Sólarhringsmet slegið á Karolina Fund Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 10:15 Hefur setið við trönurnar síðasta árið og málað olíumálverk af duldýrum. VÍSIR/GVA „Verkefnið byrjaði fyrir rúmum tveimur árum og ég hef verið að sanka að mér heimildum um heim duldýranna úr gömlum bókum,“ segir Arngrímur Jón Sigurðsson myndlistarmaður, en hann stefnir á að gefa út bókina Duldýrasafnið í byrjun desember. Í bókinni verða myndir af olíumálverkum sem Arngrímur hefur unnið upp úr lýsingum á fyrirbærum og duldýrum úr þjóðsögum og öðrum fornritum. Nöfn duldýranna koma öll úr heimildum. Sem dæmi má nefna nöfn á borð við hólmafiska, lyngbak, krák og finngálkn. „Öll duldýrin í bókinni eru tekin úr íslenskum heimildum og lýsingarnar á þeim líka. Það eina sem ég bæti við eru myndirnar,“ segir Arngrímur en tekur þó fram að töluvert sé frá honum í myndunum. „Lýsingarnar eru oft stuttar og stundum er bara hegðun verunnar lýst en ekki útliti. Þannig að þetta skilur eftir sig rými fyrir mig til þess að skálda sjálfur og túlka efnið.“ Verkefnið fór af stað í kjölfar útskriftarsýningar Arngríms úr Listaháskóla Íslands. „Svo hef ég haldið áfram að vinna að þessu verkefni. Það var alltaf hugmyndin að gefa þetta út á bók og kynna þessa nýju hlið á sagnahefðinni á Íslandi,“ segir hann og bætir við að útgáfa á bókarformi gefi fleirum kost á að njóta myndanna. „Íslendingar eru líka vanir því að skoða listaverk í bókum og mér finnst sjálfum þægilegt að skoða listaverk í bókum í ró og næði. Ég hef alltaf haft áhuga á fantasíu og ímyndunaraflinu. Í gegnum tíðina hef ég málað mikið af furðuverum og með því að setja þær í samhengi við þennan heim verða þær aðgengilegri,“ segir Arngrímur. Myndirnar eru málaðar í mörgum umferðum og tekur langan tíma að fullvinna hverja og eina. „Ég er búinn að sitja við alveg frá morgni til kvölds síðasta árið. Hef eiginlega bara verið að gera þetta og ekkert annað.“ Arngrímur byrjaði að safna fyrir útgáfu bókarinnar á síðunni Karolina Fund á þriðjudaginn. Söfnunin fór afar vel af stað og á fyrstu fimm klukkutímunum söfnuðust rúm 60 prósent af upphæðinni. Upphæðin sem Arngrímur hafði vonast eftir náðist svo seinnipartinn í gær. Tók það Arngrím því aðeins rúman sólarhring að safna fyrir fjármögnun verkefnisins og þykir það afar vel af sér vikið. Enn eru tuttugu og einn dagur eftir af söfnuninni inn á Karolina Fund. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Verkefnið byrjaði fyrir rúmum tveimur árum og ég hef verið að sanka að mér heimildum um heim duldýranna úr gömlum bókum,“ segir Arngrímur Jón Sigurðsson myndlistarmaður, en hann stefnir á að gefa út bókina Duldýrasafnið í byrjun desember. Í bókinni verða myndir af olíumálverkum sem Arngrímur hefur unnið upp úr lýsingum á fyrirbærum og duldýrum úr þjóðsögum og öðrum fornritum. Nöfn duldýranna koma öll úr heimildum. Sem dæmi má nefna nöfn á borð við hólmafiska, lyngbak, krák og finngálkn. „Öll duldýrin í bókinni eru tekin úr íslenskum heimildum og lýsingarnar á þeim líka. Það eina sem ég bæti við eru myndirnar,“ segir Arngrímur en tekur þó fram að töluvert sé frá honum í myndunum. „Lýsingarnar eru oft stuttar og stundum er bara hegðun verunnar lýst en ekki útliti. Þannig að þetta skilur eftir sig rými fyrir mig til þess að skálda sjálfur og túlka efnið.“ Verkefnið fór af stað í kjölfar útskriftarsýningar Arngríms úr Listaháskóla Íslands. „Svo hef ég haldið áfram að vinna að þessu verkefni. Það var alltaf hugmyndin að gefa þetta út á bók og kynna þessa nýju hlið á sagnahefðinni á Íslandi,“ segir hann og bætir við að útgáfa á bókarformi gefi fleirum kost á að njóta myndanna. „Íslendingar eru líka vanir því að skoða listaverk í bókum og mér finnst sjálfum þægilegt að skoða listaverk í bókum í ró og næði. Ég hef alltaf haft áhuga á fantasíu og ímyndunaraflinu. Í gegnum tíðina hef ég málað mikið af furðuverum og með því að setja þær í samhengi við þennan heim verða þær aðgengilegri,“ segir Arngrímur. Myndirnar eru málaðar í mörgum umferðum og tekur langan tíma að fullvinna hverja og eina. „Ég er búinn að sitja við alveg frá morgni til kvölds síðasta árið. Hef eiginlega bara verið að gera þetta og ekkert annað.“ Arngrímur byrjaði að safna fyrir útgáfu bókarinnar á síðunni Karolina Fund á þriðjudaginn. Söfnunin fór afar vel af stað og á fyrstu fimm klukkutímunum söfnuðust rúm 60 prósent af upphæðinni. Upphæðin sem Arngrímur hafði vonast eftir náðist svo seinnipartinn í gær. Tók það Arngrím því aðeins rúman sólarhring að safna fyrir fjármögnun verkefnisins og þykir það afar vel af sér vikið. Enn eru tuttugu og einn dagur eftir af söfnuninni inn á Karolina Fund.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira