Norðurljósin heilluðu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2014 10:15 Snorra varð ekki meint af öllum þeim nóttum sem hann eyddi úti síðastliðinn vetur. VÍSIR/VALLI Snorri Þór Tryggvason er leikstjóri og framleiðandi myndarinnar Icelandic Aurora. Myndin er tekin upp á þriggja ára tímabili og er 27 mínútna löng. „Norðurljósin segja söguna, myndin skiptist upp í sjö kafla sem hver hefur sitt sjónræna þema.“ „Kaflarnir byrja allir á sólsetri og enda á sólarupprás. Þetta er okkar sýn á hina fullkomnu íslensku vetrarviku. Ég held reyndar að maður upplifi hana seint þar sem það tók okkur þrjú ár að taka þetta upp,“ segir Snorri og hlær. Í myndinni er 50 þúsund ljósmyndum skeytt saman og búið til svokallað „timelaps“-myndband. Tónlistin í myndinni er sérsamin af Yagya, Kajak og Pétri Jónssyni. „Hreyfingum norðurljósanna er fylgt eftir með tónum. Það gerir það að verkum að sögulaus saga er farin að vekja upp tilfinningar.“ Þetta er fyrsta kvikmynd Snorra Þórs en fram til þessa hefur ýmiss konar hönnun og ljósmyndun verið hans aðaláhugamál. „Ég varð fyrir miklum áhrifum frá vini mínum, Pétri K. Guðmundssyni. Við höfum lengi verið stærstu aðdáendur verka hvors annars og honum fannst kominn tími til að fá hreyfingu í myndirnar mínar. Svo var þetta bara svo ofboðslega fallegt að ég gat ekki hætt, það var bara svoleiðis.“ Tökurnar fóru að mestu fram á nóttunni og á 50 stöðum víðsvegar um landið. „Ég persónulega eyddi 89 nóttum úti síðasta vetur og svefnhringurinn minn er enn þá svolítið ringlaður,“ segir Snorri Þór sem sér samt ekki eftir neinu. „Þetta voru svolítið kaldar og langar setur en vel þess virði á endanum. Allt saman mjög fallegar skrifstofur." Tökurnar voru ekki alltaf dans á rósum þrátt fyrir að umhverfið hafi verið fallegt. „Þetta var erfitt af ýmsum ástæðum, sumt tók mjög langan tíma og svo getur verið erfitt að halda sér vakandi og það er víst frekar heilsuspillandi að sofna úti í frosti. Ég drakk mikið af kaffi, tei og heitu kakói á meðan á tökunum stóð.“ Myndin verður frumsýnd á netinu næstkomandi þriðjudag en verður einnig fáanleg á DVD. Framleiðendur myndarinnar eru Pétur K. Guðmundsson og Arnþór Tryggvason, sem einnig leikstýrði myndinni. Myndin verður einnig til sýningar í vélum Icelandair, rútum Grayline Iceland og skipum Eldingar. Iceland Aurora 4K from Iceland Aurora Films on Vimeo. Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Snorri Þór Tryggvason er leikstjóri og framleiðandi myndarinnar Icelandic Aurora. Myndin er tekin upp á þriggja ára tímabili og er 27 mínútna löng. „Norðurljósin segja söguna, myndin skiptist upp í sjö kafla sem hver hefur sitt sjónræna þema.“ „Kaflarnir byrja allir á sólsetri og enda á sólarupprás. Þetta er okkar sýn á hina fullkomnu íslensku vetrarviku. Ég held reyndar að maður upplifi hana seint þar sem það tók okkur þrjú ár að taka þetta upp,“ segir Snorri og hlær. Í myndinni er 50 þúsund ljósmyndum skeytt saman og búið til svokallað „timelaps“-myndband. Tónlistin í myndinni er sérsamin af Yagya, Kajak og Pétri Jónssyni. „Hreyfingum norðurljósanna er fylgt eftir með tónum. Það gerir það að verkum að sögulaus saga er farin að vekja upp tilfinningar.“ Þetta er fyrsta kvikmynd Snorra Þórs en fram til þessa hefur ýmiss konar hönnun og ljósmyndun verið hans aðaláhugamál. „Ég varð fyrir miklum áhrifum frá vini mínum, Pétri K. Guðmundssyni. Við höfum lengi verið stærstu aðdáendur verka hvors annars og honum fannst kominn tími til að fá hreyfingu í myndirnar mínar. Svo var þetta bara svo ofboðslega fallegt að ég gat ekki hætt, það var bara svoleiðis.“ Tökurnar fóru að mestu fram á nóttunni og á 50 stöðum víðsvegar um landið. „Ég persónulega eyddi 89 nóttum úti síðasta vetur og svefnhringurinn minn er enn þá svolítið ringlaður,“ segir Snorri Þór sem sér samt ekki eftir neinu. „Þetta voru svolítið kaldar og langar setur en vel þess virði á endanum. Allt saman mjög fallegar skrifstofur." Tökurnar voru ekki alltaf dans á rósum þrátt fyrir að umhverfið hafi verið fallegt. „Þetta var erfitt af ýmsum ástæðum, sumt tók mjög langan tíma og svo getur verið erfitt að halda sér vakandi og það er víst frekar heilsuspillandi að sofna úti í frosti. Ég drakk mikið af kaffi, tei og heitu kakói á meðan á tökunum stóð.“ Myndin verður frumsýnd á netinu næstkomandi þriðjudag en verður einnig fáanleg á DVD. Framleiðendur myndarinnar eru Pétur K. Guðmundsson og Arnþór Tryggvason, sem einnig leikstýrði myndinni. Myndin verður einnig til sýningar í vélum Icelandair, rútum Grayline Iceland og skipum Eldingar. Iceland Aurora 4K from Iceland Aurora Films on Vimeo.
Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira