Sólarhringsmet slegið á Karolina Fund Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 10:15 Hefur setið við trönurnar síðasta árið og málað olíumálverk af duldýrum. VÍSIR/GVA „Verkefnið byrjaði fyrir rúmum tveimur árum og ég hef verið að sanka að mér heimildum um heim duldýranna úr gömlum bókum,“ segir Arngrímur Jón Sigurðsson myndlistarmaður, en hann stefnir á að gefa út bókina Duldýrasafnið í byrjun desember. Í bókinni verða myndir af olíumálverkum sem Arngrímur hefur unnið upp úr lýsingum á fyrirbærum og duldýrum úr þjóðsögum og öðrum fornritum. Nöfn duldýranna koma öll úr heimildum. Sem dæmi má nefna nöfn á borð við hólmafiska, lyngbak, krák og finngálkn. „Öll duldýrin í bókinni eru tekin úr íslenskum heimildum og lýsingarnar á þeim líka. Það eina sem ég bæti við eru myndirnar,“ segir Arngrímur en tekur þó fram að töluvert sé frá honum í myndunum. „Lýsingarnar eru oft stuttar og stundum er bara hegðun verunnar lýst en ekki útliti. Þannig að þetta skilur eftir sig rými fyrir mig til þess að skálda sjálfur og túlka efnið.“ Verkefnið fór af stað í kjölfar útskriftarsýningar Arngríms úr Listaháskóla Íslands. „Svo hef ég haldið áfram að vinna að þessu verkefni. Það var alltaf hugmyndin að gefa þetta út á bók og kynna þessa nýju hlið á sagnahefðinni á Íslandi,“ segir hann og bætir við að útgáfa á bókarformi gefi fleirum kost á að njóta myndanna. „Íslendingar eru líka vanir því að skoða listaverk í bókum og mér finnst sjálfum þægilegt að skoða listaverk í bókum í ró og næði. Ég hef alltaf haft áhuga á fantasíu og ímyndunaraflinu. Í gegnum tíðina hef ég málað mikið af furðuverum og með því að setja þær í samhengi við þennan heim verða þær aðgengilegri,“ segir Arngrímur. Myndirnar eru málaðar í mörgum umferðum og tekur langan tíma að fullvinna hverja og eina. „Ég er búinn að sitja við alveg frá morgni til kvölds síðasta árið. Hef eiginlega bara verið að gera þetta og ekkert annað.“ Arngrímur byrjaði að safna fyrir útgáfu bókarinnar á síðunni Karolina Fund á þriðjudaginn. Söfnunin fór afar vel af stað og á fyrstu fimm klukkutímunum söfnuðust rúm 60 prósent af upphæðinni. Upphæðin sem Arngrímur hafði vonast eftir náðist svo seinnipartinn í gær. Tók það Arngrím því aðeins rúman sólarhring að safna fyrir fjármögnun verkefnisins og þykir það afar vel af sér vikið. Enn eru tuttugu og einn dagur eftir af söfnuninni inn á Karolina Fund. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
„Verkefnið byrjaði fyrir rúmum tveimur árum og ég hef verið að sanka að mér heimildum um heim duldýranna úr gömlum bókum,“ segir Arngrímur Jón Sigurðsson myndlistarmaður, en hann stefnir á að gefa út bókina Duldýrasafnið í byrjun desember. Í bókinni verða myndir af olíumálverkum sem Arngrímur hefur unnið upp úr lýsingum á fyrirbærum og duldýrum úr þjóðsögum og öðrum fornritum. Nöfn duldýranna koma öll úr heimildum. Sem dæmi má nefna nöfn á borð við hólmafiska, lyngbak, krák og finngálkn. „Öll duldýrin í bókinni eru tekin úr íslenskum heimildum og lýsingarnar á þeim líka. Það eina sem ég bæti við eru myndirnar,“ segir Arngrímur en tekur þó fram að töluvert sé frá honum í myndunum. „Lýsingarnar eru oft stuttar og stundum er bara hegðun verunnar lýst en ekki útliti. Þannig að þetta skilur eftir sig rými fyrir mig til þess að skálda sjálfur og túlka efnið.“ Verkefnið fór af stað í kjölfar útskriftarsýningar Arngríms úr Listaháskóla Íslands. „Svo hef ég haldið áfram að vinna að þessu verkefni. Það var alltaf hugmyndin að gefa þetta út á bók og kynna þessa nýju hlið á sagnahefðinni á Íslandi,“ segir hann og bætir við að útgáfa á bókarformi gefi fleirum kost á að njóta myndanna. „Íslendingar eru líka vanir því að skoða listaverk í bókum og mér finnst sjálfum þægilegt að skoða listaverk í bókum í ró og næði. Ég hef alltaf haft áhuga á fantasíu og ímyndunaraflinu. Í gegnum tíðina hef ég málað mikið af furðuverum og með því að setja þær í samhengi við þennan heim verða þær aðgengilegri,“ segir Arngrímur. Myndirnar eru málaðar í mörgum umferðum og tekur langan tíma að fullvinna hverja og eina. „Ég er búinn að sitja við alveg frá morgni til kvölds síðasta árið. Hef eiginlega bara verið að gera þetta og ekkert annað.“ Arngrímur byrjaði að safna fyrir útgáfu bókarinnar á síðunni Karolina Fund á þriðjudaginn. Söfnunin fór afar vel af stað og á fyrstu fimm klukkutímunum söfnuðust rúm 60 prósent af upphæðinni. Upphæðin sem Arngrímur hafði vonast eftir náðist svo seinnipartinn í gær. Tók það Arngrím því aðeins rúman sólarhring að safna fyrir fjármögnun verkefnisins og þykir það afar vel af sér vikið. Enn eru tuttugu og einn dagur eftir af söfnuninni inn á Karolina Fund.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira