Auðkennisþjófar á Íslandi Helgi Teitur Helgason skrifar 20. nóvember 2014 06:00 Við sem á Íslandi búum höfum blessunarlega verið að mestu verið laus við þá ógn sem felst í þjófnaði á auðkennum og persónuupplýsingum, m.a. greiðsluupplýsingum. Fámenn þjóð hefur til þessa ekki vakið áhuga glæpamanna sem þessa rányrkju stunda. Hinsvegar virðist nú vera breyting orðin á. Það er því ástæða til vekja athygli almennings á þessari stöðu. Í sumar bárust fréttir af því að afritunarbúnaði hefði verið komið fyrir á hraðbönkum á Íslandi. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem slíkur búnaður finnst hérlendis, oftast hefur hann verið fremur viðvaningslegur þó breyting hafi orðið á því á síðustu árum. Afritunarbúnaðurinn sem uppgötvaðist í sumar var hinsvegar af fullkominni gerð. Þessi tegund þjófnaðar er þekkt víða um heim. Hún felst í því að stela greiðsluupplýsingum og persónuauðkennum greiðslukorthafa sem nota sjálfsafgreiðslutæki. Þetta geta verið hraðbankar, bensínsjálfsalar, stöðumælar og í raun öll tæki sem taka við greiðslu með greiðslukortum. Persónulegum greiðsluupplýsingum og pin-númerum notenda þessara tækja er stolið og þær seldar á netinu þeim sem áhuga hafa á að gera sér þær að féþúfu. Eftirspurnin eykst sífellt enda er fjarlægðin milli glæpamannanna og brotaþolanna mikil og óveruleg hætta á að þeir sem auðgast mest náist nokkru sinni. Framleiðendur öryggisbúnaðar fyrir sjálfsafgreiðslutæki þróa varnir gegn auðkennisþjófnaði af þessu tagi. Sú þróun er alltaf eftir á eðli málsins samkvæmt. Notendur geta samt viðhaft einfaldar varúðarráðstafanir sem gera þjófum ómögulegt að komast í fjármuni þeirra þrátt fyrir afritun og er rétt og skylt að vekja athygli á þeim.Vísbending Sjálfsafgreiðslutæki eiga alltaf að vera í fullkomnu lagi. Auðkennisþjófar eiga gjarnan við tækin með einhverjum hætti og eru biluð ljós á tækinu, losarabragur á því, utanáliggjandi snúrur eða annað óeðlilegt ástand þeirra gjarnan vísbending um að ekki sé allt með felldu. Raufin sem greiðslukorti er stungið í á alltaf að vera laus við aðskotahluti. Afritun greiðsluupplýsinga á sér stað með búnaði sem notendur renna greiðslukortum sínum í gegnum þegar þeir stinga kortinu í tækið. Hægt er að koma auga á afritunarbúnaðinn með því að kíkja inn í raufina og hann fer sjaldnast framhjá notendum sé hann til staðar. Auðkennisþjófar koma myndavélum fyrir á tækjunum til að taka upp pin-númer notenda, sem þeir para svo við greiðsluupplýsingar greiðslukortanna. Við innslátt pin-númers er góð regla að hylja lyklaborðið með veski eða lófa, þannig að ekki sé hægt að sjá hvaða tölur eru slegnar inn. Sem betur fer hefur fjárhagstjón vegna atvika af þessu tagi verið óverulegt til þessa. Óþægindi notenda þegar persónuauðkennum þeirra er stolið eru hinsvegar talsverð. Almenn vitund og mótaðgerðir eru til þess fallnar að auðkennisþjófnaður af þessu tagi mistakist og það er þannig með þessa þjófa, eins og aðra, að rýr árangur af verkum þeirra er besta vörnin gegn þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem á Íslandi búum höfum blessunarlega verið að mestu verið laus við þá ógn sem felst í þjófnaði á auðkennum og persónuupplýsingum, m.a. greiðsluupplýsingum. Fámenn þjóð hefur til þessa ekki vakið áhuga glæpamanna sem þessa rányrkju stunda. Hinsvegar virðist nú vera breyting orðin á. Það er því ástæða til vekja athygli almennings á þessari stöðu. Í sumar bárust fréttir af því að afritunarbúnaði hefði verið komið fyrir á hraðbönkum á Íslandi. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem slíkur búnaður finnst hérlendis, oftast hefur hann verið fremur viðvaningslegur þó breyting hafi orðið á því á síðustu árum. Afritunarbúnaðurinn sem uppgötvaðist í sumar var hinsvegar af fullkominni gerð. Þessi tegund þjófnaðar er þekkt víða um heim. Hún felst í því að stela greiðsluupplýsingum og persónuauðkennum greiðslukorthafa sem nota sjálfsafgreiðslutæki. Þetta geta verið hraðbankar, bensínsjálfsalar, stöðumælar og í raun öll tæki sem taka við greiðslu með greiðslukortum. Persónulegum greiðsluupplýsingum og pin-númerum notenda þessara tækja er stolið og þær seldar á netinu þeim sem áhuga hafa á að gera sér þær að féþúfu. Eftirspurnin eykst sífellt enda er fjarlægðin milli glæpamannanna og brotaþolanna mikil og óveruleg hætta á að þeir sem auðgast mest náist nokkru sinni. Framleiðendur öryggisbúnaðar fyrir sjálfsafgreiðslutæki þróa varnir gegn auðkennisþjófnaði af þessu tagi. Sú þróun er alltaf eftir á eðli málsins samkvæmt. Notendur geta samt viðhaft einfaldar varúðarráðstafanir sem gera þjófum ómögulegt að komast í fjármuni þeirra þrátt fyrir afritun og er rétt og skylt að vekja athygli á þeim.Vísbending Sjálfsafgreiðslutæki eiga alltaf að vera í fullkomnu lagi. Auðkennisþjófar eiga gjarnan við tækin með einhverjum hætti og eru biluð ljós á tækinu, losarabragur á því, utanáliggjandi snúrur eða annað óeðlilegt ástand þeirra gjarnan vísbending um að ekki sé allt með felldu. Raufin sem greiðslukorti er stungið í á alltaf að vera laus við aðskotahluti. Afritun greiðsluupplýsinga á sér stað með búnaði sem notendur renna greiðslukortum sínum í gegnum þegar þeir stinga kortinu í tækið. Hægt er að koma auga á afritunarbúnaðinn með því að kíkja inn í raufina og hann fer sjaldnast framhjá notendum sé hann til staðar. Auðkennisþjófar koma myndavélum fyrir á tækjunum til að taka upp pin-númer notenda, sem þeir para svo við greiðsluupplýsingar greiðslukortanna. Við innslátt pin-númers er góð regla að hylja lyklaborðið með veski eða lófa, þannig að ekki sé hægt að sjá hvaða tölur eru slegnar inn. Sem betur fer hefur fjárhagstjón vegna atvika af þessu tagi verið óverulegt til þessa. Óþægindi notenda þegar persónuauðkennum þeirra er stolið eru hinsvegar talsverð. Almenn vitund og mótaðgerðir eru til þess fallnar að auðkennisþjófnaður af þessu tagi mistakist og það er þannig með þessa þjófa, eins og aðra, að rýr árangur af verkum þeirra er besta vörnin gegn þeim.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun