Fagmennska fram í fingurgóma Stefán Hrafn Jónsson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Í eitt skipti sem ég var að breyta um lífsstíl ákvað ég að verðlauna mig fyrir vel heppnaða viku með því að kaupa íslenska tónlist á hverjum föstudegi. Á nokkrum mánuðum komst ég í mun betra form og safn mitt af gæða geisladiskum stækkaði verulega. Þegar ég spila þessa ágætu diska velti ég oft fyrir mér hvernig svona fámenn þjóð eins og við getum haldið úti svona hágæða tónlistarlífi. Íslenskir tónlistarmenn hafa í áratugi gefið út hágæða efni, sumt skemmtilegra en annað, en jafnvel tónlist sem mér finnst minna skemmtileg ber öll merki mikillar fagmennsku. Þó ég geti afar lítið spilað sjálfur á hljóðfæri og enn minna sungið þá sé ég fagmennskuna skína af hverju strái tónlistarakursins. Fagmennsku sem ýmsar stéttir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Fagmennskan sést ekki aðeins á öflugu diskasafni síðustu ára heldur blómstrar fagmennskan á ýmsum viðburðum, hátíðum, tónleikum, leikritum, bæjarhátíðum, útvarpi, sjónvarpi og víðar. Ég spái stundum í því hvernig samfélagið væri ef við hefðum enga tónlist í eina viku. Aðeins dauðaþögn eða hávaði.Hvaðan kemur þessi fagmennska? Við getum auðvitað leitað skýringa í menningu og sögu, en það dugar skammt. Skýringarnar hljóta að liggja að stórum hluta nær. Auðvitað býr fagmennskan í öflugu, hæfileikaríku tónlistarfólki og fólki í tengdum greinum sem leggur alúð við það sem það gerir. En verandi hluti af samfélagi sem metur menntun afar mikils þá hljótum við einnig að sjá að öflugt tónlistarskólakerfi er órjúfanleg og í raun meginstoð í þeirri fagmennsku sem hér hefur verið byggð upp. Án þess að hafa lesið rannsóknir sem styðja þá ályktun mína þá blasir það við mér. Svona heilsteypt, fjölbreytt og viðvarandi fagmennska er ekki að öllu leyti sjálfsprottin.Hvaða gildi liggja að baki? Það vekur því mikla furðu að heyra fréttir af því að tónlistarkennarar fái mun lægri laun en aðrir kennarar í Kennarasambandi Íslands. Mun lægri laun en grunnskólakennarar sem eru langt frá því að vera ofaldir. Hvaða gildi liggja þar að baki? Hvaða rök liggja að baki þeirri ákvörðun að greiða einni stétt kennara muna lakari kjör en öllum öðrum? Verkfall tónlistarkennara stoppar líklega ekki svokölluð hjól atvinnulífsins á sama hátt verkfall flugmanna gerir. En hvaða áhrif hefur kjaradeilan til lengri tíma? Viljum við sem samfélag ýta tónlistarkennurum í önnur störf, bara losna við þá alla? Eða viljum við halda áfram að fá fagmenn til að kenna börnunum okkur en ekki borga þeim nema brot af launum annarra kennara?Hvað kýst þú? Viðsemjendur tónlistarkennara eru ekki bara einhver nefnd sem vinnur í tómarúmi án þess að það komi okkur við. Viðsemjendur eru fulltrúar okkar, þeir vinna fyrir okkur til að byggja áfram upp betra samfélag. Hefur þú sagt stjórn þíns sveitarfélags hvað þú vilt? Hvort heldur sem við eigum börn í tónlistarnámi eða ekki þá hljótum við að styðja kjarakröfur tónlistarkennara. Það er ekki boðlegt að þessi deila verði áfram óleyst. Látum í okkur heyra, styðjum fagmennsku og leyfum börnunum og tónlistinni að blómstra áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Í eitt skipti sem ég var að breyta um lífsstíl ákvað ég að verðlauna mig fyrir vel heppnaða viku með því að kaupa íslenska tónlist á hverjum föstudegi. Á nokkrum mánuðum komst ég í mun betra form og safn mitt af gæða geisladiskum stækkaði verulega. Þegar ég spila þessa ágætu diska velti ég oft fyrir mér hvernig svona fámenn þjóð eins og við getum haldið úti svona hágæða tónlistarlífi. Íslenskir tónlistarmenn hafa í áratugi gefið út hágæða efni, sumt skemmtilegra en annað, en jafnvel tónlist sem mér finnst minna skemmtileg ber öll merki mikillar fagmennsku. Þó ég geti afar lítið spilað sjálfur á hljóðfæri og enn minna sungið þá sé ég fagmennskuna skína af hverju strái tónlistarakursins. Fagmennsku sem ýmsar stéttir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Fagmennskan sést ekki aðeins á öflugu diskasafni síðustu ára heldur blómstrar fagmennskan á ýmsum viðburðum, hátíðum, tónleikum, leikritum, bæjarhátíðum, útvarpi, sjónvarpi og víðar. Ég spái stundum í því hvernig samfélagið væri ef við hefðum enga tónlist í eina viku. Aðeins dauðaþögn eða hávaði.Hvaðan kemur þessi fagmennska? Við getum auðvitað leitað skýringa í menningu og sögu, en það dugar skammt. Skýringarnar hljóta að liggja að stórum hluta nær. Auðvitað býr fagmennskan í öflugu, hæfileikaríku tónlistarfólki og fólki í tengdum greinum sem leggur alúð við það sem það gerir. En verandi hluti af samfélagi sem metur menntun afar mikils þá hljótum við einnig að sjá að öflugt tónlistarskólakerfi er órjúfanleg og í raun meginstoð í þeirri fagmennsku sem hér hefur verið byggð upp. Án þess að hafa lesið rannsóknir sem styðja þá ályktun mína þá blasir það við mér. Svona heilsteypt, fjölbreytt og viðvarandi fagmennska er ekki að öllu leyti sjálfsprottin.Hvaða gildi liggja að baki? Það vekur því mikla furðu að heyra fréttir af því að tónlistarkennarar fái mun lægri laun en aðrir kennarar í Kennarasambandi Íslands. Mun lægri laun en grunnskólakennarar sem eru langt frá því að vera ofaldir. Hvaða gildi liggja þar að baki? Hvaða rök liggja að baki þeirri ákvörðun að greiða einni stétt kennara muna lakari kjör en öllum öðrum? Verkfall tónlistarkennara stoppar líklega ekki svokölluð hjól atvinnulífsins á sama hátt verkfall flugmanna gerir. En hvaða áhrif hefur kjaradeilan til lengri tíma? Viljum við sem samfélag ýta tónlistarkennurum í önnur störf, bara losna við þá alla? Eða viljum við halda áfram að fá fagmenn til að kenna börnunum okkur en ekki borga þeim nema brot af launum annarra kennara?Hvað kýst þú? Viðsemjendur tónlistarkennara eru ekki bara einhver nefnd sem vinnur í tómarúmi án þess að það komi okkur við. Viðsemjendur eru fulltrúar okkar, þeir vinna fyrir okkur til að byggja áfram upp betra samfélag. Hefur þú sagt stjórn þíns sveitarfélags hvað þú vilt? Hvort heldur sem við eigum börn í tónlistarnámi eða ekki þá hljótum við að styðja kjarakröfur tónlistarkennara. Það er ekki boðlegt að þessi deila verði áfram óleyst. Látum í okkur heyra, styðjum fagmennsku og leyfum börnunum og tónlistinni að blómstra áfram.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun