Er flokkun heimilissorps óþörf? Björn Guðbrandur Jónsson og Hjálmar Hjálmarsson skrifar 25. nóvember 2014 09:30 Eins og fram hefur komið í fréttum hefur kærunefnd útboðsmála stöðvað samningsgerð byggðasamlagsins Sorpu við danskt fyrirtæki um byggingu á gas- og jarðgerðarstöð. Það kemur ekki á óvart því með þessa ráðagerð hefur verið farið leynt, eins og það komi engum í samfélaginu við hvernig stór framkvæmd eins og þessi er hugsuð, hönnuð og framkvæmd. Ráðgerður kostnaður er þó upp á 2,7 milljarða króna. Það sem vekur furðu okkar við þessi áform Sorpu er hinn einbeitti vilji fyrirtækisins til að sniðganga þátttöku almennings við nýja hætti við meðferð lífræns sorps. Nú ber að taka fram að upplýsingar um gas- og jarðgerðarstöðina eru fengnar úr fjölmiðlum því þær hefur ekki verið að finna á heimasíðu Sorpu. Samkvæmt fréttum þá hefur Sorpa valið einhverja ákveðna tæknilausn af því „…að hún sé eina lausnin sem uppfylli markmið byggðasamlagsins um meðhöndlun lífræns heimilissorps, en tæknin gerir sorpflokkun óþarfa.“ (tilvitnun í frétt í Fréttablaðinu 20. okt. 2014). Hér vaknar sú krafa að byggðasamlag sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins útskýri opinberlega, af hverju beri að forðast flokkun á lífrænu heimilissorpi. Flokkun heimilissorps byggir aðeins að litlu leyti á tæknilausnum, hún reiðir sig meir á mannlega þáttinn, hugarfar og þátttöku. Mikilsvert er að flokkun heimilissorps gerir almenningi kleift að taka virkan þátt í lausn á vandamálum sem knýja á í samtíma okkar. Sú reynsla sem hefur orðið til hérlendis varðandi flokkun lífræns heimilissorps gefur ekki tilefni til að vantreysta almenningi. Þvert á móti virðist sem fólk sé almennt reiðubúið til að taka á sig þá litlu fyrirhöfn í eldhúsinu, sem því fylgir að aðgreina lífrænt frá ólífrænu. Með því að hunsa þær sterku vísbendingar er almenningur og samfélagið allt snuðað um býsna ánægjulega og gagnlega upplifun í hversdeginum, nokkuð sem þátttakendur í slíku fyrirkomulagi hafa margoft vitnað um. Það er ekki boðlegt að svo stór ákvörðun, (sbr. „…tæknin gerir sorpflokkun óþarfa.“) skuli eftirlátin þröngum hópi teknókrata, án þess að um það hafi farið fram nein marktæk umræða og án þess að kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafi látið neitt til sín taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur kærunefnd útboðsmála stöðvað samningsgerð byggðasamlagsins Sorpu við danskt fyrirtæki um byggingu á gas- og jarðgerðarstöð. Það kemur ekki á óvart því með þessa ráðagerð hefur verið farið leynt, eins og það komi engum í samfélaginu við hvernig stór framkvæmd eins og þessi er hugsuð, hönnuð og framkvæmd. Ráðgerður kostnaður er þó upp á 2,7 milljarða króna. Það sem vekur furðu okkar við þessi áform Sorpu er hinn einbeitti vilji fyrirtækisins til að sniðganga þátttöku almennings við nýja hætti við meðferð lífræns sorps. Nú ber að taka fram að upplýsingar um gas- og jarðgerðarstöðina eru fengnar úr fjölmiðlum því þær hefur ekki verið að finna á heimasíðu Sorpu. Samkvæmt fréttum þá hefur Sorpa valið einhverja ákveðna tæknilausn af því „…að hún sé eina lausnin sem uppfylli markmið byggðasamlagsins um meðhöndlun lífræns heimilissorps, en tæknin gerir sorpflokkun óþarfa.“ (tilvitnun í frétt í Fréttablaðinu 20. okt. 2014). Hér vaknar sú krafa að byggðasamlag sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins útskýri opinberlega, af hverju beri að forðast flokkun á lífrænu heimilissorpi. Flokkun heimilissorps byggir aðeins að litlu leyti á tæknilausnum, hún reiðir sig meir á mannlega þáttinn, hugarfar og þátttöku. Mikilsvert er að flokkun heimilissorps gerir almenningi kleift að taka virkan þátt í lausn á vandamálum sem knýja á í samtíma okkar. Sú reynsla sem hefur orðið til hérlendis varðandi flokkun lífræns heimilissorps gefur ekki tilefni til að vantreysta almenningi. Þvert á móti virðist sem fólk sé almennt reiðubúið til að taka á sig þá litlu fyrirhöfn í eldhúsinu, sem því fylgir að aðgreina lífrænt frá ólífrænu. Með því að hunsa þær sterku vísbendingar er almenningur og samfélagið allt snuðað um býsna ánægjulega og gagnlega upplifun í hversdeginum, nokkuð sem þátttakendur í slíku fyrirkomulagi hafa margoft vitnað um. Það er ekki boðlegt að svo stór ákvörðun, (sbr. „…tæknin gerir sorpflokkun óþarfa.“) skuli eftirlátin þröngum hópi teknókrata, án þess að um það hafi farið fram nein marktæk umræða og án þess að kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafi látið neitt til sín taka.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun