Fagmennska fram í fingurgóma Stefán Hrafn Jónsson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Í eitt skipti sem ég var að breyta um lífsstíl ákvað ég að verðlauna mig fyrir vel heppnaða viku með því að kaupa íslenska tónlist á hverjum föstudegi. Á nokkrum mánuðum komst ég í mun betra form og safn mitt af gæða geisladiskum stækkaði verulega. Þegar ég spila þessa ágætu diska velti ég oft fyrir mér hvernig svona fámenn þjóð eins og við getum haldið úti svona hágæða tónlistarlífi. Íslenskir tónlistarmenn hafa í áratugi gefið út hágæða efni, sumt skemmtilegra en annað, en jafnvel tónlist sem mér finnst minna skemmtileg ber öll merki mikillar fagmennsku. Þó ég geti afar lítið spilað sjálfur á hljóðfæri og enn minna sungið þá sé ég fagmennskuna skína af hverju strái tónlistarakursins. Fagmennsku sem ýmsar stéttir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Fagmennskan sést ekki aðeins á öflugu diskasafni síðustu ára heldur blómstrar fagmennskan á ýmsum viðburðum, hátíðum, tónleikum, leikritum, bæjarhátíðum, útvarpi, sjónvarpi og víðar. Ég spái stundum í því hvernig samfélagið væri ef við hefðum enga tónlist í eina viku. Aðeins dauðaþögn eða hávaði.Hvaðan kemur þessi fagmennska? Við getum auðvitað leitað skýringa í menningu og sögu, en það dugar skammt. Skýringarnar hljóta að liggja að stórum hluta nær. Auðvitað býr fagmennskan í öflugu, hæfileikaríku tónlistarfólki og fólki í tengdum greinum sem leggur alúð við það sem það gerir. En verandi hluti af samfélagi sem metur menntun afar mikils þá hljótum við einnig að sjá að öflugt tónlistarskólakerfi er órjúfanleg og í raun meginstoð í þeirri fagmennsku sem hér hefur verið byggð upp. Án þess að hafa lesið rannsóknir sem styðja þá ályktun mína þá blasir það við mér. Svona heilsteypt, fjölbreytt og viðvarandi fagmennska er ekki að öllu leyti sjálfsprottin.Hvaða gildi liggja að baki? Það vekur því mikla furðu að heyra fréttir af því að tónlistarkennarar fái mun lægri laun en aðrir kennarar í Kennarasambandi Íslands. Mun lægri laun en grunnskólakennarar sem eru langt frá því að vera ofaldir. Hvaða gildi liggja þar að baki? Hvaða rök liggja að baki þeirri ákvörðun að greiða einni stétt kennara muna lakari kjör en öllum öðrum? Verkfall tónlistarkennara stoppar líklega ekki svokölluð hjól atvinnulífsins á sama hátt verkfall flugmanna gerir. En hvaða áhrif hefur kjaradeilan til lengri tíma? Viljum við sem samfélag ýta tónlistarkennurum í önnur störf, bara losna við þá alla? Eða viljum við halda áfram að fá fagmenn til að kenna börnunum okkur en ekki borga þeim nema brot af launum annarra kennara?Hvað kýst þú? Viðsemjendur tónlistarkennara eru ekki bara einhver nefnd sem vinnur í tómarúmi án þess að það komi okkur við. Viðsemjendur eru fulltrúar okkar, þeir vinna fyrir okkur til að byggja áfram upp betra samfélag. Hefur þú sagt stjórn þíns sveitarfélags hvað þú vilt? Hvort heldur sem við eigum börn í tónlistarnámi eða ekki þá hljótum við að styðja kjarakröfur tónlistarkennara. Það er ekki boðlegt að þessi deila verði áfram óleyst. Látum í okkur heyra, styðjum fagmennsku og leyfum börnunum og tónlistinni að blómstra áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í eitt skipti sem ég var að breyta um lífsstíl ákvað ég að verðlauna mig fyrir vel heppnaða viku með því að kaupa íslenska tónlist á hverjum föstudegi. Á nokkrum mánuðum komst ég í mun betra form og safn mitt af gæða geisladiskum stækkaði verulega. Þegar ég spila þessa ágætu diska velti ég oft fyrir mér hvernig svona fámenn þjóð eins og við getum haldið úti svona hágæða tónlistarlífi. Íslenskir tónlistarmenn hafa í áratugi gefið út hágæða efni, sumt skemmtilegra en annað, en jafnvel tónlist sem mér finnst minna skemmtileg ber öll merki mikillar fagmennsku. Þó ég geti afar lítið spilað sjálfur á hljóðfæri og enn minna sungið þá sé ég fagmennskuna skína af hverju strái tónlistarakursins. Fagmennsku sem ýmsar stéttir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Fagmennskan sést ekki aðeins á öflugu diskasafni síðustu ára heldur blómstrar fagmennskan á ýmsum viðburðum, hátíðum, tónleikum, leikritum, bæjarhátíðum, útvarpi, sjónvarpi og víðar. Ég spái stundum í því hvernig samfélagið væri ef við hefðum enga tónlist í eina viku. Aðeins dauðaþögn eða hávaði.Hvaðan kemur þessi fagmennska? Við getum auðvitað leitað skýringa í menningu og sögu, en það dugar skammt. Skýringarnar hljóta að liggja að stórum hluta nær. Auðvitað býr fagmennskan í öflugu, hæfileikaríku tónlistarfólki og fólki í tengdum greinum sem leggur alúð við það sem það gerir. En verandi hluti af samfélagi sem metur menntun afar mikils þá hljótum við einnig að sjá að öflugt tónlistarskólakerfi er órjúfanleg og í raun meginstoð í þeirri fagmennsku sem hér hefur verið byggð upp. Án þess að hafa lesið rannsóknir sem styðja þá ályktun mína þá blasir það við mér. Svona heilsteypt, fjölbreytt og viðvarandi fagmennska er ekki að öllu leyti sjálfsprottin.Hvaða gildi liggja að baki? Það vekur því mikla furðu að heyra fréttir af því að tónlistarkennarar fái mun lægri laun en aðrir kennarar í Kennarasambandi Íslands. Mun lægri laun en grunnskólakennarar sem eru langt frá því að vera ofaldir. Hvaða gildi liggja þar að baki? Hvaða rök liggja að baki þeirri ákvörðun að greiða einni stétt kennara muna lakari kjör en öllum öðrum? Verkfall tónlistarkennara stoppar líklega ekki svokölluð hjól atvinnulífsins á sama hátt verkfall flugmanna gerir. En hvaða áhrif hefur kjaradeilan til lengri tíma? Viljum við sem samfélag ýta tónlistarkennurum í önnur störf, bara losna við þá alla? Eða viljum við halda áfram að fá fagmenn til að kenna börnunum okkur en ekki borga þeim nema brot af launum annarra kennara?Hvað kýst þú? Viðsemjendur tónlistarkennara eru ekki bara einhver nefnd sem vinnur í tómarúmi án þess að það komi okkur við. Viðsemjendur eru fulltrúar okkar, þeir vinna fyrir okkur til að byggja áfram upp betra samfélag. Hefur þú sagt stjórn þíns sveitarfélags hvað þú vilt? Hvort heldur sem við eigum börn í tónlistarnámi eða ekki þá hljótum við að styðja kjarakröfur tónlistarkennara. Það er ekki boðlegt að þessi deila verði áfram óleyst. Látum í okkur heyra, styðjum fagmennsku og leyfum börnunum og tónlistinni að blómstra áfram.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar