Einföld mótvægisaðgerð sem virkar Sigurjón Örn Þórsson skrifar 20. nóvember 2014 10:00 Flestir hafa sterkar skoðanir á hinum svokallaða matarskatti og þeirri hækkun sem blasir við heimilum landsins með tilkomu hans. Hækkun matvælaverðs er vissulega eitthvað sem öll heimili í landinu finna fyrir. Stjórnvöld hafa hins vegar ítrekað lýst því yfir að samhliða þeirri hækkun verði gripið til mótvægisaðgerða sem eigi að leiða til þess að heimilin í landinu finni lítið sem ekkert fyrir þeim aðgerðum. Ýmsar skattaútfærslur eru helst nefndar í þessu sambandi og sitt sýnist hverjum um gagnsemi þeirra. Sumar eiga að gagnast einum þjóðfélagshópi meir en öðrum, meðan aðrar koma betur við tekjuhærri hópa en þá tekjulægri. Ein hugmynd hefur þó ekki verið rædd, en það er einföld mótvægisaðgerð sem virkar. Hún felur í sér að virðisaukaskattur á fatnaði, skóm og fylgihlutum verði lækkaður niður í sama skattþrep og fyrirhugaður matarskattur, eða 12%. Fæstir átta sig á að stærsti söluaðili á fatnaði, skóm og fylgihlutum á Íslandi, starfrækir ekki einu sinni verslun á Íslandi. Fjármálaráðgjafafyrirtækið Meniga segir sænska risann H&M eiga þann heiður og það segir meira en margt annað um stöðu mála hér á landi. Íslendingar vilja hins vegar versla heima í héraði, heima á Íslandi og þessi breyting á virðisaukaskatti getur auðveldað það til muna. Ef virðisaukaskattur á fatnaði, skóm og fylgihlutum yrði lækkaður í 12%, yrði það afar stór aðgerð í þágu verslunar í landinu sem myndi óhjákvæmilega leiða til þess að fleiri keyptu sér föt hér á landi, sem þýddi að fleiri krónur yrðu eftir í íslenska hagkerfinu, fleiri störf yrðu til, skattgreiðslur til ríkisins yrðu hærri og svo mætti áfram telja. Síðast en ekki síst myndi þetta verða alvöru mótvægisaðgerð við hinn svonefnda matarskatt. Gagnrýndur þessarar leiðar gætu bent á að kostnaður við hana gæti verið í fyrsta kasti rúmir tveir milljarðar króna en því er til að svara að raunverulegur kostnaður yrði umtalsvert minni vegna áðurnefndrar keðjuverkunar. Þessar tekjur væri ríkið fljótt að ná inn til baka í aukinni veltu. Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt að leið sem ekki aðeins virkar til að bæta heimilum landsins upp aukakostnað við matarskattinn, þurfum ekki að fara í flóknar skattbreytingar. Við þurfum bara að lækka virðisaukann á fatnaði, skóm og fylgihlutum í 12% og þá blasir við einföld mótvægisaðgerð sem virkar. Það yrði ekki bara stór aðgerð fyrir verslunina í landinu, heldur ekki síður fyrir heimilin í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Flestir hafa sterkar skoðanir á hinum svokallaða matarskatti og þeirri hækkun sem blasir við heimilum landsins með tilkomu hans. Hækkun matvælaverðs er vissulega eitthvað sem öll heimili í landinu finna fyrir. Stjórnvöld hafa hins vegar ítrekað lýst því yfir að samhliða þeirri hækkun verði gripið til mótvægisaðgerða sem eigi að leiða til þess að heimilin í landinu finni lítið sem ekkert fyrir þeim aðgerðum. Ýmsar skattaútfærslur eru helst nefndar í þessu sambandi og sitt sýnist hverjum um gagnsemi þeirra. Sumar eiga að gagnast einum þjóðfélagshópi meir en öðrum, meðan aðrar koma betur við tekjuhærri hópa en þá tekjulægri. Ein hugmynd hefur þó ekki verið rædd, en það er einföld mótvægisaðgerð sem virkar. Hún felur í sér að virðisaukaskattur á fatnaði, skóm og fylgihlutum verði lækkaður niður í sama skattþrep og fyrirhugaður matarskattur, eða 12%. Fæstir átta sig á að stærsti söluaðili á fatnaði, skóm og fylgihlutum á Íslandi, starfrækir ekki einu sinni verslun á Íslandi. Fjármálaráðgjafafyrirtækið Meniga segir sænska risann H&M eiga þann heiður og það segir meira en margt annað um stöðu mála hér á landi. Íslendingar vilja hins vegar versla heima í héraði, heima á Íslandi og þessi breyting á virðisaukaskatti getur auðveldað það til muna. Ef virðisaukaskattur á fatnaði, skóm og fylgihlutum yrði lækkaður í 12%, yrði það afar stór aðgerð í þágu verslunar í landinu sem myndi óhjákvæmilega leiða til þess að fleiri keyptu sér föt hér á landi, sem þýddi að fleiri krónur yrðu eftir í íslenska hagkerfinu, fleiri störf yrðu til, skattgreiðslur til ríkisins yrðu hærri og svo mætti áfram telja. Síðast en ekki síst myndi þetta verða alvöru mótvægisaðgerð við hinn svonefnda matarskatt. Gagnrýndur þessarar leiðar gætu bent á að kostnaður við hana gæti verið í fyrsta kasti rúmir tveir milljarðar króna en því er til að svara að raunverulegur kostnaður yrði umtalsvert minni vegna áðurnefndrar keðjuverkunar. Þessar tekjur væri ríkið fljótt að ná inn til baka í aukinni veltu. Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt að leið sem ekki aðeins virkar til að bæta heimilum landsins upp aukakostnað við matarskattinn, þurfum ekki að fara í flóknar skattbreytingar. Við þurfum bara að lækka virðisaukann á fatnaði, skóm og fylgihlutum í 12% og þá blasir við einföld mótvægisaðgerð sem virkar. Það yrði ekki bara stór aðgerð fyrir verslunina í landinu, heldur ekki síður fyrir heimilin í landinu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun