Styrkjum heilbrigðistengda atvinnustarfsemi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Hugmyndir flestra um heilbrigðiskerfi er spítali, heilsugæsla, læknastofur og hjúkrunarheimili. Þessi starfsemi heilbrigðiskerfisins er hluti af stærri köku sem kalla má heilbrigðisiðnað. Til hans telst fleira en fyrrnefndir þættir eins og háskólar og framhaldsskólar sem mennta fagfólk í heilbrigðisvísindum, lyfjafyrirtæki, aðilar í sjúkraflutningum, fyrirtæki sem þróa vörur fyrir heilbrigðisþjónustu, þjónustufyrirtæki sem þjóna heilbrigðiskerfinu, fyrirtæki sem bjóða upp á heilsutengda þjónustu (Bláa lónið) auk fleiri aðila sem starfa á þessum vettvangi (Krabbameinsfélagið). Undanfarin misseri hafa aðilar í heilbrigðistengdri starfsemi unnið að eflingu og mótun íslenska heilbrigðisklasans (Iceland Health). Markmiðið með heilbrigðisklasasamstarfinu er að vinna að stefnumótun fyrir heilbrigðistengda atvinnustarfsemi, þar sem markmiðið er að efla verðmætasköpun meðal fyrirtækja og stofnana innan greinarinnar.Mikilvæg fyrir þjóðarbúið Á Íslandi starfar fjöldi fyrirtækja sem þróa vörur fyrir heilbrigðismarkað eins og Össur, Actavis og Nox Medical auk fjölda annarra. Fyrirtæki í þessari grein hafa yfir 3.000 starfsmenn og þeim fjölgar, því nýlega tilkynnti fyrirtækið Alvogen að það stefndi á að ráða yfir 200 manns á næstu árum. Þessi fyrirtæki sem þróa vörur fyrir heilbrigðismarkað eru gríðarlega mikilvæg fyrir þjóðarbúið. Framlag þeirra til rannsókna er mælt í milljörðum og störfin sem þessi fyrirtæki skapa eru hálaunastörf og eftirsótt. Það er álit aðila í heilbrigðisklasanum að þessa starfsemi megi auka til muna með einföldum aðgerðum, t.d. með skattaívilnunum og hagstæðari rekstrarskilyrðum. Umhverfið sem þessum fyrirtækjum er skapað til að starfa hér á Íslandi er að mörgu leyti gott, en til að efla samkeppnishæfni þessara fyrirtækja þarf bæta starfsskilyrði þeirra.Tíu þúsund störf Með einbeittum aðgerðum, áhuga og vilja er hægt að fjölga þessum störfum úr ca. 3.000 í yfir tíu þúsund á næstu tíu árum með því að bæta starfsskilyrði þessara fyrirtækja. Þar með er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, fjölga eftirsóttum störfum og tryggja að vel menntað fólk velji að starfa á Íslandi. Þessi fyrirtæki starfa á alþjóðlegum mörkuðum, þau laða að erlent starfsfólk og erlent fjármagn. Það er samdóma álit þeirra aðila sem standa að heilsuklasanum að þessi fyrirtæki séu jákvæð fyrir efnahagslífið, þau tryggja vísindastörf í landinu, þau skapa aðlaðandi starfsumhverfi fyrir ungt velmenntað fólk og auka hag heildarinnar. Fram undan er frekari vinna aðila innan heilbrigðisklasans við að þróa stefnumótun fyrir heilbrigðisiðnaðinn og hvernig hægt er að styrkja þessa mikilvægu atvinnugrein sem er ljósið í skammdeginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hugmyndir flestra um heilbrigðiskerfi er spítali, heilsugæsla, læknastofur og hjúkrunarheimili. Þessi starfsemi heilbrigðiskerfisins er hluti af stærri köku sem kalla má heilbrigðisiðnað. Til hans telst fleira en fyrrnefndir þættir eins og háskólar og framhaldsskólar sem mennta fagfólk í heilbrigðisvísindum, lyfjafyrirtæki, aðilar í sjúkraflutningum, fyrirtæki sem þróa vörur fyrir heilbrigðisþjónustu, þjónustufyrirtæki sem þjóna heilbrigðiskerfinu, fyrirtæki sem bjóða upp á heilsutengda þjónustu (Bláa lónið) auk fleiri aðila sem starfa á þessum vettvangi (Krabbameinsfélagið). Undanfarin misseri hafa aðilar í heilbrigðistengdri starfsemi unnið að eflingu og mótun íslenska heilbrigðisklasans (Iceland Health). Markmiðið með heilbrigðisklasasamstarfinu er að vinna að stefnumótun fyrir heilbrigðistengda atvinnustarfsemi, þar sem markmiðið er að efla verðmætasköpun meðal fyrirtækja og stofnana innan greinarinnar.Mikilvæg fyrir þjóðarbúið Á Íslandi starfar fjöldi fyrirtækja sem þróa vörur fyrir heilbrigðismarkað eins og Össur, Actavis og Nox Medical auk fjölda annarra. Fyrirtæki í þessari grein hafa yfir 3.000 starfsmenn og þeim fjölgar, því nýlega tilkynnti fyrirtækið Alvogen að það stefndi á að ráða yfir 200 manns á næstu árum. Þessi fyrirtæki sem þróa vörur fyrir heilbrigðismarkað eru gríðarlega mikilvæg fyrir þjóðarbúið. Framlag þeirra til rannsókna er mælt í milljörðum og störfin sem þessi fyrirtæki skapa eru hálaunastörf og eftirsótt. Það er álit aðila í heilbrigðisklasanum að þessa starfsemi megi auka til muna með einföldum aðgerðum, t.d. með skattaívilnunum og hagstæðari rekstrarskilyrðum. Umhverfið sem þessum fyrirtækjum er skapað til að starfa hér á Íslandi er að mörgu leyti gott, en til að efla samkeppnishæfni þessara fyrirtækja þarf bæta starfsskilyrði þeirra.Tíu þúsund störf Með einbeittum aðgerðum, áhuga og vilja er hægt að fjölga þessum störfum úr ca. 3.000 í yfir tíu þúsund á næstu tíu árum með því að bæta starfsskilyrði þessara fyrirtækja. Þar með er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, fjölga eftirsóttum störfum og tryggja að vel menntað fólk velji að starfa á Íslandi. Þessi fyrirtæki starfa á alþjóðlegum mörkuðum, þau laða að erlent starfsfólk og erlent fjármagn. Það er samdóma álit þeirra aðila sem standa að heilsuklasanum að þessi fyrirtæki séu jákvæð fyrir efnahagslífið, þau tryggja vísindastörf í landinu, þau skapa aðlaðandi starfsumhverfi fyrir ungt velmenntað fólk og auka hag heildarinnar. Fram undan er frekari vinna aðila innan heilbrigðisklasans við að þróa stefnumótun fyrir heilbrigðisiðnaðinn og hvernig hægt er að styrkja þessa mikilvægu atvinnugrein sem er ljósið í skammdeginu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar