Norðurljósin heilluðu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2014 10:15 Snorra varð ekki meint af öllum þeim nóttum sem hann eyddi úti síðastliðinn vetur. VÍSIR/VALLI Snorri Þór Tryggvason er leikstjóri og framleiðandi myndarinnar Icelandic Aurora. Myndin er tekin upp á þriggja ára tímabili og er 27 mínútna löng. „Norðurljósin segja söguna, myndin skiptist upp í sjö kafla sem hver hefur sitt sjónræna þema.“ „Kaflarnir byrja allir á sólsetri og enda á sólarupprás. Þetta er okkar sýn á hina fullkomnu íslensku vetrarviku. Ég held reyndar að maður upplifi hana seint þar sem það tók okkur þrjú ár að taka þetta upp,“ segir Snorri og hlær. Í myndinni er 50 þúsund ljósmyndum skeytt saman og búið til svokallað „timelaps“-myndband. Tónlistin í myndinni er sérsamin af Yagya, Kajak og Pétri Jónssyni. „Hreyfingum norðurljósanna er fylgt eftir með tónum. Það gerir það að verkum að sögulaus saga er farin að vekja upp tilfinningar.“ Þetta er fyrsta kvikmynd Snorra Þórs en fram til þessa hefur ýmiss konar hönnun og ljósmyndun verið hans aðaláhugamál. „Ég varð fyrir miklum áhrifum frá vini mínum, Pétri K. Guðmundssyni. Við höfum lengi verið stærstu aðdáendur verka hvors annars og honum fannst kominn tími til að fá hreyfingu í myndirnar mínar. Svo var þetta bara svo ofboðslega fallegt að ég gat ekki hætt, það var bara svoleiðis.“ Tökurnar fóru að mestu fram á nóttunni og á 50 stöðum víðsvegar um landið. „Ég persónulega eyddi 89 nóttum úti síðasta vetur og svefnhringurinn minn er enn þá svolítið ringlaður,“ segir Snorri Þór sem sér samt ekki eftir neinu. „Þetta voru svolítið kaldar og langar setur en vel þess virði á endanum. Allt saman mjög fallegar skrifstofur." Tökurnar voru ekki alltaf dans á rósum þrátt fyrir að umhverfið hafi verið fallegt. „Þetta var erfitt af ýmsum ástæðum, sumt tók mjög langan tíma og svo getur verið erfitt að halda sér vakandi og það er víst frekar heilsuspillandi að sofna úti í frosti. Ég drakk mikið af kaffi, tei og heitu kakói á meðan á tökunum stóð.“ Myndin verður frumsýnd á netinu næstkomandi þriðjudag en verður einnig fáanleg á DVD. Framleiðendur myndarinnar eru Pétur K. Guðmundsson og Arnþór Tryggvason, sem einnig leikstýrði myndinni. Myndin verður einnig til sýningar í vélum Icelandair, rútum Grayline Iceland og skipum Eldingar. Iceland Aurora 4K from Iceland Aurora Films on Vimeo. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Snorri Þór Tryggvason er leikstjóri og framleiðandi myndarinnar Icelandic Aurora. Myndin er tekin upp á þriggja ára tímabili og er 27 mínútna löng. „Norðurljósin segja söguna, myndin skiptist upp í sjö kafla sem hver hefur sitt sjónræna þema.“ „Kaflarnir byrja allir á sólsetri og enda á sólarupprás. Þetta er okkar sýn á hina fullkomnu íslensku vetrarviku. Ég held reyndar að maður upplifi hana seint þar sem það tók okkur þrjú ár að taka þetta upp,“ segir Snorri og hlær. Í myndinni er 50 þúsund ljósmyndum skeytt saman og búið til svokallað „timelaps“-myndband. Tónlistin í myndinni er sérsamin af Yagya, Kajak og Pétri Jónssyni. „Hreyfingum norðurljósanna er fylgt eftir með tónum. Það gerir það að verkum að sögulaus saga er farin að vekja upp tilfinningar.“ Þetta er fyrsta kvikmynd Snorra Þórs en fram til þessa hefur ýmiss konar hönnun og ljósmyndun verið hans aðaláhugamál. „Ég varð fyrir miklum áhrifum frá vini mínum, Pétri K. Guðmundssyni. Við höfum lengi verið stærstu aðdáendur verka hvors annars og honum fannst kominn tími til að fá hreyfingu í myndirnar mínar. Svo var þetta bara svo ofboðslega fallegt að ég gat ekki hætt, það var bara svoleiðis.“ Tökurnar fóru að mestu fram á nóttunni og á 50 stöðum víðsvegar um landið. „Ég persónulega eyddi 89 nóttum úti síðasta vetur og svefnhringurinn minn er enn þá svolítið ringlaður,“ segir Snorri Þór sem sér samt ekki eftir neinu. „Þetta voru svolítið kaldar og langar setur en vel þess virði á endanum. Allt saman mjög fallegar skrifstofur." Tökurnar voru ekki alltaf dans á rósum þrátt fyrir að umhverfið hafi verið fallegt. „Þetta var erfitt af ýmsum ástæðum, sumt tók mjög langan tíma og svo getur verið erfitt að halda sér vakandi og það er víst frekar heilsuspillandi að sofna úti í frosti. Ég drakk mikið af kaffi, tei og heitu kakói á meðan á tökunum stóð.“ Myndin verður frumsýnd á netinu næstkomandi þriðjudag en verður einnig fáanleg á DVD. Framleiðendur myndarinnar eru Pétur K. Guðmundsson og Arnþór Tryggvason, sem einnig leikstýrði myndinni. Myndin verður einnig til sýningar í vélum Icelandair, rútum Grayline Iceland og skipum Eldingar. Iceland Aurora 4K from Iceland Aurora Films on Vimeo.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira