Snyrtivöruverslun ríkisins Leifur Þorbergsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar rekur íslenska ríkið í gegnum Fríhöfnina ehf. sex verslanir sem í sumum tilfellum eru í beinni samkeppni við innlenda smásala. Verslanir þessar njóta opinberrar meðgjafar í formi skatt- og tollleysis sem getur numið allt að 40% af vöruverði. Í gegnum þennan aðstöðumun hefur fríhafnarverslun ríkisins náð til sín verulegri markaðshlutdeild í stórum vöruflokkum. Þannig fer til að mynda þriðjungur snyrtivöruverslunar á Íslandi fram í verslunum Fríhafnarinnar.Fríhafnir á undanhaldi Fríhafnarverslun hefur verið á undanhaldi á Vesturlöndum. Aukin flugumferð hefur valdið því að fríhafnir hafa orðið í sífellt umfangsmeiri samkeppni við innlenda verslun í viðkomandi ríkjum. Af þeim sökum hefur fríhafnarverslun, með fáeinum undantekningum, verið einskorðuð við brottfararfarþega. Þetta má rekja til þess að fríhafnarverslun fyrir komufarþega er talin vera í beinni og ójafnri samkeppni við innlenda verslun. Öfugt við þróunina erlendis hefur fríhafnarverslun á Íslandi sótt í sig veðrið. Þannig hefur verslunarrými Fríhafnarinnar ehf. stækkað og verslunum fjölgað. Tekjur félagsins í fyrra námu 8 milljörðum króna sem jafngildir 20 milljónum á dag. Stór komuverslun er rekin þar sem auglýst er að verð séu allt að 50% lægri en hjá öðrum innlendum smásölum. Þá auglýsir Fríhöfnin netsölu þar sem gefinn er kostur á að láta annan aðila en þann sem kaupir vöruna sækja hana í komuverslun Fríhafnarinnar.Heildarhagsmunum fórnað Í ljósi áherslna nýs fjárlagafrumvarps um einföldun neysluskatta og stækkun skattstofna kemur það á óvart að opinber smásala sé látin standa óáreitt utan hins almenna neysluskattskerfis. Ef miðað er við að helming af veltu Fríhafnarinnar megi rekja til komufarþega má áætla að glataðar skatttekjur ríkisins vegna núverandi fyrirkomulags nemi milljarði króna á ári hverju. Ef tekjur ríkisins eiga að haldast óbreyttar þurfa skattar á íslenska neytendur að hækka sem því nemur. Auk þess hefur arðsemi Fríhafnarinnar ehf. verið lág. Félagið skilaði tapi á fyrri helmingi ársins þrátt fyrir að njóta umtalsverðrar opinberrar meðgjafar í formi skatt- og tollleysis. Reynslan hefur sýnt að hið opinbera er almennt óskilvirkur rekstraraðili þar sem það er ekki bundið sömu markaðslögmálum og einkaaðilar. Í tilfelli Fríhafnarinnar ehf. er því sterk vísbending um að verðmætum sé sóað í óskilvirkan ríkisrekstur.Leggjum niður Fríhöfnina ehf. Í markaðshagkerfi er hagkvæmast fyrir neytendur að virk samkeppni ríki á sem flestum sviðum. Í því felst að sú samkeppni sé á jafnréttisgrundvelli svo neytendur fái notið ávinnings hennar. Fríhafnarverslun á Íslandi í núverandi mynd skerðir samkeppnisstöðu innlendrar verslunar, grefur undan skattkerfinu, rýrir kjör neytenda og dregur úr jafnræði þeirra á milli. Einfalt er að bæta úr núverandi stöðu. Leggja ætti niður komuverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og taka fyrir net- og símaverslun í fríhöfninni. Þá ættu stjórnvöld að leggja niður Fríhöfnina ehf. og leigja allt verslunarrými í flugstöðinni til einkaaðila sem eru hagkvæmari rekstraraðilar. Slíkar breytingar væru til mikilla bóta fyrir verslun og neytendur í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar rekur íslenska ríkið í gegnum Fríhöfnina ehf. sex verslanir sem í sumum tilfellum eru í beinni samkeppni við innlenda smásala. Verslanir þessar njóta opinberrar meðgjafar í formi skatt- og tollleysis sem getur numið allt að 40% af vöruverði. Í gegnum þennan aðstöðumun hefur fríhafnarverslun ríkisins náð til sín verulegri markaðshlutdeild í stórum vöruflokkum. Þannig fer til að mynda þriðjungur snyrtivöruverslunar á Íslandi fram í verslunum Fríhafnarinnar.Fríhafnir á undanhaldi Fríhafnarverslun hefur verið á undanhaldi á Vesturlöndum. Aukin flugumferð hefur valdið því að fríhafnir hafa orðið í sífellt umfangsmeiri samkeppni við innlenda verslun í viðkomandi ríkjum. Af þeim sökum hefur fríhafnarverslun, með fáeinum undantekningum, verið einskorðuð við brottfararfarþega. Þetta má rekja til þess að fríhafnarverslun fyrir komufarþega er talin vera í beinni og ójafnri samkeppni við innlenda verslun. Öfugt við þróunina erlendis hefur fríhafnarverslun á Íslandi sótt í sig veðrið. Þannig hefur verslunarrými Fríhafnarinnar ehf. stækkað og verslunum fjölgað. Tekjur félagsins í fyrra námu 8 milljörðum króna sem jafngildir 20 milljónum á dag. Stór komuverslun er rekin þar sem auglýst er að verð séu allt að 50% lægri en hjá öðrum innlendum smásölum. Þá auglýsir Fríhöfnin netsölu þar sem gefinn er kostur á að láta annan aðila en þann sem kaupir vöruna sækja hana í komuverslun Fríhafnarinnar.Heildarhagsmunum fórnað Í ljósi áherslna nýs fjárlagafrumvarps um einföldun neysluskatta og stækkun skattstofna kemur það á óvart að opinber smásala sé látin standa óáreitt utan hins almenna neysluskattskerfis. Ef miðað er við að helming af veltu Fríhafnarinnar megi rekja til komufarþega má áætla að glataðar skatttekjur ríkisins vegna núverandi fyrirkomulags nemi milljarði króna á ári hverju. Ef tekjur ríkisins eiga að haldast óbreyttar þurfa skattar á íslenska neytendur að hækka sem því nemur. Auk þess hefur arðsemi Fríhafnarinnar ehf. verið lág. Félagið skilaði tapi á fyrri helmingi ársins þrátt fyrir að njóta umtalsverðrar opinberrar meðgjafar í formi skatt- og tollleysis. Reynslan hefur sýnt að hið opinbera er almennt óskilvirkur rekstraraðili þar sem það er ekki bundið sömu markaðslögmálum og einkaaðilar. Í tilfelli Fríhafnarinnar ehf. er því sterk vísbending um að verðmætum sé sóað í óskilvirkan ríkisrekstur.Leggjum niður Fríhöfnina ehf. Í markaðshagkerfi er hagkvæmast fyrir neytendur að virk samkeppni ríki á sem flestum sviðum. Í því felst að sú samkeppni sé á jafnréttisgrundvelli svo neytendur fái notið ávinnings hennar. Fríhafnarverslun á Íslandi í núverandi mynd skerðir samkeppnisstöðu innlendrar verslunar, grefur undan skattkerfinu, rýrir kjör neytenda og dregur úr jafnræði þeirra á milli. Einfalt er að bæta úr núverandi stöðu. Leggja ætti niður komuverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og taka fyrir net- og símaverslun í fríhöfninni. Þá ættu stjórnvöld að leggja niður Fríhöfnina ehf. og leigja allt verslunarrými í flugstöðinni til einkaaðila sem eru hagkvæmari rekstraraðilar. Slíkar breytingar væru til mikilla bóta fyrir verslun og neytendur í landinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar