„Starstruck“ að vinna með Stefáni Hilmars Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 27. nóvember 2014 12:30 Það var ljósmynd af göngustígnum sem var upphafið að samstarfi Snorra og Stefáns. Vísir/GVA Tvær af myndum Snorra Björnssonar ljósmyndara hafa prýtt plötur Stefáns Hilmarssonar söngvara. Snorri tók ljósmyndina sem prýðir forsíðu plötunnar Húm sem Stefán gaf út árið 2009. En myndina tók Snorri þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. „Ég fór á ljósmyndanámskeið og langaði svo til þess að koma mynd í blaðið af því að ég heyrði að einn fyrrverandi nemandi námskeiðsins hefði náð þeim merka árangri,“ segir Snorri glaður í bragði. „Ég var úti öll kvöld að reyna að fikra mig áfram og tók mynd af göngustíg í hverfinu. Sú mynd endaði í Morgunblaðinu,“ segir Snorri, sem var að sjálfsögðu ánægður með árangurinn. „Síðan heldur lífið áfram og nokkrum mánuðum seinna fæ ég tölvupóst frá Stefáni um að hann langi til þess að hafa myndina á plötuumslaginu sínu. Þetta var smá svona „starstruck“-móment og að sjálfsögðu samþykkti ég það.“ Þetta varð upphafið að samvinnu Snorra og Stefáns. Nýverið kom út önnur jólaplata Stefáns, Í desember, og myndaði Snorri söngvarann fyrir plötuumslagið. Á ljósmyndinni er andrúmsloftið allt hið notalegasta og Stefán situr brosandi við skíðlogandi arineld. „Ég kom heim til hans eitt kvöldið með endalaust af ljósabúnaði. Tilbúinn að leggja allt undir mig og búa til stúdíó heima hjá honum. En svo þegar allt kom til alls notuðum við ekkert af ljósunum, bara einn borðstofulampa og arineldinn.“ Snorri segir talsverða eljusemi hafa þurft til þess að halda arineldinum gangandi og að myndatakan hefði vafalaust ekki gengið svona vel án góðrar aðstoðar. „Anna Björk, konan hans Stefáns, sá um að halda eldinum logandi og það var alveg full vinna að gera það. Á meðan var sonur hans, Birgir Steinn, í horninu að lesa upp fimmaurabrandara,“ en sjálfsagt má rekja einlægt bros Stefáns til brandaranna. Á vefsíðu Stefáns, stefanhilmarsson.is, er hægt að kaupa jólaplötuna, Í desember, áritaða og jafnframt fá plötuna senda heim að dyrum.Í desember, Jólaplata Stefáns Hilmarssonar.MYND/SNORRIBJÖRNSSON Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Tvær af myndum Snorra Björnssonar ljósmyndara hafa prýtt plötur Stefáns Hilmarssonar söngvara. Snorri tók ljósmyndina sem prýðir forsíðu plötunnar Húm sem Stefán gaf út árið 2009. En myndina tók Snorri þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. „Ég fór á ljósmyndanámskeið og langaði svo til þess að koma mynd í blaðið af því að ég heyrði að einn fyrrverandi nemandi námskeiðsins hefði náð þeim merka árangri,“ segir Snorri glaður í bragði. „Ég var úti öll kvöld að reyna að fikra mig áfram og tók mynd af göngustíg í hverfinu. Sú mynd endaði í Morgunblaðinu,“ segir Snorri, sem var að sjálfsögðu ánægður með árangurinn. „Síðan heldur lífið áfram og nokkrum mánuðum seinna fæ ég tölvupóst frá Stefáni um að hann langi til þess að hafa myndina á plötuumslaginu sínu. Þetta var smá svona „starstruck“-móment og að sjálfsögðu samþykkti ég það.“ Þetta varð upphafið að samvinnu Snorra og Stefáns. Nýverið kom út önnur jólaplata Stefáns, Í desember, og myndaði Snorri söngvarann fyrir plötuumslagið. Á ljósmyndinni er andrúmsloftið allt hið notalegasta og Stefán situr brosandi við skíðlogandi arineld. „Ég kom heim til hans eitt kvöldið með endalaust af ljósabúnaði. Tilbúinn að leggja allt undir mig og búa til stúdíó heima hjá honum. En svo þegar allt kom til alls notuðum við ekkert af ljósunum, bara einn borðstofulampa og arineldinn.“ Snorri segir talsverða eljusemi hafa þurft til þess að halda arineldinum gangandi og að myndatakan hefði vafalaust ekki gengið svona vel án góðrar aðstoðar. „Anna Björk, konan hans Stefáns, sá um að halda eldinum logandi og það var alveg full vinna að gera það. Á meðan var sonur hans, Birgir Steinn, í horninu að lesa upp fimmaurabrandara,“ en sjálfsagt má rekja einlægt bros Stefáns til brandaranna. Á vefsíðu Stefáns, stefanhilmarsson.is, er hægt að kaupa jólaplötuna, Í desember, áritaða og jafnframt fá plötuna senda heim að dyrum.Í desember, Jólaplata Stefáns Hilmarssonar.MYND/SNORRIBJÖRNSSON
Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira