Fagmennska fram í fingurgóma Stefán Hrafn Jónsson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Í eitt skipti sem ég var að breyta um lífsstíl ákvað ég að verðlauna mig fyrir vel heppnaða viku með því að kaupa íslenska tónlist á hverjum föstudegi. Á nokkrum mánuðum komst ég í mun betra form og safn mitt af gæða geisladiskum stækkaði verulega. Þegar ég spila þessa ágætu diska velti ég oft fyrir mér hvernig svona fámenn þjóð eins og við getum haldið úti svona hágæða tónlistarlífi. Íslenskir tónlistarmenn hafa í áratugi gefið út hágæða efni, sumt skemmtilegra en annað, en jafnvel tónlist sem mér finnst minna skemmtileg ber öll merki mikillar fagmennsku. Þó ég geti afar lítið spilað sjálfur á hljóðfæri og enn minna sungið þá sé ég fagmennskuna skína af hverju strái tónlistarakursins. Fagmennsku sem ýmsar stéttir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Fagmennskan sést ekki aðeins á öflugu diskasafni síðustu ára heldur blómstrar fagmennskan á ýmsum viðburðum, hátíðum, tónleikum, leikritum, bæjarhátíðum, útvarpi, sjónvarpi og víðar. Ég spái stundum í því hvernig samfélagið væri ef við hefðum enga tónlist í eina viku. Aðeins dauðaþögn eða hávaði.Hvaðan kemur þessi fagmennska? Við getum auðvitað leitað skýringa í menningu og sögu, en það dugar skammt. Skýringarnar hljóta að liggja að stórum hluta nær. Auðvitað býr fagmennskan í öflugu, hæfileikaríku tónlistarfólki og fólki í tengdum greinum sem leggur alúð við það sem það gerir. En verandi hluti af samfélagi sem metur menntun afar mikils þá hljótum við einnig að sjá að öflugt tónlistarskólakerfi er órjúfanleg og í raun meginstoð í þeirri fagmennsku sem hér hefur verið byggð upp. Án þess að hafa lesið rannsóknir sem styðja þá ályktun mína þá blasir það við mér. Svona heilsteypt, fjölbreytt og viðvarandi fagmennska er ekki að öllu leyti sjálfsprottin.Hvaða gildi liggja að baki? Það vekur því mikla furðu að heyra fréttir af því að tónlistarkennarar fái mun lægri laun en aðrir kennarar í Kennarasambandi Íslands. Mun lægri laun en grunnskólakennarar sem eru langt frá því að vera ofaldir. Hvaða gildi liggja þar að baki? Hvaða rök liggja að baki þeirri ákvörðun að greiða einni stétt kennara muna lakari kjör en öllum öðrum? Verkfall tónlistarkennara stoppar líklega ekki svokölluð hjól atvinnulífsins á sama hátt verkfall flugmanna gerir. En hvaða áhrif hefur kjaradeilan til lengri tíma? Viljum við sem samfélag ýta tónlistarkennurum í önnur störf, bara losna við þá alla? Eða viljum við halda áfram að fá fagmenn til að kenna börnunum okkur en ekki borga þeim nema brot af launum annarra kennara?Hvað kýst þú? Viðsemjendur tónlistarkennara eru ekki bara einhver nefnd sem vinnur í tómarúmi án þess að það komi okkur við. Viðsemjendur eru fulltrúar okkar, þeir vinna fyrir okkur til að byggja áfram upp betra samfélag. Hefur þú sagt stjórn þíns sveitarfélags hvað þú vilt? Hvort heldur sem við eigum börn í tónlistarnámi eða ekki þá hljótum við að styðja kjarakröfur tónlistarkennara. Það er ekki boðlegt að þessi deila verði áfram óleyst. Látum í okkur heyra, styðjum fagmennsku og leyfum börnunum og tónlistinni að blómstra áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í eitt skipti sem ég var að breyta um lífsstíl ákvað ég að verðlauna mig fyrir vel heppnaða viku með því að kaupa íslenska tónlist á hverjum föstudegi. Á nokkrum mánuðum komst ég í mun betra form og safn mitt af gæða geisladiskum stækkaði verulega. Þegar ég spila þessa ágætu diska velti ég oft fyrir mér hvernig svona fámenn þjóð eins og við getum haldið úti svona hágæða tónlistarlífi. Íslenskir tónlistarmenn hafa í áratugi gefið út hágæða efni, sumt skemmtilegra en annað, en jafnvel tónlist sem mér finnst minna skemmtileg ber öll merki mikillar fagmennsku. Þó ég geti afar lítið spilað sjálfur á hljóðfæri og enn minna sungið þá sé ég fagmennskuna skína af hverju strái tónlistarakursins. Fagmennsku sem ýmsar stéttir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Fagmennskan sést ekki aðeins á öflugu diskasafni síðustu ára heldur blómstrar fagmennskan á ýmsum viðburðum, hátíðum, tónleikum, leikritum, bæjarhátíðum, útvarpi, sjónvarpi og víðar. Ég spái stundum í því hvernig samfélagið væri ef við hefðum enga tónlist í eina viku. Aðeins dauðaþögn eða hávaði.Hvaðan kemur þessi fagmennska? Við getum auðvitað leitað skýringa í menningu og sögu, en það dugar skammt. Skýringarnar hljóta að liggja að stórum hluta nær. Auðvitað býr fagmennskan í öflugu, hæfileikaríku tónlistarfólki og fólki í tengdum greinum sem leggur alúð við það sem það gerir. En verandi hluti af samfélagi sem metur menntun afar mikils þá hljótum við einnig að sjá að öflugt tónlistarskólakerfi er órjúfanleg og í raun meginstoð í þeirri fagmennsku sem hér hefur verið byggð upp. Án þess að hafa lesið rannsóknir sem styðja þá ályktun mína þá blasir það við mér. Svona heilsteypt, fjölbreytt og viðvarandi fagmennska er ekki að öllu leyti sjálfsprottin.Hvaða gildi liggja að baki? Það vekur því mikla furðu að heyra fréttir af því að tónlistarkennarar fái mun lægri laun en aðrir kennarar í Kennarasambandi Íslands. Mun lægri laun en grunnskólakennarar sem eru langt frá því að vera ofaldir. Hvaða gildi liggja þar að baki? Hvaða rök liggja að baki þeirri ákvörðun að greiða einni stétt kennara muna lakari kjör en öllum öðrum? Verkfall tónlistarkennara stoppar líklega ekki svokölluð hjól atvinnulífsins á sama hátt verkfall flugmanna gerir. En hvaða áhrif hefur kjaradeilan til lengri tíma? Viljum við sem samfélag ýta tónlistarkennurum í önnur störf, bara losna við þá alla? Eða viljum við halda áfram að fá fagmenn til að kenna börnunum okkur en ekki borga þeim nema brot af launum annarra kennara?Hvað kýst þú? Viðsemjendur tónlistarkennara eru ekki bara einhver nefnd sem vinnur í tómarúmi án þess að það komi okkur við. Viðsemjendur eru fulltrúar okkar, þeir vinna fyrir okkur til að byggja áfram upp betra samfélag. Hefur þú sagt stjórn þíns sveitarfélags hvað þú vilt? Hvort heldur sem við eigum börn í tónlistarnámi eða ekki þá hljótum við að styðja kjarakröfur tónlistarkennara. Það er ekki boðlegt að þessi deila verði áfram óleyst. Látum í okkur heyra, styðjum fagmennsku og leyfum börnunum og tónlistinni að blómstra áfram.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun