Valin af einum stærsta útgefanda heims Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2014 13:30 Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson Vísir/GVA „Við reiknum með að vera í jólabókaflóðinu í Frakklandi á næsta ári,“ segja hjónin Gísli Egill Hrafnsson ljósmyndari og Inga Elsa Bergþórsdóttir grafískur hönnuður. Þau voru valin úr stórum hópi til þess að semja bók um Norræna matargerð og menningu. Franska útgáfufyrirtækið Hachette gefur bókina út, en það er fimmti stærsti bókaútgefandi heims. „Þetta verður ekki bara uppskriftabók heldur líka um matarmenningu og lífsstíl þessara þjóða. Við verðum nokkurs konar sendiherrar fyrir Norðurlöndin,“ segir Gísli. Áhugi á norrænni matarmenningu hefur aukist undanfarin ár og eru mörg af bestu veitingahúsum heims í dag á Norðurlöndunum. „Það er mikill áhugi fyrir fersku hráefnunum og hreina landbúnaðinum okkar,“ segir Gísli. Hjónin eru engir nýgræðingar á þessu sviði, en þau hafa áður gefið út fjórar matreiðslubækur. „Við bjuggum í Frakklandi í fimm ár og því þekkjum við vel til Frakka og ástríðu þeirra til matar. Það er mikill heiður fyrir okkur að vera valin til þess að gefa út bók í þessari vöggu matargerðarlistar,“ segir Gísli. Allar uppskriftir búa þau til sjálf ásamt því að taka allar myndir fyrir bókina. „Svona bók hefur mikið ímyndargildi fyrir Ísland þar sem landið er ekki bara náttúran. Menningin er líka merkileg og hráefnin sem við eigum eru einstök,“ segir Inga. Bókin verður gefin út í Frakklandi, Lúxemborg, Belgíu, Sviss og frönskumælandi hluta Kanada. „Frumútgáfan verður á frönsku, en þar sem þetta er mjög stór útgefandi þá er líklegra en ekki að bókin verði þýdd yfir á önnur tungumál,“ segir Gísli. Vinna við bókina hófst fyrir skemmstu, en framundan er mikil rannsóknarvinna. „Svona ferli tekur marga mánuði og við erum þegar byrjuð að safna að okkur efni og útbúa uppskriftir,“ segja þau, og eru að vonum stolt af því að hafa verið valin í þetta stóra verkefni. „Ég veit ekki með framtíðina, en möguleikarnir sem opnast eru gríðarlegir. Þetta er mjög áhugavert og stórt verkefni og það er mjög gefandi að fá að vinna undir verndarvæng svona stórrar útgáfu með flottu fagfólki,“ bætir Inga við. Tengdar fréttir Upplifun í sveitasælunni Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eru listamenn. Um það vitnar meðal annars nýja bókin þeirra Sveitasæla, sem snýst um mat en er þó ekki hefðbundin uppskriftabók heldur miklu frekar upplifunarbók. 2. nóvember 2014 10:00 Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
„Við reiknum með að vera í jólabókaflóðinu í Frakklandi á næsta ári,“ segja hjónin Gísli Egill Hrafnsson ljósmyndari og Inga Elsa Bergþórsdóttir grafískur hönnuður. Þau voru valin úr stórum hópi til þess að semja bók um Norræna matargerð og menningu. Franska útgáfufyrirtækið Hachette gefur bókina út, en það er fimmti stærsti bókaútgefandi heims. „Þetta verður ekki bara uppskriftabók heldur líka um matarmenningu og lífsstíl þessara þjóða. Við verðum nokkurs konar sendiherrar fyrir Norðurlöndin,“ segir Gísli. Áhugi á norrænni matarmenningu hefur aukist undanfarin ár og eru mörg af bestu veitingahúsum heims í dag á Norðurlöndunum. „Það er mikill áhugi fyrir fersku hráefnunum og hreina landbúnaðinum okkar,“ segir Gísli. Hjónin eru engir nýgræðingar á þessu sviði, en þau hafa áður gefið út fjórar matreiðslubækur. „Við bjuggum í Frakklandi í fimm ár og því þekkjum við vel til Frakka og ástríðu þeirra til matar. Það er mikill heiður fyrir okkur að vera valin til þess að gefa út bók í þessari vöggu matargerðarlistar,“ segir Gísli. Allar uppskriftir búa þau til sjálf ásamt því að taka allar myndir fyrir bókina. „Svona bók hefur mikið ímyndargildi fyrir Ísland þar sem landið er ekki bara náttúran. Menningin er líka merkileg og hráefnin sem við eigum eru einstök,“ segir Inga. Bókin verður gefin út í Frakklandi, Lúxemborg, Belgíu, Sviss og frönskumælandi hluta Kanada. „Frumútgáfan verður á frönsku, en þar sem þetta er mjög stór útgefandi þá er líklegra en ekki að bókin verði þýdd yfir á önnur tungumál,“ segir Gísli. Vinna við bókina hófst fyrir skemmstu, en framundan er mikil rannsóknarvinna. „Svona ferli tekur marga mánuði og við erum þegar byrjuð að safna að okkur efni og útbúa uppskriftir,“ segja þau, og eru að vonum stolt af því að hafa verið valin í þetta stóra verkefni. „Ég veit ekki með framtíðina, en möguleikarnir sem opnast eru gríðarlegir. Þetta er mjög áhugavert og stórt verkefni og það er mjög gefandi að fá að vinna undir verndarvæng svona stórrar útgáfu með flottu fagfólki,“ bætir Inga við.
Tengdar fréttir Upplifun í sveitasælunni Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eru listamenn. Um það vitnar meðal annars nýja bókin þeirra Sveitasæla, sem snýst um mat en er þó ekki hefðbundin uppskriftabók heldur miklu frekar upplifunarbók. 2. nóvember 2014 10:00 Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Upplifun í sveitasælunni Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eru listamenn. Um það vitnar meðal annars nýja bókin þeirra Sveitasæla, sem snýst um mat en er þó ekki hefðbundin uppskriftabók heldur miklu frekar upplifunarbók. 2. nóvember 2014 10:00