Auðlindaarður í Alaska Guðmundur Örn Jónsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Þann 23. október síðastliðinn fékk hver íbúi Alaska 1.884 dollara greidda í auðlindaarð frá þeim aðilum sem nýta auðlindir fylkisins. Samsvarar það því að hver fjögurra manna fjölskylda hafi fengið 914 þúsund krónur, eða svipaða upphæð og „Leiðréttingin“ hefði henni verið dreift jafnt á alla landsmenn. Íbúar Alaska hafa aftur á móti fengið auðlindaarð greiddan árlega seinustu 33 árin. Á þeim tíma hefur hver íbúi fengið 38.227 dollara í arð sem samsvarar 47 þúsund krónum á mánuði fyrir fjögurra manna fjölskyldu öll 33 árin. Flestir Íslendingar líta svo á að helstu náttúruauðlindir þjóðarinnar, fiskur, vatnsorka og jarðvarmi, séu og eigi að vera í eigu þjóðarinnar. Almennt hirða eigendur arð af eignum sínum, utan 18% fjármagnstekjuskatts sem ríkið hirðir, og liggur því beinast við að sama gildi um auðlindaarð og hann sé greiddur út til þjóðarinnar. Ef ríkið hirðir allan arðinn, eins og nú, jafngildir það 100% fjármagnstekjuskatti á auðlindaarð, samanborið við 18% fjármagnstekjuskatt af öðrum eignum. Erfitt er að rökstyðja slíka mismunun milli eignaflokka. Bein útgreiðsla auðlindaarðsins til þjóðarinnar er jafnframt besta leiðin til að festa innheimtu auðlindaarðs í sessi. Besta sönnun þess er löng reynsla Alaska af slíku fyrirkomulagi. Þar hefur það jafngilt pólitísku sjálfsmorði að leggja til breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Til að tryggja að upphæð auðlindaarðsins rýrni ekki, eins og gerðist í tíð núverandi ríkisstjórnar í tilfelli sjávarútvegs, þarf samkeppni á markaði að ráða upphæð hans en ekki að vera ákveðin af stjórnmálamönnum. Innan við helmingur ungra kjósenda sá ástæðu til að mæta á kjörstað í seinustu kosningum, enda átti stór hluti kjósenda í erfiðleikum með að gera upp á milli stjórnmálaflokkanna. Í seinustu alþingiskosningum dró þó einfalt loforð framsóknarmanna, um lækkun lána, marga á kjörstað. Loforð um beina útgreiðslu markaðstengds auðlindaarðs er jafnframt einfalt og ætti að geta dregið kjósendur á kjörstað. Ekki sakar að sterk siðferðis- og hagkvæmnisrök eru fyrir slíku fyrirkomulagi. Ef slíkt fyrirkomulag væri jafnframt varanlega tryggt í sessi í stjórnarskrá, færi ekki lengur orka fjölmargra landsmanna í að berjast um þessar takmörkuðu auðlindir. Gæti sú orka farið í að byggja upp aðrar auðlindir sem ekki eru takmarkaðar, t.d. mannauð með aukinni menntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þann 23. október síðastliðinn fékk hver íbúi Alaska 1.884 dollara greidda í auðlindaarð frá þeim aðilum sem nýta auðlindir fylkisins. Samsvarar það því að hver fjögurra manna fjölskylda hafi fengið 914 þúsund krónur, eða svipaða upphæð og „Leiðréttingin“ hefði henni verið dreift jafnt á alla landsmenn. Íbúar Alaska hafa aftur á móti fengið auðlindaarð greiddan árlega seinustu 33 árin. Á þeim tíma hefur hver íbúi fengið 38.227 dollara í arð sem samsvarar 47 þúsund krónum á mánuði fyrir fjögurra manna fjölskyldu öll 33 árin. Flestir Íslendingar líta svo á að helstu náttúruauðlindir þjóðarinnar, fiskur, vatnsorka og jarðvarmi, séu og eigi að vera í eigu þjóðarinnar. Almennt hirða eigendur arð af eignum sínum, utan 18% fjármagnstekjuskatts sem ríkið hirðir, og liggur því beinast við að sama gildi um auðlindaarð og hann sé greiddur út til þjóðarinnar. Ef ríkið hirðir allan arðinn, eins og nú, jafngildir það 100% fjármagnstekjuskatti á auðlindaarð, samanborið við 18% fjármagnstekjuskatt af öðrum eignum. Erfitt er að rökstyðja slíka mismunun milli eignaflokka. Bein útgreiðsla auðlindaarðsins til þjóðarinnar er jafnframt besta leiðin til að festa innheimtu auðlindaarðs í sessi. Besta sönnun þess er löng reynsla Alaska af slíku fyrirkomulagi. Þar hefur það jafngilt pólitísku sjálfsmorði að leggja til breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Til að tryggja að upphæð auðlindaarðsins rýrni ekki, eins og gerðist í tíð núverandi ríkisstjórnar í tilfelli sjávarútvegs, þarf samkeppni á markaði að ráða upphæð hans en ekki að vera ákveðin af stjórnmálamönnum. Innan við helmingur ungra kjósenda sá ástæðu til að mæta á kjörstað í seinustu kosningum, enda átti stór hluti kjósenda í erfiðleikum með að gera upp á milli stjórnmálaflokkanna. Í seinustu alþingiskosningum dró þó einfalt loforð framsóknarmanna, um lækkun lána, marga á kjörstað. Loforð um beina útgreiðslu markaðstengds auðlindaarðs er jafnframt einfalt og ætti að geta dregið kjósendur á kjörstað. Ekki sakar að sterk siðferðis- og hagkvæmnisrök eru fyrir slíku fyrirkomulagi. Ef slíkt fyrirkomulag væri jafnframt varanlega tryggt í sessi í stjórnarskrá, færi ekki lengur orka fjölmargra landsmanna í að berjast um þessar takmörkuðu auðlindir. Gæti sú orka farið í að byggja upp aðrar auðlindir sem ekki eru takmarkaðar, t.d. mannauð með aukinni menntun.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar