Heimilið mitt í landinu Úrsúla Jünemann skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Stundum er talað um reiða unga menn. En hér talar reið gömul kona: „Heimilin í landinu“ hafa fengið nýlega niðurstöðu af „leiðréttingu skuldanna sinna“. Margir eru kátir þótt vitað er að það eru ekki „hrægammarnir“ sem borga brúsann heldur ríkiskassinn. Þar með eru „heimilin í landinu“ að borga sjálfum sér. Samt eykst fylgi hrunflokkana, mér með öllu óskiljanlegt. Nú ætla ég að segja frá „heimilinu mínu í landinu“: Við gömlu hjónin erum tvö eftir í litlu og gömlu raðhúsi sem við eigum skuldlaust enda kunnum við alltaf að sníða okkur stakk eftir vexti. Við höfum aldrei svikist undan skatti heldur borgað samviskusamlega í ríkiskassann í þeirri von að velferðarkerfið virki eins og skyldi. Við lögðum svolítið til hliðar og keyptum hlutabréf í góðu og öruggu fyrirtæki sem heitir Jarðborarnir. En viti menn: Í „góðærinu“ opnuðust bröskurunum dyrnar upp á gátt. Okkar fyrirtæki var tekið yfir af einhverju öðru fyrirtæki sem hét Atorka. Þetta var fjandsamleg yfirtaka og við fengum þann valkost annaðhvort að selja hlutabréfin okkar fyrir slikk eða gerast hluthafar í nýja fyrirtækinu. Við völdum því miður síðari valkostinn og verðbréfin sem voru ætluð til að hækka lífsgæðin í ellinni urðu verðlaus. Bingó! Sonurinn okkar var búinn að vinna sér inn dágóða upphæð til að þurfa ekki að taka námslán. Hann fór svo í framhaldsnám til Þýskalands, einmitt þegar hrunið dundi yfir. Þar með minnkaði sparnaðurinn hans um helming. Nú spyr ég ykkur Sigmundur Davíð og Bjarni: Er mitt heimili ekki „heimili í landinu“? Hvar eru okkar bætur fyrir allt tapið í hruninu? Maðurinn minn sem vann sem bókasafnsfræðingur í Iðnskólanum varð atvinnulaus þegar Iðnskólinn var einkavæddur og nefndur Tækniskóli í hagræðingarskyni. Bóndi minn er kominn á efri ár og ekki getur hann unnið erfiðisvinnu. Hann er búinn að sækja um mörg störf en alltaf er unga fólkið tekið fram fyrir hann. Þetta fólk er með nýlegri menntun og er ódýrara í kaupi. Hann hefur sótt endurmenntunarnámskeið og verið á atvinnuleysisbótum á meðan. Nú tókuð þið Sigmundur Davíð og Bjarni þá ákvörðun um að stytta þann tíma sem atvinnuleysingjar njóta bóta og ýta þeim hálfu ári fyrr í umsjón sveitarfélaganna. Flott hjá ykkur! Þið getið þá bent á það að fjárhagur ríkissjóðs batni til muna! Ég sem er grunnskólakennari fæ útborgað um 300.000 kr. á mánuði og það með töluverðri yfirvinnu. En þetta „ofurkaup“ mitt sem kennari dugar til þess að maðurinn minn fær engar bætur hjá sveitarfélaginu. Við ættum kannski að skilja? Næstu fjögur árin verður „heimilið mitt í landinu“ að skrimta á mínu „ofurkaupi“ þangað til maðurinn minn á rétt á eftirlaunum. „Heimilið mitt í landinu“ sem hefur alltaf staðið í skilum er óhresst við það sem D og B hafa gert. Heimilið mitt tapar á því að:1 Heilbrigðiskerfið okkar er í rústum og við þurfum sífellt meira að borga úr eigin vasa.2 Menningar- og menntakerfið er ekki metið að verðleikum.3 Félagsþjónustan er sett meira og meira á sveitarfélögin sem standa misvel undir þessu álagi.4 Maturinn mun verða dýrari með hækkuðum matarsköttum.5 Verðbólgan mun aukast vegna þess að neyslan eykst með þessum leiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar og „hagvöxturinn“ fer upp á móti. Heimilið mitt hefur hins vegar engan áhuga á lækkuðum sköttum á alls konar lúxusvörum og tækjum. Við höfum einfaldlega ekki efni á því. „Heimilið mitt í landinu“ setur stórt spurningarmerki á þróun fasteigna- og leigumarkaða: Nú tíðkast það að einhver félög kaupa upp fasteignir í stórum stíl. Spurning er hvaðan þessir peningar koma. Þannig geta þessir aðilar haldið leigumarkaðnum í heljargreipum og ráðið verðið á leiguíbúðum. Þeir sem hafa hag „heimilanna í landinu“ að leiðarljósi ættu að setja lög við slíku. Leigjendur eiga líka „heimili í landinu“. En þessi ríkisstjórn setur greinilega ekki hag litla mannsins í forgrunni. „Heimilið mitt í landinu“ mun blæða vegna skertrar félagsþjónustu, hækkandi verðs á nauðsynjavörum og sveiflukenndri krónu. Við sem eigum líka „heimili í landinu“ munum standa á Austurvelli að mótmæla þangað til SDG og BB og þeirra fólk tekur pokann sinn. Og vel á minnst: Verði þeim að góðu með nýju lúxusjeppana sína! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stundum er talað um reiða unga menn. En hér talar reið gömul kona: „Heimilin í landinu“ hafa fengið nýlega niðurstöðu af „leiðréttingu skuldanna sinna“. Margir eru kátir þótt vitað er að það eru ekki „hrægammarnir“ sem borga brúsann heldur ríkiskassinn. Þar með eru „heimilin í landinu“ að borga sjálfum sér. Samt eykst fylgi hrunflokkana, mér með öllu óskiljanlegt. Nú ætla ég að segja frá „heimilinu mínu í landinu“: Við gömlu hjónin erum tvö eftir í litlu og gömlu raðhúsi sem við eigum skuldlaust enda kunnum við alltaf að sníða okkur stakk eftir vexti. Við höfum aldrei svikist undan skatti heldur borgað samviskusamlega í ríkiskassann í þeirri von að velferðarkerfið virki eins og skyldi. Við lögðum svolítið til hliðar og keyptum hlutabréf í góðu og öruggu fyrirtæki sem heitir Jarðborarnir. En viti menn: Í „góðærinu“ opnuðust bröskurunum dyrnar upp á gátt. Okkar fyrirtæki var tekið yfir af einhverju öðru fyrirtæki sem hét Atorka. Þetta var fjandsamleg yfirtaka og við fengum þann valkost annaðhvort að selja hlutabréfin okkar fyrir slikk eða gerast hluthafar í nýja fyrirtækinu. Við völdum því miður síðari valkostinn og verðbréfin sem voru ætluð til að hækka lífsgæðin í ellinni urðu verðlaus. Bingó! Sonurinn okkar var búinn að vinna sér inn dágóða upphæð til að þurfa ekki að taka námslán. Hann fór svo í framhaldsnám til Þýskalands, einmitt þegar hrunið dundi yfir. Þar með minnkaði sparnaðurinn hans um helming. Nú spyr ég ykkur Sigmundur Davíð og Bjarni: Er mitt heimili ekki „heimili í landinu“? Hvar eru okkar bætur fyrir allt tapið í hruninu? Maðurinn minn sem vann sem bókasafnsfræðingur í Iðnskólanum varð atvinnulaus þegar Iðnskólinn var einkavæddur og nefndur Tækniskóli í hagræðingarskyni. Bóndi minn er kominn á efri ár og ekki getur hann unnið erfiðisvinnu. Hann er búinn að sækja um mörg störf en alltaf er unga fólkið tekið fram fyrir hann. Þetta fólk er með nýlegri menntun og er ódýrara í kaupi. Hann hefur sótt endurmenntunarnámskeið og verið á atvinnuleysisbótum á meðan. Nú tókuð þið Sigmundur Davíð og Bjarni þá ákvörðun um að stytta þann tíma sem atvinnuleysingjar njóta bóta og ýta þeim hálfu ári fyrr í umsjón sveitarfélaganna. Flott hjá ykkur! Þið getið þá bent á það að fjárhagur ríkissjóðs batni til muna! Ég sem er grunnskólakennari fæ útborgað um 300.000 kr. á mánuði og það með töluverðri yfirvinnu. En þetta „ofurkaup“ mitt sem kennari dugar til þess að maðurinn minn fær engar bætur hjá sveitarfélaginu. Við ættum kannski að skilja? Næstu fjögur árin verður „heimilið mitt í landinu“ að skrimta á mínu „ofurkaupi“ þangað til maðurinn minn á rétt á eftirlaunum. „Heimilið mitt í landinu“ sem hefur alltaf staðið í skilum er óhresst við það sem D og B hafa gert. Heimilið mitt tapar á því að:1 Heilbrigðiskerfið okkar er í rústum og við þurfum sífellt meira að borga úr eigin vasa.2 Menningar- og menntakerfið er ekki metið að verðleikum.3 Félagsþjónustan er sett meira og meira á sveitarfélögin sem standa misvel undir þessu álagi.4 Maturinn mun verða dýrari með hækkuðum matarsköttum.5 Verðbólgan mun aukast vegna þess að neyslan eykst með þessum leiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar og „hagvöxturinn“ fer upp á móti. Heimilið mitt hefur hins vegar engan áhuga á lækkuðum sköttum á alls konar lúxusvörum og tækjum. Við höfum einfaldlega ekki efni á því. „Heimilið mitt í landinu“ setur stórt spurningarmerki á þróun fasteigna- og leigumarkaða: Nú tíðkast það að einhver félög kaupa upp fasteignir í stórum stíl. Spurning er hvaðan þessir peningar koma. Þannig geta þessir aðilar haldið leigumarkaðnum í heljargreipum og ráðið verðið á leiguíbúðum. Þeir sem hafa hag „heimilanna í landinu“ að leiðarljósi ættu að setja lög við slíku. Leigjendur eiga líka „heimili í landinu“. En þessi ríkisstjórn setur greinilega ekki hag litla mannsins í forgrunni. „Heimilið mitt í landinu“ mun blæða vegna skertrar félagsþjónustu, hækkandi verðs á nauðsynjavörum og sveiflukenndri krónu. Við sem eigum líka „heimili í landinu“ munum standa á Austurvelli að mótmæla þangað til SDG og BB og þeirra fólk tekur pokann sinn. Og vel á minnst: Verði þeim að góðu með nýju lúxusjeppana sína!
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar