„Starstruck“ að vinna með Stefáni Hilmars Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 27. nóvember 2014 12:30 Það var ljósmynd af göngustígnum sem var upphafið að samstarfi Snorra og Stefáns. Vísir/GVA Tvær af myndum Snorra Björnssonar ljósmyndara hafa prýtt plötur Stefáns Hilmarssonar söngvara. Snorri tók ljósmyndina sem prýðir forsíðu plötunnar Húm sem Stefán gaf út árið 2009. En myndina tók Snorri þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. „Ég fór á ljósmyndanámskeið og langaði svo til þess að koma mynd í blaðið af því að ég heyrði að einn fyrrverandi nemandi námskeiðsins hefði náð þeim merka árangri,“ segir Snorri glaður í bragði. „Ég var úti öll kvöld að reyna að fikra mig áfram og tók mynd af göngustíg í hverfinu. Sú mynd endaði í Morgunblaðinu,“ segir Snorri, sem var að sjálfsögðu ánægður með árangurinn. „Síðan heldur lífið áfram og nokkrum mánuðum seinna fæ ég tölvupóst frá Stefáni um að hann langi til þess að hafa myndina á plötuumslaginu sínu. Þetta var smá svona „starstruck“-móment og að sjálfsögðu samþykkti ég það.“ Þetta varð upphafið að samvinnu Snorra og Stefáns. Nýverið kom út önnur jólaplata Stefáns, Í desember, og myndaði Snorri söngvarann fyrir plötuumslagið. Á ljósmyndinni er andrúmsloftið allt hið notalegasta og Stefán situr brosandi við skíðlogandi arineld. „Ég kom heim til hans eitt kvöldið með endalaust af ljósabúnaði. Tilbúinn að leggja allt undir mig og búa til stúdíó heima hjá honum. En svo þegar allt kom til alls notuðum við ekkert af ljósunum, bara einn borðstofulampa og arineldinn.“ Snorri segir talsverða eljusemi hafa þurft til þess að halda arineldinum gangandi og að myndatakan hefði vafalaust ekki gengið svona vel án góðrar aðstoðar. „Anna Björk, konan hans Stefáns, sá um að halda eldinum logandi og það var alveg full vinna að gera það. Á meðan var sonur hans, Birgir Steinn, í horninu að lesa upp fimmaurabrandara,“ en sjálfsagt má rekja einlægt bros Stefáns til brandaranna. Á vefsíðu Stefáns, stefanhilmarsson.is, er hægt að kaupa jólaplötuna, Í desember, áritaða og jafnframt fá plötuna senda heim að dyrum.Í desember, Jólaplata Stefáns Hilmarssonar.MYND/SNORRIBJÖRNSSON Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira
Tvær af myndum Snorra Björnssonar ljósmyndara hafa prýtt plötur Stefáns Hilmarssonar söngvara. Snorri tók ljósmyndina sem prýðir forsíðu plötunnar Húm sem Stefán gaf út árið 2009. En myndina tók Snorri þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. „Ég fór á ljósmyndanámskeið og langaði svo til þess að koma mynd í blaðið af því að ég heyrði að einn fyrrverandi nemandi námskeiðsins hefði náð þeim merka árangri,“ segir Snorri glaður í bragði. „Ég var úti öll kvöld að reyna að fikra mig áfram og tók mynd af göngustíg í hverfinu. Sú mynd endaði í Morgunblaðinu,“ segir Snorri, sem var að sjálfsögðu ánægður með árangurinn. „Síðan heldur lífið áfram og nokkrum mánuðum seinna fæ ég tölvupóst frá Stefáni um að hann langi til þess að hafa myndina á plötuumslaginu sínu. Þetta var smá svona „starstruck“-móment og að sjálfsögðu samþykkti ég það.“ Þetta varð upphafið að samvinnu Snorra og Stefáns. Nýverið kom út önnur jólaplata Stefáns, Í desember, og myndaði Snorri söngvarann fyrir plötuumslagið. Á ljósmyndinni er andrúmsloftið allt hið notalegasta og Stefán situr brosandi við skíðlogandi arineld. „Ég kom heim til hans eitt kvöldið með endalaust af ljósabúnaði. Tilbúinn að leggja allt undir mig og búa til stúdíó heima hjá honum. En svo þegar allt kom til alls notuðum við ekkert af ljósunum, bara einn borðstofulampa og arineldinn.“ Snorri segir talsverða eljusemi hafa þurft til þess að halda arineldinum gangandi og að myndatakan hefði vafalaust ekki gengið svona vel án góðrar aðstoðar. „Anna Björk, konan hans Stefáns, sá um að halda eldinum logandi og það var alveg full vinna að gera það. Á meðan var sonur hans, Birgir Steinn, í horninu að lesa upp fimmaurabrandara,“ en sjálfsagt má rekja einlægt bros Stefáns til brandaranna. Á vefsíðu Stefáns, stefanhilmarsson.is, er hægt að kaupa jólaplötuna, Í desember, áritaða og jafnframt fá plötuna senda heim að dyrum.Í desember, Jólaplata Stefáns Hilmarssonar.MYND/SNORRIBJÖRNSSON
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira