Forvörnum ógnað Forvarnarfulltrúar Reykjavíkurborgar skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Nú liggur fyrir alþingi frumvarp til breytinga á lögum um verslun með áfengi sem heimilar sölu áfengis í matvöruverslunum. Flutningsmaður og fylgjendur frumvarpsins telja málið vera framfaraskref sem vert er að eyða tíma þingsins í. Fyrir hverja er þetta mál mikilvægt? Er það ekki skylda stjórnmálamanna að huga að velferð þegnanna á öllum aldri? Er ekki eðlilegt að gera þá kröfu að mál af þessu tagi sé skoðað frá öllum hliðum? Greinargerð frumvarpsins fjallar aðallega um viðskiptahagsmuni og hugsanlega minna vöruúrval verði einkaleyfi á sölu áfengis afnumið. Einnig kemur fram að frjáls sala áfengis hafi í för með sér aukin áfengiskaup. Ekkert er fjallað um neikvæðar afleiðingar sem stóraukið aðgengi að áfengi hefur á áfengisneyslu og mögulegar neikvæðar félagslegar afleiðingar. Neikvæðar afleiðingar af því sölufyrirkomulagi sem frumvarpið gerir ráð fyrir hafa töluvert verið rannsakaðar og vekur það furðu að flutningsmenn virðast ekki hafa kynnt sér þær betur. Rannsóknir frá Bandaríkjunum, Kanada, Nýja-Sjálandi, Finnlandi og Svíþjóð sýna stóraukna áfengisneyslu við að heimila matvöruverslunum að selja áfengi (Wagenaar & Holder, 1995; Makela, 2002; Makela, Rossow & Tryggvesson 2002; Hill 2000; Flanagan, 2003; Trolldal, 2005). Að ótöldum þeim fjölmörgu rannsóknum sem sýna að aukin áfengisneysla hefur neikvæð áhrif á lýðheilsu og eykur heilbrigðisvanda. Því er ekki að undra að Embætti landlæknis hafi þungar áhyggjur af frumvarpinu og telur landlæknir að frumvarpið sé í beinni andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar um að efla lýðheilsu í landinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tekur í sama streng og lýsir þungum áhyggjum af afleiðingum frumvarpsins og bendir á að neysla muni aukast meðal ungs fólks og viðkvæmra einstaklinga. Að breyta fyrirkomulagi á sölu áfengis á Íslandi er líklegt til að hafa víðtæk neikvæð áhrif á velferð þjóðarinnar og þá ekki síst á börn og unglinga. Einnig er óljóst hvernig eftirlit með áfengiskaupaaldri yrði háttað í matvöruverslunum og ætla má að það verði ekki eins árangursríkt og hjá vínbúðunum þar sem starfsfólk matvöruverslana er að stórum hluta unglingar undir tvítugu. Áfengi er engin venjuleg neysluvara og því mikilvægt að áfengi verði áfram selt samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, sem hefur hamlandi áhrif á aðgengið og um leið neysluna.Gegn stefnu í forvörnum Hafa ber í huga að aukin áfengisneysla foreldra og forsjáraðila getur raskað öruggu og barnvænu umhverfi. Frumvarpið ætti í raun að fara í áhættumat áður en það er lagt fyrir. Við sem vinnum að forvörnum í Reykjavík viljum vekja athygli á því að frumvarpið fer gegn stefnu Reykjavíkurborgar í forvörnum. Í henni er lögð áhersla á að taka tillit til allra þátta sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Rannsóknir á áfengisneyslu meðal íslenskra ungmenna sýna fram á að við höfum náð góðum árangri og ölvunardrykkja meðal íslenskra ungmenna er lítil miðað við jafnaldra þeirra í Evrópu. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki foreldra, stofnana og félagasamtaka, sem vinna með unga fólkinu og takmörkuðu aðgengi að áfengi. Er ekki mikilvægt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að viðhalda þessum góða árangri? Það er sorglegt að á Íslandi komi fram frumvarp um frjálsa verslun með áfengi á sama tíma og áfengispólitík annarra Evrópulanda einkennist af auknu aðhaldi (Karlsson & Österberg, 2001). Áfengissala í matvöruverslunum mun að sjálfsögðu stjórnast af ýtrustu viðskiptasjónarmiðum og má leiða líkur að því að í kjölfarið verði áfengisauglýsingar leyfðar. Uppeldisleg markmið samfélagsins eins og að standa vörð um æskuna og búa henni uppbyggilega umgjörð og heilbrigðar uppeldisforsendur er mun mikilvægara viðfangsefni, en áfengissala í matvörubúðum. Styrkjum alla þá verndandi þætti sem við vitum að draga úr neyslu áfengis. Það mun spara samfélaginu mikla fjármuni sem er hægt að nýta í uppbyggileg verkefni og auka velferð í samfélaginu. Við skorum á þingmenn að hafna frumvarpinu um frjálsa sölu áfengis á forsendum velferðar þjóðarinnar og lýðheilsumarkmiða.Baldur Örn ArnarsonHera Hallbera BjörnsdóttirHörður Heiðar GuðbjörnssonSigríður Arndís JóhannsdóttirTrausti JónssonÞórdís Lilja Gísladóttirforvarnafulltrúar Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir alþingi frumvarp til breytinga á lögum um verslun með áfengi sem heimilar sölu áfengis í matvöruverslunum. Flutningsmaður og fylgjendur frumvarpsins telja málið vera framfaraskref sem vert er að eyða tíma þingsins í. Fyrir hverja er þetta mál mikilvægt? Er það ekki skylda stjórnmálamanna að huga að velferð þegnanna á öllum aldri? Er ekki eðlilegt að gera þá kröfu að mál af þessu tagi sé skoðað frá öllum hliðum? Greinargerð frumvarpsins fjallar aðallega um viðskiptahagsmuni og hugsanlega minna vöruúrval verði einkaleyfi á sölu áfengis afnumið. Einnig kemur fram að frjáls sala áfengis hafi í för með sér aukin áfengiskaup. Ekkert er fjallað um neikvæðar afleiðingar sem stóraukið aðgengi að áfengi hefur á áfengisneyslu og mögulegar neikvæðar félagslegar afleiðingar. Neikvæðar afleiðingar af því sölufyrirkomulagi sem frumvarpið gerir ráð fyrir hafa töluvert verið rannsakaðar og vekur það furðu að flutningsmenn virðast ekki hafa kynnt sér þær betur. Rannsóknir frá Bandaríkjunum, Kanada, Nýja-Sjálandi, Finnlandi og Svíþjóð sýna stóraukna áfengisneyslu við að heimila matvöruverslunum að selja áfengi (Wagenaar & Holder, 1995; Makela, 2002; Makela, Rossow & Tryggvesson 2002; Hill 2000; Flanagan, 2003; Trolldal, 2005). Að ótöldum þeim fjölmörgu rannsóknum sem sýna að aukin áfengisneysla hefur neikvæð áhrif á lýðheilsu og eykur heilbrigðisvanda. Því er ekki að undra að Embætti landlæknis hafi þungar áhyggjur af frumvarpinu og telur landlæknir að frumvarpið sé í beinni andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar um að efla lýðheilsu í landinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tekur í sama streng og lýsir þungum áhyggjum af afleiðingum frumvarpsins og bendir á að neysla muni aukast meðal ungs fólks og viðkvæmra einstaklinga. Að breyta fyrirkomulagi á sölu áfengis á Íslandi er líklegt til að hafa víðtæk neikvæð áhrif á velferð þjóðarinnar og þá ekki síst á börn og unglinga. Einnig er óljóst hvernig eftirlit með áfengiskaupaaldri yrði háttað í matvöruverslunum og ætla má að það verði ekki eins árangursríkt og hjá vínbúðunum þar sem starfsfólk matvöruverslana er að stórum hluta unglingar undir tvítugu. Áfengi er engin venjuleg neysluvara og því mikilvægt að áfengi verði áfram selt samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, sem hefur hamlandi áhrif á aðgengið og um leið neysluna.Gegn stefnu í forvörnum Hafa ber í huga að aukin áfengisneysla foreldra og forsjáraðila getur raskað öruggu og barnvænu umhverfi. Frumvarpið ætti í raun að fara í áhættumat áður en það er lagt fyrir. Við sem vinnum að forvörnum í Reykjavík viljum vekja athygli á því að frumvarpið fer gegn stefnu Reykjavíkurborgar í forvörnum. Í henni er lögð áhersla á að taka tillit til allra þátta sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Rannsóknir á áfengisneyslu meðal íslenskra ungmenna sýna fram á að við höfum náð góðum árangri og ölvunardrykkja meðal íslenskra ungmenna er lítil miðað við jafnaldra þeirra í Evrópu. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki foreldra, stofnana og félagasamtaka, sem vinna með unga fólkinu og takmörkuðu aðgengi að áfengi. Er ekki mikilvægt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að viðhalda þessum góða árangri? Það er sorglegt að á Íslandi komi fram frumvarp um frjálsa verslun með áfengi á sama tíma og áfengispólitík annarra Evrópulanda einkennist af auknu aðhaldi (Karlsson & Österberg, 2001). Áfengissala í matvöruverslunum mun að sjálfsögðu stjórnast af ýtrustu viðskiptasjónarmiðum og má leiða líkur að því að í kjölfarið verði áfengisauglýsingar leyfðar. Uppeldisleg markmið samfélagsins eins og að standa vörð um æskuna og búa henni uppbyggilega umgjörð og heilbrigðar uppeldisforsendur er mun mikilvægara viðfangsefni, en áfengissala í matvörubúðum. Styrkjum alla þá verndandi þætti sem við vitum að draga úr neyslu áfengis. Það mun spara samfélaginu mikla fjármuni sem er hægt að nýta í uppbyggileg verkefni og auka velferð í samfélaginu. Við skorum á þingmenn að hafna frumvarpinu um frjálsa sölu áfengis á forsendum velferðar þjóðarinnar og lýðheilsumarkmiða.Baldur Örn ArnarsonHera Hallbera BjörnsdóttirHörður Heiðar GuðbjörnssonSigríður Arndís JóhannsdóttirTrausti JónssonÞórdís Lilja Gísladóttirforvarnafulltrúar Reykjavíkurborgar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar