„Starstruck“ að vinna með Stefáni Hilmars Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 27. nóvember 2014 12:30 Það var ljósmynd af göngustígnum sem var upphafið að samstarfi Snorra og Stefáns. Vísir/GVA Tvær af myndum Snorra Björnssonar ljósmyndara hafa prýtt plötur Stefáns Hilmarssonar söngvara. Snorri tók ljósmyndina sem prýðir forsíðu plötunnar Húm sem Stefán gaf út árið 2009. En myndina tók Snorri þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. „Ég fór á ljósmyndanámskeið og langaði svo til þess að koma mynd í blaðið af því að ég heyrði að einn fyrrverandi nemandi námskeiðsins hefði náð þeim merka árangri,“ segir Snorri glaður í bragði. „Ég var úti öll kvöld að reyna að fikra mig áfram og tók mynd af göngustíg í hverfinu. Sú mynd endaði í Morgunblaðinu,“ segir Snorri, sem var að sjálfsögðu ánægður með árangurinn. „Síðan heldur lífið áfram og nokkrum mánuðum seinna fæ ég tölvupóst frá Stefáni um að hann langi til þess að hafa myndina á plötuumslaginu sínu. Þetta var smá svona „starstruck“-móment og að sjálfsögðu samþykkti ég það.“ Þetta varð upphafið að samvinnu Snorra og Stefáns. Nýverið kom út önnur jólaplata Stefáns, Í desember, og myndaði Snorri söngvarann fyrir plötuumslagið. Á ljósmyndinni er andrúmsloftið allt hið notalegasta og Stefán situr brosandi við skíðlogandi arineld. „Ég kom heim til hans eitt kvöldið með endalaust af ljósabúnaði. Tilbúinn að leggja allt undir mig og búa til stúdíó heima hjá honum. En svo þegar allt kom til alls notuðum við ekkert af ljósunum, bara einn borðstofulampa og arineldinn.“ Snorri segir talsverða eljusemi hafa þurft til þess að halda arineldinum gangandi og að myndatakan hefði vafalaust ekki gengið svona vel án góðrar aðstoðar. „Anna Björk, konan hans Stefáns, sá um að halda eldinum logandi og það var alveg full vinna að gera það. Á meðan var sonur hans, Birgir Steinn, í horninu að lesa upp fimmaurabrandara,“ en sjálfsagt má rekja einlægt bros Stefáns til brandaranna. Á vefsíðu Stefáns, stefanhilmarsson.is, er hægt að kaupa jólaplötuna, Í desember, áritaða og jafnframt fá plötuna senda heim að dyrum.Í desember, Jólaplata Stefáns Hilmarssonar.MYND/SNORRIBJÖRNSSON Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Tvær af myndum Snorra Björnssonar ljósmyndara hafa prýtt plötur Stefáns Hilmarssonar söngvara. Snorri tók ljósmyndina sem prýðir forsíðu plötunnar Húm sem Stefán gaf út árið 2009. En myndina tók Snorri þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. „Ég fór á ljósmyndanámskeið og langaði svo til þess að koma mynd í blaðið af því að ég heyrði að einn fyrrverandi nemandi námskeiðsins hefði náð þeim merka árangri,“ segir Snorri glaður í bragði. „Ég var úti öll kvöld að reyna að fikra mig áfram og tók mynd af göngustíg í hverfinu. Sú mynd endaði í Morgunblaðinu,“ segir Snorri, sem var að sjálfsögðu ánægður með árangurinn. „Síðan heldur lífið áfram og nokkrum mánuðum seinna fæ ég tölvupóst frá Stefáni um að hann langi til þess að hafa myndina á plötuumslaginu sínu. Þetta var smá svona „starstruck“-móment og að sjálfsögðu samþykkti ég það.“ Þetta varð upphafið að samvinnu Snorra og Stefáns. Nýverið kom út önnur jólaplata Stefáns, Í desember, og myndaði Snorri söngvarann fyrir plötuumslagið. Á ljósmyndinni er andrúmsloftið allt hið notalegasta og Stefán situr brosandi við skíðlogandi arineld. „Ég kom heim til hans eitt kvöldið með endalaust af ljósabúnaði. Tilbúinn að leggja allt undir mig og búa til stúdíó heima hjá honum. En svo þegar allt kom til alls notuðum við ekkert af ljósunum, bara einn borðstofulampa og arineldinn.“ Snorri segir talsverða eljusemi hafa þurft til þess að halda arineldinum gangandi og að myndatakan hefði vafalaust ekki gengið svona vel án góðrar aðstoðar. „Anna Björk, konan hans Stefáns, sá um að halda eldinum logandi og það var alveg full vinna að gera það. Á meðan var sonur hans, Birgir Steinn, í horninu að lesa upp fimmaurabrandara,“ en sjálfsagt má rekja einlægt bros Stefáns til brandaranna. Á vefsíðu Stefáns, stefanhilmarsson.is, er hægt að kaupa jólaplötuna, Í desember, áritaða og jafnframt fá plötuna senda heim að dyrum.Í desember, Jólaplata Stefáns Hilmarssonar.MYND/SNORRIBJÖRNSSON
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira