Er flokkun heimilissorps óþörf? Björn Guðbrandur Jónsson og Hjálmar Hjálmarsson skrifar 25. nóvember 2014 09:30 Eins og fram hefur komið í fréttum hefur kærunefnd útboðsmála stöðvað samningsgerð byggðasamlagsins Sorpu við danskt fyrirtæki um byggingu á gas- og jarðgerðarstöð. Það kemur ekki á óvart því með þessa ráðagerð hefur verið farið leynt, eins og það komi engum í samfélaginu við hvernig stór framkvæmd eins og þessi er hugsuð, hönnuð og framkvæmd. Ráðgerður kostnaður er þó upp á 2,7 milljarða króna. Það sem vekur furðu okkar við þessi áform Sorpu er hinn einbeitti vilji fyrirtækisins til að sniðganga þátttöku almennings við nýja hætti við meðferð lífræns sorps. Nú ber að taka fram að upplýsingar um gas- og jarðgerðarstöðina eru fengnar úr fjölmiðlum því þær hefur ekki verið að finna á heimasíðu Sorpu. Samkvæmt fréttum þá hefur Sorpa valið einhverja ákveðna tæknilausn af því „…að hún sé eina lausnin sem uppfylli markmið byggðasamlagsins um meðhöndlun lífræns heimilissorps, en tæknin gerir sorpflokkun óþarfa.“ (tilvitnun í frétt í Fréttablaðinu 20. okt. 2014). Hér vaknar sú krafa að byggðasamlag sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins útskýri opinberlega, af hverju beri að forðast flokkun á lífrænu heimilissorpi. Flokkun heimilissorps byggir aðeins að litlu leyti á tæknilausnum, hún reiðir sig meir á mannlega þáttinn, hugarfar og þátttöku. Mikilsvert er að flokkun heimilissorps gerir almenningi kleift að taka virkan þátt í lausn á vandamálum sem knýja á í samtíma okkar. Sú reynsla sem hefur orðið til hérlendis varðandi flokkun lífræns heimilissorps gefur ekki tilefni til að vantreysta almenningi. Þvert á móti virðist sem fólk sé almennt reiðubúið til að taka á sig þá litlu fyrirhöfn í eldhúsinu, sem því fylgir að aðgreina lífrænt frá ólífrænu. Með því að hunsa þær sterku vísbendingar er almenningur og samfélagið allt snuðað um býsna ánægjulega og gagnlega upplifun í hversdeginum, nokkuð sem þátttakendur í slíku fyrirkomulagi hafa margoft vitnað um. Það er ekki boðlegt að svo stór ákvörðun, (sbr. „…tæknin gerir sorpflokkun óþarfa.“) skuli eftirlátin þröngum hópi teknókrata, án þess að um það hafi farið fram nein marktæk umræða og án þess að kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafi látið neitt til sín taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur kærunefnd útboðsmála stöðvað samningsgerð byggðasamlagsins Sorpu við danskt fyrirtæki um byggingu á gas- og jarðgerðarstöð. Það kemur ekki á óvart því með þessa ráðagerð hefur verið farið leynt, eins og það komi engum í samfélaginu við hvernig stór framkvæmd eins og þessi er hugsuð, hönnuð og framkvæmd. Ráðgerður kostnaður er þó upp á 2,7 milljarða króna. Það sem vekur furðu okkar við þessi áform Sorpu er hinn einbeitti vilji fyrirtækisins til að sniðganga þátttöku almennings við nýja hætti við meðferð lífræns sorps. Nú ber að taka fram að upplýsingar um gas- og jarðgerðarstöðina eru fengnar úr fjölmiðlum því þær hefur ekki verið að finna á heimasíðu Sorpu. Samkvæmt fréttum þá hefur Sorpa valið einhverja ákveðna tæknilausn af því „…að hún sé eina lausnin sem uppfylli markmið byggðasamlagsins um meðhöndlun lífræns heimilissorps, en tæknin gerir sorpflokkun óþarfa.“ (tilvitnun í frétt í Fréttablaðinu 20. okt. 2014). Hér vaknar sú krafa að byggðasamlag sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins útskýri opinberlega, af hverju beri að forðast flokkun á lífrænu heimilissorpi. Flokkun heimilissorps byggir aðeins að litlu leyti á tæknilausnum, hún reiðir sig meir á mannlega þáttinn, hugarfar og þátttöku. Mikilsvert er að flokkun heimilissorps gerir almenningi kleift að taka virkan þátt í lausn á vandamálum sem knýja á í samtíma okkar. Sú reynsla sem hefur orðið til hérlendis varðandi flokkun lífræns heimilissorps gefur ekki tilefni til að vantreysta almenningi. Þvert á móti virðist sem fólk sé almennt reiðubúið til að taka á sig þá litlu fyrirhöfn í eldhúsinu, sem því fylgir að aðgreina lífrænt frá ólífrænu. Með því að hunsa þær sterku vísbendingar er almenningur og samfélagið allt snuðað um býsna ánægjulega og gagnlega upplifun í hversdeginum, nokkuð sem þátttakendur í slíku fyrirkomulagi hafa margoft vitnað um. Það er ekki boðlegt að svo stór ákvörðun, (sbr. „…tæknin gerir sorpflokkun óþarfa.“) skuli eftirlátin þröngum hópi teknókrata, án þess að um það hafi farið fram nein marktæk umræða og án þess að kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafi látið neitt til sín taka.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun