Þarf að gera Ísland að verslunarlandi 18. nóvember 2014 11:00 Björg Ingadóttir Vísir/ Geir Ólafsson Í vor urðu kaflaskil í sögu Spaksmannsspjara, þegar Vala Torfadóttir hætti hjá fyrirtækinu og Björg Ingadóttir, hinn eigandinn, keypti hennar hlut. Aðspurð um breytingarnar segir hún þær helst vera á rekstri. „Hönnun er alltaf í þróun og ég sem hönnuður hugsa fyrst og fremst hvað má betur fara og að sjálfsögðu hvað er fallegt á viðskiptavininum, hvað vill hann eiga og hvað hann vill borga fyrir. Þetta þarf að ganga upp. Ég er áfram sá hönnuður og er alltaf að betrumbæta. Ef það tekst þá er ég ánægð,“ segir Björg. Bæði vegna umhverfissjónarmiða og fyrirspurna ætlar hún að bjóða viðskiptavinum, sem vilja skipta út eldri flíkum, að koma með vissar týpur aftur í sölu „Í fyrsta lagi er þetta umhverfissjónarmið, en fyrirspurnin er líka mikil eftir því sem er uppselt. Þetta gæti mögulega verið lausn, ég er bara í smá vandræðum vegna plássleysis, annars er ég komin með konseptið“ segir hún. „Það eru miklar breytingar í verslun og markaðssetningu, ekkert eins og var. Þú bíður ekkert við búðarborðið eftir að fá viðskiptavini inn,“ segir hún. Verslunareigendur eru að hennar mati aftarlega í netverslun og þá aðallega litlu fyrirtækin. „Ef þú ert að fara að kaupa einhvern hlut, þá skoðar þú fyrst á netinu, þótt þú kjósir að ganga frá kaupum í versluninni. Netverslanir eru nýju búðargluggarnir,“ segir Björg. Miðað við strauminn af ferðamönnum sem til landsins koma segir hún verslunina ekki aukast í samræmi við það. „Ef við erum ekki að standa okkur í markaðssetningunni þá seljum við ferðamönnum ekki nógu mikið. Þeir koma hingað til að skoða náttúruna og oftar en ekki fljúga þeir með lággjaldaflugfélögum, sem leyfa bara eina fimmtán kílóa tösku. Við þurfum að hugsa þetta nánar og lengra og útbúa eitthvað sem myndi ýta undir verslun, til dæmis ef aukataskan hjá flugfélögunum væri markaðssett betur. „Tax-free-taskan“ gæti þá haft áhrif,“ segir Björg. Hún segir alla þróun í verslun og markaðssetningu svo hraða, við getum gert miklu betur. „Íslendingar versla mikið í fríum erlendis, við verðum að ná ferðamönnum þegar þeir eru hér í fríum. Við erum bara svo ánægð yfir að einhver vilji koma og heimsækja landið, en við verðum að velja hver útkoman á að vera.“ Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Lífið samstarf Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fleiri fréttir Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan fór út blautbolakeppni Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Sjá meira
Í vor urðu kaflaskil í sögu Spaksmannsspjara, þegar Vala Torfadóttir hætti hjá fyrirtækinu og Björg Ingadóttir, hinn eigandinn, keypti hennar hlut. Aðspurð um breytingarnar segir hún þær helst vera á rekstri. „Hönnun er alltaf í þróun og ég sem hönnuður hugsa fyrst og fremst hvað má betur fara og að sjálfsögðu hvað er fallegt á viðskiptavininum, hvað vill hann eiga og hvað hann vill borga fyrir. Þetta þarf að ganga upp. Ég er áfram sá hönnuður og er alltaf að betrumbæta. Ef það tekst þá er ég ánægð,“ segir Björg. Bæði vegna umhverfissjónarmiða og fyrirspurna ætlar hún að bjóða viðskiptavinum, sem vilja skipta út eldri flíkum, að koma með vissar týpur aftur í sölu „Í fyrsta lagi er þetta umhverfissjónarmið, en fyrirspurnin er líka mikil eftir því sem er uppselt. Þetta gæti mögulega verið lausn, ég er bara í smá vandræðum vegna plássleysis, annars er ég komin með konseptið“ segir hún. „Það eru miklar breytingar í verslun og markaðssetningu, ekkert eins og var. Þú bíður ekkert við búðarborðið eftir að fá viðskiptavini inn,“ segir hún. Verslunareigendur eru að hennar mati aftarlega í netverslun og þá aðallega litlu fyrirtækin. „Ef þú ert að fara að kaupa einhvern hlut, þá skoðar þú fyrst á netinu, þótt þú kjósir að ganga frá kaupum í versluninni. Netverslanir eru nýju búðargluggarnir,“ segir Björg. Miðað við strauminn af ferðamönnum sem til landsins koma segir hún verslunina ekki aukast í samræmi við það. „Ef við erum ekki að standa okkur í markaðssetningunni þá seljum við ferðamönnum ekki nógu mikið. Þeir koma hingað til að skoða náttúruna og oftar en ekki fljúga þeir með lággjaldaflugfélögum, sem leyfa bara eina fimmtán kílóa tösku. Við þurfum að hugsa þetta nánar og lengra og útbúa eitthvað sem myndi ýta undir verslun, til dæmis ef aukataskan hjá flugfélögunum væri markaðssett betur. „Tax-free-taskan“ gæti þá haft áhrif,“ segir Björg. Hún segir alla þróun í verslun og markaðssetningu svo hraða, við getum gert miklu betur. „Íslendingar versla mikið í fríum erlendis, við verðum að ná ferðamönnum þegar þeir eru hér í fríum. Við erum bara svo ánægð yfir að einhver vilji koma og heimsækja landið, en við verðum að velja hver útkoman á að vera.“
Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Lífið samstarf Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fleiri fréttir Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan fór út blautbolakeppni Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Sjá meira