 Menningar- og menntakerfið er ekki metið að verðleikum.3 Félagsþjónustan er sett meira og meira á sveitarfélögin sem standa misvel undir þessu álagi.4 Maturinn mun verða dýrari með hækkuðum matarsköttum.5 Verðbólgan mun aukast vegna þess að neyslan eykst með þessum leiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar og „hagvöxturinn“ fer upp á móti. Heimilið mitt hefur hins vegar engan áhuga á lækkuðum sköttum á alls konar lúxusvörum og tækjum. Við höfum einfaldlega ekki efni á því. „Heimilið mitt í landinu“ setur stórt spurningarmerki á þróun fasteigna- og leigumarkaða: Nú tíðkast það að einhver félög kaupa upp fasteignir í stórum stíl. Spurning er hvaðan þessir peningar koma. Þannig geta þessir aðilar haldið leigumarkaðnum í heljargreipum og ráðið verðið á leiguíbúðum. Þeir sem hafa hag „heimilanna í landinu“ að leiðarljósi ættu að setja lög við slíku. Leigjendur eiga líka „heimili í landinu“. En þessi ríkisstjórn setur greinilega ekki hag litla mannsins í forgrunni. „Heimilið mitt í landinu“ mun blæða vegna skertrar félagsþjónustu, hækkandi verðs á nauðsynjavörum og sveiflukenndri krónu. Við sem eigum líka „heimili í landinu“ munum standa á Austurvelli að mótmæla þangað til SDG og BB og þeirra fólk tekur pokann sinn. Og vel á minnst: Verði þeim að góðu með nýju lúxusjeppana sína! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Stundum er talað um reiða unga menn. En hér talar reið gömul kona: „Heimilin í landinu“ hafa fengið nýlega niðurstöðu af „leiðréttingu skuldanna sinna“. Margir eru kátir þótt vitað er að það eru ekki „hrægammarnir“ sem borga brúsann heldur ríkiskassinn. Þar með eru „heimilin í landinu“ að borga sjálfum sér. Samt eykst fylgi hrunflokkana, mér með öllu óskiljanlegt. Nú ætla ég að segja frá „heimilinu mínu í landinu“: Við gömlu hjónin erum tvö eftir í litlu og gömlu raðhúsi sem við eigum skuldlaust enda kunnum við alltaf að sníða okkur stakk eftir vexti. Við höfum aldrei svikist undan skatti heldur borgað samviskusamlega í ríkiskassann í þeirri von að velferðarkerfið virki eins og skyldi. Við lögðum svolítið til hliðar og keyptum hlutabréf í góðu og öruggu fyrirtæki sem heitir Jarðborarnir. En viti menn: Í „góðærinu“ opnuðust bröskurunum dyrnar upp á gátt. Okkar fyrirtæki var tekið yfir af einhverju öðru fyrirtæki sem hét Atorka. Þetta var fjandsamleg yfirtaka og við fengum þann valkost annaðhvort að selja hlutabréfin okkar fyrir slikk eða gerast hluthafar í nýja fyrirtækinu. Við völdum því miður síðari valkostinn og verðbréfin sem voru ætluð til að hækka lífsgæðin í ellinni urðu verðlaus. Bingó! Sonurinn okkar var búinn að vinna sér inn dágóða upphæð til að þurfa ekki að taka námslán. Hann fór svo í framhaldsnám til Þýskalands, einmitt þegar hrunið dundi yfir. Þar með minnkaði sparnaðurinn hans um helming. Nú spyr ég ykkur Sigmundur Davíð og Bjarni: Er mitt heimili ekki „heimili í landinu“? Hvar eru okkar bætur fyrir allt tapið í hruninu? Maðurinn minn sem vann sem bókasafnsfræðingur í Iðnskólanum varð atvinnulaus þegar Iðnskólinn var einkavæddur og nefndur Tækniskóli í hagræðingarskyni. Bóndi minn er kominn á efri ár og ekki getur hann unnið erfiðisvinnu. Hann er búinn að sækja um mörg störf en alltaf er unga fólkið tekið fram fyrir hann. Þetta fólk er með nýlegri menntun og er ódýrara í kaupi. Hann hefur sótt endurmenntunarnámskeið og verið á atvinnuleysisbótum á meðan. Nú tókuð þið Sigmundur Davíð og Bjarni þá ákvörðun um að stytta þann tíma sem atvinnuleysingjar njóta bóta og ýta þeim hálfu ári fyrr í umsjón sveitarfélaganna. Flott hjá ykkur! Þið getið þá bent á það að fjárhagur ríkissjóðs batni til muna! Ég sem er grunnskólakennari fæ útborgað um 300.000 kr. á mánuði og það með töluverðri yfirvinnu. En þetta „ofurkaup“ mitt sem kennari dugar til þess að maðurinn minn fær engar bætur hjá sveitarfélaginu. Við ættum kannski að skilja? Næstu fjögur árin verður „heimilið mitt í landinu“ að skrimta á mínu „ofurkaupi“ þangað til maðurinn minn á rétt á eftirlaunum. „Heimilið mitt í landinu“ sem hefur alltaf staðið í skilum er óhresst við það sem D og B hafa gert. Heimilið mitt tapar á því að:1 Heilbrigðiskerfið okkar er í rústum og við þurfum sífellt meira að borga úr eigin vasa.2 Menningar- og menntakerfið er ekki metið að verðleikum.3 Félagsþjónustan er sett meira og meira á sveitarfélögin sem standa misvel undir þessu álagi.4 Maturinn mun verða dýrari með hækkuðum matarsköttum.5 Verðbólgan mun aukast vegna þess að neyslan eykst með þessum leiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar og „hagvöxturinn“ fer upp á móti. Heimilið mitt hefur hins vegar engan áhuga á lækkuðum sköttum á alls konar lúxusvörum og tækjum. Við höfum einfaldlega ekki efni á því. „Heimilið mitt í landinu“ setur stórt spurningarmerki á þróun fasteigna- og leigumarkaða: Nú tíðkast það að einhver félög kaupa upp fasteignir í stórum stíl. Spurning er hvaðan þessir peningar koma. Þannig geta þessir aðilar haldið leigumarkaðnum í heljargreipum og ráðið verðið á leiguíbúðum. Þeir sem hafa hag „heimilanna í landinu“ að leiðarljósi ættu að setja lög við slíku. Leigjendur eiga líka „heimili í landinu“. En þessi ríkisstjórn setur greinilega ekki hag litla mannsins í forgrunni. „Heimilið mitt í landinu“ mun blæða vegna skertrar félagsþjónustu, hækkandi verðs á nauðsynjavörum og sveiflukenndri krónu. Við sem eigum líka „heimili í landinu“ munum standa á Austurvelli að mótmæla þangað til SDG og BB og þeirra fólk tekur pokann sinn. Og vel á minnst: Verði þeim að góðu með nýju lúxusjeppana sína!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar