Valin af einum stærsta útgefanda heims Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2014 13:30 Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson Vísir/GVA „Við reiknum með að vera í jólabókaflóðinu í Frakklandi á næsta ári,“ segja hjónin Gísli Egill Hrafnsson ljósmyndari og Inga Elsa Bergþórsdóttir grafískur hönnuður. Þau voru valin úr stórum hópi til þess að semja bók um Norræna matargerð og menningu. Franska útgáfufyrirtækið Hachette gefur bókina út, en það er fimmti stærsti bókaútgefandi heims. „Þetta verður ekki bara uppskriftabók heldur líka um matarmenningu og lífsstíl þessara þjóða. Við verðum nokkurs konar sendiherrar fyrir Norðurlöndin,“ segir Gísli. Áhugi á norrænni matarmenningu hefur aukist undanfarin ár og eru mörg af bestu veitingahúsum heims í dag á Norðurlöndunum. „Það er mikill áhugi fyrir fersku hráefnunum og hreina landbúnaðinum okkar,“ segir Gísli. Hjónin eru engir nýgræðingar á þessu sviði, en þau hafa áður gefið út fjórar matreiðslubækur. „Við bjuggum í Frakklandi í fimm ár og því þekkjum við vel til Frakka og ástríðu þeirra til matar. Það er mikill heiður fyrir okkur að vera valin til þess að gefa út bók í þessari vöggu matargerðarlistar,“ segir Gísli. Allar uppskriftir búa þau til sjálf ásamt því að taka allar myndir fyrir bókina. „Svona bók hefur mikið ímyndargildi fyrir Ísland þar sem landið er ekki bara náttúran. Menningin er líka merkileg og hráefnin sem við eigum eru einstök,“ segir Inga. Bókin verður gefin út í Frakklandi, Lúxemborg, Belgíu, Sviss og frönskumælandi hluta Kanada. „Frumútgáfan verður á frönsku, en þar sem þetta er mjög stór útgefandi þá er líklegra en ekki að bókin verði þýdd yfir á önnur tungumál,“ segir Gísli. Vinna við bókina hófst fyrir skemmstu, en framundan er mikil rannsóknarvinna. „Svona ferli tekur marga mánuði og við erum þegar byrjuð að safna að okkur efni og útbúa uppskriftir,“ segja þau, og eru að vonum stolt af því að hafa verið valin í þetta stóra verkefni. „Ég veit ekki með framtíðina, en möguleikarnir sem opnast eru gríðarlegir. Þetta er mjög áhugavert og stórt verkefni og það er mjög gefandi að fá að vinna undir verndarvæng svona stórrar útgáfu með flottu fagfólki,“ bætir Inga við. Tengdar fréttir Upplifun í sveitasælunni Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eru listamenn. Um það vitnar meðal annars nýja bókin þeirra Sveitasæla, sem snýst um mat en er þó ekki hefðbundin uppskriftabók heldur miklu frekar upplifunarbók. 2. nóvember 2014 10:00 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
„Við reiknum með að vera í jólabókaflóðinu í Frakklandi á næsta ári,“ segja hjónin Gísli Egill Hrafnsson ljósmyndari og Inga Elsa Bergþórsdóttir grafískur hönnuður. Þau voru valin úr stórum hópi til þess að semja bók um Norræna matargerð og menningu. Franska útgáfufyrirtækið Hachette gefur bókina út, en það er fimmti stærsti bókaútgefandi heims. „Þetta verður ekki bara uppskriftabók heldur líka um matarmenningu og lífsstíl þessara þjóða. Við verðum nokkurs konar sendiherrar fyrir Norðurlöndin,“ segir Gísli. Áhugi á norrænni matarmenningu hefur aukist undanfarin ár og eru mörg af bestu veitingahúsum heims í dag á Norðurlöndunum. „Það er mikill áhugi fyrir fersku hráefnunum og hreina landbúnaðinum okkar,“ segir Gísli. Hjónin eru engir nýgræðingar á þessu sviði, en þau hafa áður gefið út fjórar matreiðslubækur. „Við bjuggum í Frakklandi í fimm ár og því þekkjum við vel til Frakka og ástríðu þeirra til matar. Það er mikill heiður fyrir okkur að vera valin til þess að gefa út bók í þessari vöggu matargerðarlistar,“ segir Gísli. Allar uppskriftir búa þau til sjálf ásamt því að taka allar myndir fyrir bókina. „Svona bók hefur mikið ímyndargildi fyrir Ísland þar sem landið er ekki bara náttúran. Menningin er líka merkileg og hráefnin sem við eigum eru einstök,“ segir Inga. Bókin verður gefin út í Frakklandi, Lúxemborg, Belgíu, Sviss og frönskumælandi hluta Kanada. „Frumútgáfan verður á frönsku, en þar sem þetta er mjög stór útgefandi þá er líklegra en ekki að bókin verði þýdd yfir á önnur tungumál,“ segir Gísli. Vinna við bókina hófst fyrir skemmstu, en framundan er mikil rannsóknarvinna. „Svona ferli tekur marga mánuði og við erum þegar byrjuð að safna að okkur efni og útbúa uppskriftir,“ segja þau, og eru að vonum stolt af því að hafa verið valin í þetta stóra verkefni. „Ég veit ekki með framtíðina, en möguleikarnir sem opnast eru gríðarlegir. Þetta er mjög áhugavert og stórt verkefni og það er mjög gefandi að fá að vinna undir verndarvæng svona stórrar útgáfu með flottu fagfólki,“ bætir Inga við.
Tengdar fréttir Upplifun í sveitasælunni Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eru listamenn. Um það vitnar meðal annars nýja bókin þeirra Sveitasæla, sem snýst um mat en er þó ekki hefðbundin uppskriftabók heldur miklu frekar upplifunarbók. 2. nóvember 2014 10:00 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Upplifun í sveitasælunni Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eru listamenn. Um það vitnar meðal annars nýja bókin þeirra Sveitasæla, sem snýst um mat en er þó ekki hefðbundin uppskriftabók heldur miklu frekar upplifunarbók. 2. nóvember 2014 10:00