Þarf að gera Ísland að verslunarlandi 18. nóvember 2014 11:00 Björg Ingadóttir Vísir/ Geir Ólafsson Í vor urðu kaflaskil í sögu Spaksmannsspjara, þegar Vala Torfadóttir hætti hjá fyrirtækinu og Björg Ingadóttir, hinn eigandinn, keypti hennar hlut. Aðspurð um breytingarnar segir hún þær helst vera á rekstri. „Hönnun er alltaf í þróun og ég sem hönnuður hugsa fyrst og fremst hvað má betur fara og að sjálfsögðu hvað er fallegt á viðskiptavininum, hvað vill hann eiga og hvað hann vill borga fyrir. Þetta þarf að ganga upp. Ég er áfram sá hönnuður og er alltaf að betrumbæta. Ef það tekst þá er ég ánægð,“ segir Björg. Bæði vegna umhverfissjónarmiða og fyrirspurna ætlar hún að bjóða viðskiptavinum, sem vilja skipta út eldri flíkum, að koma með vissar týpur aftur í sölu „Í fyrsta lagi er þetta umhverfissjónarmið, en fyrirspurnin er líka mikil eftir því sem er uppselt. Þetta gæti mögulega verið lausn, ég er bara í smá vandræðum vegna plássleysis, annars er ég komin með konseptið“ segir hún. „Það eru miklar breytingar í verslun og markaðssetningu, ekkert eins og var. Þú bíður ekkert við búðarborðið eftir að fá viðskiptavini inn,“ segir hún. Verslunareigendur eru að hennar mati aftarlega í netverslun og þá aðallega litlu fyrirtækin. „Ef þú ert að fara að kaupa einhvern hlut, þá skoðar þú fyrst á netinu, þótt þú kjósir að ganga frá kaupum í versluninni. Netverslanir eru nýju búðargluggarnir,“ segir Björg. Miðað við strauminn af ferðamönnum sem til landsins koma segir hún verslunina ekki aukast í samræmi við það. „Ef við erum ekki að standa okkur í markaðssetningunni þá seljum við ferðamönnum ekki nógu mikið. Þeir koma hingað til að skoða náttúruna og oftar en ekki fljúga þeir með lággjaldaflugfélögum, sem leyfa bara eina fimmtán kílóa tösku. Við þurfum að hugsa þetta nánar og lengra og útbúa eitthvað sem myndi ýta undir verslun, til dæmis ef aukataskan hjá flugfélögunum væri markaðssett betur. „Tax-free-taskan“ gæti þá haft áhrif,“ segir Björg. Hún segir alla þróun í verslun og markaðssetningu svo hraða, við getum gert miklu betur. „Íslendingar versla mikið í fríum erlendis, við verðum að ná ferðamönnum þegar þeir eru hér í fríum. Við erum bara svo ánægð yfir að einhver vilji koma og heimsækja landið, en við verðum að velja hver útkoman á að vera.“ Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Í vor urðu kaflaskil í sögu Spaksmannsspjara, þegar Vala Torfadóttir hætti hjá fyrirtækinu og Björg Ingadóttir, hinn eigandinn, keypti hennar hlut. Aðspurð um breytingarnar segir hún þær helst vera á rekstri. „Hönnun er alltaf í þróun og ég sem hönnuður hugsa fyrst og fremst hvað má betur fara og að sjálfsögðu hvað er fallegt á viðskiptavininum, hvað vill hann eiga og hvað hann vill borga fyrir. Þetta þarf að ganga upp. Ég er áfram sá hönnuður og er alltaf að betrumbæta. Ef það tekst þá er ég ánægð,“ segir Björg. Bæði vegna umhverfissjónarmiða og fyrirspurna ætlar hún að bjóða viðskiptavinum, sem vilja skipta út eldri flíkum, að koma með vissar týpur aftur í sölu „Í fyrsta lagi er þetta umhverfissjónarmið, en fyrirspurnin er líka mikil eftir því sem er uppselt. Þetta gæti mögulega verið lausn, ég er bara í smá vandræðum vegna plássleysis, annars er ég komin með konseptið“ segir hún. „Það eru miklar breytingar í verslun og markaðssetningu, ekkert eins og var. Þú bíður ekkert við búðarborðið eftir að fá viðskiptavini inn,“ segir hún. Verslunareigendur eru að hennar mati aftarlega í netverslun og þá aðallega litlu fyrirtækin. „Ef þú ert að fara að kaupa einhvern hlut, þá skoðar þú fyrst á netinu, þótt þú kjósir að ganga frá kaupum í versluninni. Netverslanir eru nýju búðargluggarnir,“ segir Björg. Miðað við strauminn af ferðamönnum sem til landsins koma segir hún verslunina ekki aukast í samræmi við það. „Ef við erum ekki að standa okkur í markaðssetningunni þá seljum við ferðamönnum ekki nógu mikið. Þeir koma hingað til að skoða náttúruna og oftar en ekki fljúga þeir með lággjaldaflugfélögum, sem leyfa bara eina fimmtán kílóa tösku. Við þurfum að hugsa þetta nánar og lengra og útbúa eitthvað sem myndi ýta undir verslun, til dæmis ef aukataskan hjá flugfélögunum væri markaðssett betur. „Tax-free-taskan“ gæti þá haft áhrif,“ segir Björg. Hún segir alla þróun í verslun og markaðssetningu svo hraða, við getum gert miklu betur. „Íslendingar versla mikið í fríum erlendis, við verðum að ná ferðamönnum þegar þeir eru hér í fríum. Við erum bara svo ánægð yfir að einhver vilji koma og heimsækja landið, en við verðum að velja hver útkoman á að vera.“
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira