Auðlindaarður í Alaska Guðmundur Örn Jónsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Þann 23. október síðastliðinn fékk hver íbúi Alaska 1.884 dollara greidda í auðlindaarð frá þeim aðilum sem nýta auðlindir fylkisins. Samsvarar það því að hver fjögurra manna fjölskylda hafi fengið 914 þúsund krónur, eða svipaða upphæð og „Leiðréttingin“ hefði henni verið dreift jafnt á alla landsmenn. Íbúar Alaska hafa aftur á móti fengið auðlindaarð greiddan árlega seinustu 33 árin. Á þeim tíma hefur hver íbúi fengið 38.227 dollara í arð sem samsvarar 47 þúsund krónum á mánuði fyrir fjögurra manna fjölskyldu öll 33 árin. Flestir Íslendingar líta svo á að helstu náttúruauðlindir þjóðarinnar, fiskur, vatnsorka og jarðvarmi, séu og eigi að vera í eigu þjóðarinnar. Almennt hirða eigendur arð af eignum sínum, utan 18% fjármagnstekjuskatts sem ríkið hirðir, og liggur því beinast við að sama gildi um auðlindaarð og hann sé greiddur út til þjóðarinnar. Ef ríkið hirðir allan arðinn, eins og nú, jafngildir það 100% fjármagnstekjuskatti á auðlindaarð, samanborið við 18% fjármagnstekjuskatt af öðrum eignum. Erfitt er að rökstyðja slíka mismunun milli eignaflokka. Bein útgreiðsla auðlindaarðsins til þjóðarinnar er jafnframt besta leiðin til að festa innheimtu auðlindaarðs í sessi. Besta sönnun þess er löng reynsla Alaska af slíku fyrirkomulagi. Þar hefur það jafngilt pólitísku sjálfsmorði að leggja til breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Til að tryggja að upphæð auðlindaarðsins rýrni ekki, eins og gerðist í tíð núverandi ríkisstjórnar í tilfelli sjávarútvegs, þarf samkeppni á markaði að ráða upphæð hans en ekki að vera ákveðin af stjórnmálamönnum. Innan við helmingur ungra kjósenda sá ástæðu til að mæta á kjörstað í seinustu kosningum, enda átti stór hluti kjósenda í erfiðleikum með að gera upp á milli stjórnmálaflokkanna. Í seinustu alþingiskosningum dró þó einfalt loforð framsóknarmanna, um lækkun lána, marga á kjörstað. Loforð um beina útgreiðslu markaðstengds auðlindaarðs er jafnframt einfalt og ætti að geta dregið kjósendur á kjörstað. Ekki sakar að sterk siðferðis- og hagkvæmnisrök eru fyrir slíku fyrirkomulagi. Ef slíkt fyrirkomulag væri jafnframt varanlega tryggt í sessi í stjórnarskrá, færi ekki lengur orka fjölmargra landsmanna í að berjast um þessar takmörkuðu auðlindir. Gæti sú orka farið í að byggja upp aðrar auðlindir sem ekki eru takmarkaðar, t.d. mannauð með aukinni menntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þann 23. október síðastliðinn fékk hver íbúi Alaska 1.884 dollara greidda í auðlindaarð frá þeim aðilum sem nýta auðlindir fylkisins. Samsvarar það því að hver fjögurra manna fjölskylda hafi fengið 914 þúsund krónur, eða svipaða upphæð og „Leiðréttingin“ hefði henni verið dreift jafnt á alla landsmenn. Íbúar Alaska hafa aftur á móti fengið auðlindaarð greiddan árlega seinustu 33 árin. Á þeim tíma hefur hver íbúi fengið 38.227 dollara í arð sem samsvarar 47 þúsund krónum á mánuði fyrir fjögurra manna fjölskyldu öll 33 árin. Flestir Íslendingar líta svo á að helstu náttúruauðlindir þjóðarinnar, fiskur, vatnsorka og jarðvarmi, séu og eigi að vera í eigu þjóðarinnar. Almennt hirða eigendur arð af eignum sínum, utan 18% fjármagnstekjuskatts sem ríkið hirðir, og liggur því beinast við að sama gildi um auðlindaarð og hann sé greiddur út til þjóðarinnar. Ef ríkið hirðir allan arðinn, eins og nú, jafngildir það 100% fjármagnstekjuskatti á auðlindaarð, samanborið við 18% fjármagnstekjuskatt af öðrum eignum. Erfitt er að rökstyðja slíka mismunun milli eignaflokka. Bein útgreiðsla auðlindaarðsins til þjóðarinnar er jafnframt besta leiðin til að festa innheimtu auðlindaarðs í sessi. Besta sönnun þess er löng reynsla Alaska af slíku fyrirkomulagi. Þar hefur það jafngilt pólitísku sjálfsmorði að leggja til breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Til að tryggja að upphæð auðlindaarðsins rýrni ekki, eins og gerðist í tíð núverandi ríkisstjórnar í tilfelli sjávarútvegs, þarf samkeppni á markaði að ráða upphæð hans en ekki að vera ákveðin af stjórnmálamönnum. Innan við helmingur ungra kjósenda sá ástæðu til að mæta á kjörstað í seinustu kosningum, enda átti stór hluti kjósenda í erfiðleikum með að gera upp á milli stjórnmálaflokkanna. Í seinustu alþingiskosningum dró þó einfalt loforð framsóknarmanna, um lækkun lána, marga á kjörstað. Loforð um beina útgreiðslu markaðstengds auðlindaarðs er jafnframt einfalt og ætti að geta dregið kjósendur á kjörstað. Ekki sakar að sterk siðferðis- og hagkvæmnisrök eru fyrir slíku fyrirkomulagi. Ef slíkt fyrirkomulag væri jafnframt varanlega tryggt í sessi í stjórnarskrá, færi ekki lengur orka fjölmargra landsmanna í að berjast um þessar takmörkuðu auðlindir. Gæti sú orka farið í að byggja upp aðrar auðlindir sem ekki eru takmarkaðar, t.d. mannauð með aukinni menntun.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar