Þarf að gera Ísland að verslunarlandi 18. nóvember 2014 11:00 Björg Ingadóttir Vísir/ Geir Ólafsson Í vor urðu kaflaskil í sögu Spaksmannsspjara, þegar Vala Torfadóttir hætti hjá fyrirtækinu og Björg Ingadóttir, hinn eigandinn, keypti hennar hlut. Aðspurð um breytingarnar segir hún þær helst vera á rekstri. „Hönnun er alltaf í þróun og ég sem hönnuður hugsa fyrst og fremst hvað má betur fara og að sjálfsögðu hvað er fallegt á viðskiptavininum, hvað vill hann eiga og hvað hann vill borga fyrir. Þetta þarf að ganga upp. Ég er áfram sá hönnuður og er alltaf að betrumbæta. Ef það tekst þá er ég ánægð,“ segir Björg. Bæði vegna umhverfissjónarmiða og fyrirspurna ætlar hún að bjóða viðskiptavinum, sem vilja skipta út eldri flíkum, að koma með vissar týpur aftur í sölu „Í fyrsta lagi er þetta umhverfissjónarmið, en fyrirspurnin er líka mikil eftir því sem er uppselt. Þetta gæti mögulega verið lausn, ég er bara í smá vandræðum vegna plássleysis, annars er ég komin með konseptið“ segir hún. „Það eru miklar breytingar í verslun og markaðssetningu, ekkert eins og var. Þú bíður ekkert við búðarborðið eftir að fá viðskiptavini inn,“ segir hún. Verslunareigendur eru að hennar mati aftarlega í netverslun og þá aðallega litlu fyrirtækin. „Ef þú ert að fara að kaupa einhvern hlut, þá skoðar þú fyrst á netinu, þótt þú kjósir að ganga frá kaupum í versluninni. Netverslanir eru nýju búðargluggarnir,“ segir Björg. Miðað við strauminn af ferðamönnum sem til landsins koma segir hún verslunina ekki aukast í samræmi við það. „Ef við erum ekki að standa okkur í markaðssetningunni þá seljum við ferðamönnum ekki nógu mikið. Þeir koma hingað til að skoða náttúruna og oftar en ekki fljúga þeir með lággjaldaflugfélögum, sem leyfa bara eina fimmtán kílóa tösku. Við þurfum að hugsa þetta nánar og lengra og útbúa eitthvað sem myndi ýta undir verslun, til dæmis ef aukataskan hjá flugfélögunum væri markaðssett betur. „Tax-free-taskan“ gæti þá haft áhrif,“ segir Björg. Hún segir alla þróun í verslun og markaðssetningu svo hraða, við getum gert miklu betur. „Íslendingar versla mikið í fríum erlendis, við verðum að ná ferðamönnum þegar þeir eru hér í fríum. Við erum bara svo ánægð yfir að einhver vilji koma og heimsækja landið, en við verðum að velja hver útkoman á að vera.“ Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Í vor urðu kaflaskil í sögu Spaksmannsspjara, þegar Vala Torfadóttir hætti hjá fyrirtækinu og Björg Ingadóttir, hinn eigandinn, keypti hennar hlut. Aðspurð um breytingarnar segir hún þær helst vera á rekstri. „Hönnun er alltaf í þróun og ég sem hönnuður hugsa fyrst og fremst hvað má betur fara og að sjálfsögðu hvað er fallegt á viðskiptavininum, hvað vill hann eiga og hvað hann vill borga fyrir. Þetta þarf að ganga upp. Ég er áfram sá hönnuður og er alltaf að betrumbæta. Ef það tekst þá er ég ánægð,“ segir Björg. Bæði vegna umhverfissjónarmiða og fyrirspurna ætlar hún að bjóða viðskiptavinum, sem vilja skipta út eldri flíkum, að koma með vissar týpur aftur í sölu „Í fyrsta lagi er þetta umhverfissjónarmið, en fyrirspurnin er líka mikil eftir því sem er uppselt. Þetta gæti mögulega verið lausn, ég er bara í smá vandræðum vegna plássleysis, annars er ég komin með konseptið“ segir hún. „Það eru miklar breytingar í verslun og markaðssetningu, ekkert eins og var. Þú bíður ekkert við búðarborðið eftir að fá viðskiptavini inn,“ segir hún. Verslunareigendur eru að hennar mati aftarlega í netverslun og þá aðallega litlu fyrirtækin. „Ef þú ert að fara að kaupa einhvern hlut, þá skoðar þú fyrst á netinu, þótt þú kjósir að ganga frá kaupum í versluninni. Netverslanir eru nýju búðargluggarnir,“ segir Björg. Miðað við strauminn af ferðamönnum sem til landsins koma segir hún verslunina ekki aukast í samræmi við það. „Ef við erum ekki að standa okkur í markaðssetningunni þá seljum við ferðamönnum ekki nógu mikið. Þeir koma hingað til að skoða náttúruna og oftar en ekki fljúga þeir með lággjaldaflugfélögum, sem leyfa bara eina fimmtán kílóa tösku. Við þurfum að hugsa þetta nánar og lengra og útbúa eitthvað sem myndi ýta undir verslun, til dæmis ef aukataskan hjá flugfélögunum væri markaðssett betur. „Tax-free-taskan“ gæti þá haft áhrif,“ segir Björg. Hún segir alla þróun í verslun og markaðssetningu svo hraða, við getum gert miklu betur. „Íslendingar versla mikið í fríum erlendis, við verðum að ná ferðamönnum þegar þeir eru hér í fríum. Við erum bara svo ánægð yfir að einhver vilji koma og heimsækja landið, en við verðum að velja hver útkoman á að vera.“
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira