Auðkennisþjófar á Íslandi Helgi Teitur Helgason skrifar 20. nóvember 2014 06:00 Við sem á Íslandi búum höfum blessunarlega verið að mestu verið laus við þá ógn sem felst í þjófnaði á auðkennum og persónuupplýsingum, m.a. greiðsluupplýsingum. Fámenn þjóð hefur til þessa ekki vakið áhuga glæpamanna sem þessa rányrkju stunda. Hinsvegar virðist nú vera breyting orðin á. Það er því ástæða til vekja athygli almennings á þessari stöðu. Í sumar bárust fréttir af því að afritunarbúnaði hefði verið komið fyrir á hraðbönkum á Íslandi. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem slíkur búnaður finnst hérlendis, oftast hefur hann verið fremur viðvaningslegur þó breyting hafi orðið á því á síðustu árum. Afritunarbúnaðurinn sem uppgötvaðist í sumar var hinsvegar af fullkominni gerð. Þessi tegund þjófnaðar er þekkt víða um heim. Hún felst í því að stela greiðsluupplýsingum og persónuauðkennum greiðslukorthafa sem nota sjálfsafgreiðslutæki. Þetta geta verið hraðbankar, bensínsjálfsalar, stöðumælar og í raun öll tæki sem taka við greiðslu með greiðslukortum. Persónulegum greiðsluupplýsingum og pin-númerum notenda þessara tækja er stolið og þær seldar á netinu þeim sem áhuga hafa á að gera sér þær að féþúfu. Eftirspurnin eykst sífellt enda er fjarlægðin milli glæpamannanna og brotaþolanna mikil og óveruleg hætta á að þeir sem auðgast mest náist nokkru sinni. Framleiðendur öryggisbúnaðar fyrir sjálfsafgreiðslutæki þróa varnir gegn auðkennisþjófnaði af þessu tagi. Sú þróun er alltaf eftir á eðli málsins samkvæmt. Notendur geta samt viðhaft einfaldar varúðarráðstafanir sem gera þjófum ómögulegt að komast í fjármuni þeirra þrátt fyrir afritun og er rétt og skylt að vekja athygli á þeim.Vísbending Sjálfsafgreiðslutæki eiga alltaf að vera í fullkomnu lagi. Auðkennisþjófar eiga gjarnan við tækin með einhverjum hætti og eru biluð ljós á tækinu, losarabragur á því, utanáliggjandi snúrur eða annað óeðlilegt ástand þeirra gjarnan vísbending um að ekki sé allt með felldu. Raufin sem greiðslukorti er stungið í á alltaf að vera laus við aðskotahluti. Afritun greiðsluupplýsinga á sér stað með búnaði sem notendur renna greiðslukortum sínum í gegnum þegar þeir stinga kortinu í tækið. Hægt er að koma auga á afritunarbúnaðinn með því að kíkja inn í raufina og hann fer sjaldnast framhjá notendum sé hann til staðar. Auðkennisþjófar koma myndavélum fyrir á tækjunum til að taka upp pin-númer notenda, sem þeir para svo við greiðsluupplýsingar greiðslukortanna. Við innslátt pin-númers er góð regla að hylja lyklaborðið með veski eða lófa, þannig að ekki sé hægt að sjá hvaða tölur eru slegnar inn. Sem betur fer hefur fjárhagstjón vegna atvika af þessu tagi verið óverulegt til þessa. Óþægindi notenda þegar persónuauðkennum þeirra er stolið eru hinsvegar talsverð. Almenn vitund og mótaðgerðir eru til þess fallnar að auðkennisþjófnaður af þessu tagi mistakist og það er þannig með þessa þjófa, eins og aðra, að rýr árangur af verkum þeirra er besta vörnin gegn þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem á Íslandi búum höfum blessunarlega verið að mestu verið laus við þá ógn sem felst í þjófnaði á auðkennum og persónuupplýsingum, m.a. greiðsluupplýsingum. Fámenn þjóð hefur til þessa ekki vakið áhuga glæpamanna sem þessa rányrkju stunda. Hinsvegar virðist nú vera breyting orðin á. Það er því ástæða til vekja athygli almennings á þessari stöðu. Í sumar bárust fréttir af því að afritunarbúnaði hefði verið komið fyrir á hraðbönkum á Íslandi. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem slíkur búnaður finnst hérlendis, oftast hefur hann verið fremur viðvaningslegur þó breyting hafi orðið á því á síðustu árum. Afritunarbúnaðurinn sem uppgötvaðist í sumar var hinsvegar af fullkominni gerð. Þessi tegund þjófnaðar er þekkt víða um heim. Hún felst í því að stela greiðsluupplýsingum og persónuauðkennum greiðslukorthafa sem nota sjálfsafgreiðslutæki. Þetta geta verið hraðbankar, bensínsjálfsalar, stöðumælar og í raun öll tæki sem taka við greiðslu með greiðslukortum. Persónulegum greiðsluupplýsingum og pin-númerum notenda þessara tækja er stolið og þær seldar á netinu þeim sem áhuga hafa á að gera sér þær að féþúfu. Eftirspurnin eykst sífellt enda er fjarlægðin milli glæpamannanna og brotaþolanna mikil og óveruleg hætta á að þeir sem auðgast mest náist nokkru sinni. Framleiðendur öryggisbúnaðar fyrir sjálfsafgreiðslutæki þróa varnir gegn auðkennisþjófnaði af þessu tagi. Sú þróun er alltaf eftir á eðli málsins samkvæmt. Notendur geta samt viðhaft einfaldar varúðarráðstafanir sem gera þjófum ómögulegt að komast í fjármuni þeirra þrátt fyrir afritun og er rétt og skylt að vekja athygli á þeim.Vísbending Sjálfsafgreiðslutæki eiga alltaf að vera í fullkomnu lagi. Auðkennisþjófar eiga gjarnan við tækin með einhverjum hætti og eru biluð ljós á tækinu, losarabragur á því, utanáliggjandi snúrur eða annað óeðlilegt ástand þeirra gjarnan vísbending um að ekki sé allt með felldu. Raufin sem greiðslukorti er stungið í á alltaf að vera laus við aðskotahluti. Afritun greiðsluupplýsinga á sér stað með búnaði sem notendur renna greiðslukortum sínum í gegnum þegar þeir stinga kortinu í tækið. Hægt er að koma auga á afritunarbúnaðinn með því að kíkja inn í raufina og hann fer sjaldnast framhjá notendum sé hann til staðar. Auðkennisþjófar koma myndavélum fyrir á tækjunum til að taka upp pin-númer notenda, sem þeir para svo við greiðsluupplýsingar greiðslukortanna. Við innslátt pin-númers er góð regla að hylja lyklaborðið með veski eða lófa, þannig að ekki sé hægt að sjá hvaða tölur eru slegnar inn. Sem betur fer hefur fjárhagstjón vegna atvika af þessu tagi verið óverulegt til þessa. Óþægindi notenda þegar persónuauðkennum þeirra er stolið eru hinsvegar talsverð. Almenn vitund og mótaðgerðir eru til þess fallnar að auðkennisþjófnaður af þessu tagi mistakist og það er þannig með þessa þjófa, eins og aðra, að rýr árangur af verkum þeirra er besta vörnin gegn þeim.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar