Forvörnum ógnað Forvarnarfulltrúar Reykjavíkurborgar skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Nú liggur fyrir alþingi frumvarp til breytinga á lögum um verslun með áfengi sem heimilar sölu áfengis í matvöruverslunum. Flutningsmaður og fylgjendur frumvarpsins telja málið vera framfaraskref sem vert er að eyða tíma þingsins í. Fyrir hverja er þetta mál mikilvægt? Er það ekki skylda stjórnmálamanna að huga að velferð þegnanna á öllum aldri? Er ekki eðlilegt að gera þá kröfu að mál af þessu tagi sé skoðað frá öllum hliðum? Greinargerð frumvarpsins fjallar aðallega um viðskiptahagsmuni og hugsanlega minna vöruúrval verði einkaleyfi á sölu áfengis afnumið. Einnig kemur fram að frjáls sala áfengis hafi í för með sér aukin áfengiskaup. Ekkert er fjallað um neikvæðar afleiðingar sem stóraukið aðgengi að áfengi hefur á áfengisneyslu og mögulegar neikvæðar félagslegar afleiðingar. Neikvæðar afleiðingar af því sölufyrirkomulagi sem frumvarpið gerir ráð fyrir hafa töluvert verið rannsakaðar og vekur það furðu að flutningsmenn virðast ekki hafa kynnt sér þær betur. Rannsóknir frá Bandaríkjunum, Kanada, Nýja-Sjálandi, Finnlandi og Svíþjóð sýna stóraukna áfengisneyslu við að heimila matvöruverslunum að selja áfengi (Wagenaar & Holder, 1995; Makela, 2002; Makela, Rossow & Tryggvesson 2002; Hill 2000; Flanagan, 2003; Trolldal, 2005). Að ótöldum þeim fjölmörgu rannsóknum sem sýna að aukin áfengisneysla hefur neikvæð áhrif á lýðheilsu og eykur heilbrigðisvanda. Því er ekki að undra að Embætti landlæknis hafi þungar áhyggjur af frumvarpinu og telur landlæknir að frumvarpið sé í beinni andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar um að efla lýðheilsu í landinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tekur í sama streng og lýsir þungum áhyggjum af afleiðingum frumvarpsins og bendir á að neysla muni aukast meðal ungs fólks og viðkvæmra einstaklinga. Að breyta fyrirkomulagi á sölu áfengis á Íslandi er líklegt til að hafa víðtæk neikvæð áhrif á velferð þjóðarinnar og þá ekki síst á börn og unglinga. Einnig er óljóst hvernig eftirlit með áfengiskaupaaldri yrði háttað í matvöruverslunum og ætla má að það verði ekki eins árangursríkt og hjá vínbúðunum þar sem starfsfólk matvöruverslana er að stórum hluta unglingar undir tvítugu. Áfengi er engin venjuleg neysluvara og því mikilvægt að áfengi verði áfram selt samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, sem hefur hamlandi áhrif á aðgengið og um leið neysluna.Gegn stefnu í forvörnum Hafa ber í huga að aukin áfengisneysla foreldra og forsjáraðila getur raskað öruggu og barnvænu umhverfi. Frumvarpið ætti í raun að fara í áhættumat áður en það er lagt fyrir. Við sem vinnum að forvörnum í Reykjavík viljum vekja athygli á því að frumvarpið fer gegn stefnu Reykjavíkurborgar í forvörnum. Í henni er lögð áhersla á að taka tillit til allra þátta sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Rannsóknir á áfengisneyslu meðal íslenskra ungmenna sýna fram á að við höfum náð góðum árangri og ölvunardrykkja meðal íslenskra ungmenna er lítil miðað við jafnaldra þeirra í Evrópu. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki foreldra, stofnana og félagasamtaka, sem vinna með unga fólkinu og takmörkuðu aðgengi að áfengi. Er ekki mikilvægt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að viðhalda þessum góða árangri? Það er sorglegt að á Íslandi komi fram frumvarp um frjálsa verslun með áfengi á sama tíma og áfengispólitík annarra Evrópulanda einkennist af auknu aðhaldi (Karlsson & Österberg, 2001). Áfengissala í matvöruverslunum mun að sjálfsögðu stjórnast af ýtrustu viðskiptasjónarmiðum og má leiða líkur að því að í kjölfarið verði áfengisauglýsingar leyfðar. Uppeldisleg markmið samfélagsins eins og að standa vörð um æskuna og búa henni uppbyggilega umgjörð og heilbrigðar uppeldisforsendur er mun mikilvægara viðfangsefni, en áfengissala í matvörubúðum. Styrkjum alla þá verndandi þætti sem við vitum að draga úr neyslu áfengis. Það mun spara samfélaginu mikla fjármuni sem er hægt að nýta í uppbyggileg verkefni og auka velferð í samfélaginu. Við skorum á þingmenn að hafna frumvarpinu um frjálsa sölu áfengis á forsendum velferðar þjóðarinnar og lýðheilsumarkmiða.Baldur Örn ArnarsonHera Hallbera BjörnsdóttirHörður Heiðar GuðbjörnssonSigríður Arndís JóhannsdóttirTrausti JónssonÞórdís Lilja Gísladóttirforvarnafulltrúar Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir alþingi frumvarp til breytinga á lögum um verslun með áfengi sem heimilar sölu áfengis í matvöruverslunum. Flutningsmaður og fylgjendur frumvarpsins telja málið vera framfaraskref sem vert er að eyða tíma þingsins í. Fyrir hverja er þetta mál mikilvægt? Er það ekki skylda stjórnmálamanna að huga að velferð þegnanna á öllum aldri? Er ekki eðlilegt að gera þá kröfu að mál af þessu tagi sé skoðað frá öllum hliðum? Greinargerð frumvarpsins fjallar aðallega um viðskiptahagsmuni og hugsanlega minna vöruúrval verði einkaleyfi á sölu áfengis afnumið. Einnig kemur fram að frjáls sala áfengis hafi í för með sér aukin áfengiskaup. Ekkert er fjallað um neikvæðar afleiðingar sem stóraukið aðgengi að áfengi hefur á áfengisneyslu og mögulegar neikvæðar félagslegar afleiðingar. Neikvæðar afleiðingar af því sölufyrirkomulagi sem frumvarpið gerir ráð fyrir hafa töluvert verið rannsakaðar og vekur það furðu að flutningsmenn virðast ekki hafa kynnt sér þær betur. Rannsóknir frá Bandaríkjunum, Kanada, Nýja-Sjálandi, Finnlandi og Svíþjóð sýna stóraukna áfengisneyslu við að heimila matvöruverslunum að selja áfengi (Wagenaar & Holder, 1995; Makela, 2002; Makela, Rossow & Tryggvesson 2002; Hill 2000; Flanagan, 2003; Trolldal, 2005). Að ótöldum þeim fjölmörgu rannsóknum sem sýna að aukin áfengisneysla hefur neikvæð áhrif á lýðheilsu og eykur heilbrigðisvanda. Því er ekki að undra að Embætti landlæknis hafi þungar áhyggjur af frumvarpinu og telur landlæknir að frumvarpið sé í beinni andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar um að efla lýðheilsu í landinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tekur í sama streng og lýsir þungum áhyggjum af afleiðingum frumvarpsins og bendir á að neysla muni aukast meðal ungs fólks og viðkvæmra einstaklinga. Að breyta fyrirkomulagi á sölu áfengis á Íslandi er líklegt til að hafa víðtæk neikvæð áhrif á velferð þjóðarinnar og þá ekki síst á börn og unglinga. Einnig er óljóst hvernig eftirlit með áfengiskaupaaldri yrði háttað í matvöruverslunum og ætla má að það verði ekki eins árangursríkt og hjá vínbúðunum þar sem starfsfólk matvöruverslana er að stórum hluta unglingar undir tvítugu. Áfengi er engin venjuleg neysluvara og því mikilvægt að áfengi verði áfram selt samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, sem hefur hamlandi áhrif á aðgengið og um leið neysluna.Gegn stefnu í forvörnum Hafa ber í huga að aukin áfengisneysla foreldra og forsjáraðila getur raskað öruggu og barnvænu umhverfi. Frumvarpið ætti í raun að fara í áhættumat áður en það er lagt fyrir. Við sem vinnum að forvörnum í Reykjavík viljum vekja athygli á því að frumvarpið fer gegn stefnu Reykjavíkurborgar í forvörnum. Í henni er lögð áhersla á að taka tillit til allra þátta sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Rannsóknir á áfengisneyslu meðal íslenskra ungmenna sýna fram á að við höfum náð góðum árangri og ölvunardrykkja meðal íslenskra ungmenna er lítil miðað við jafnaldra þeirra í Evrópu. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki foreldra, stofnana og félagasamtaka, sem vinna með unga fólkinu og takmörkuðu aðgengi að áfengi. Er ekki mikilvægt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að viðhalda þessum góða árangri? Það er sorglegt að á Íslandi komi fram frumvarp um frjálsa verslun með áfengi á sama tíma og áfengispólitík annarra Evrópulanda einkennist af auknu aðhaldi (Karlsson & Österberg, 2001). Áfengissala í matvöruverslunum mun að sjálfsögðu stjórnast af ýtrustu viðskiptasjónarmiðum og má leiða líkur að því að í kjölfarið verði áfengisauglýsingar leyfðar. Uppeldisleg markmið samfélagsins eins og að standa vörð um æskuna og búa henni uppbyggilega umgjörð og heilbrigðar uppeldisforsendur er mun mikilvægara viðfangsefni, en áfengissala í matvörubúðum. Styrkjum alla þá verndandi þætti sem við vitum að draga úr neyslu áfengis. Það mun spara samfélaginu mikla fjármuni sem er hægt að nýta í uppbyggileg verkefni og auka velferð í samfélaginu. Við skorum á þingmenn að hafna frumvarpinu um frjálsa sölu áfengis á forsendum velferðar þjóðarinnar og lýðheilsumarkmiða.Baldur Örn ArnarsonHera Hallbera BjörnsdóttirHörður Heiðar GuðbjörnssonSigríður Arndís JóhannsdóttirTrausti JónssonÞórdís Lilja Gísladóttirforvarnafulltrúar Reykjavíkurborgar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun