Snyrtivöruverslun ríkisins Leifur Þorbergsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar rekur íslenska ríkið í gegnum Fríhöfnina ehf. sex verslanir sem í sumum tilfellum eru í beinni samkeppni við innlenda smásala. Verslanir þessar njóta opinberrar meðgjafar í formi skatt- og tollleysis sem getur numið allt að 40% af vöruverði. Í gegnum þennan aðstöðumun hefur fríhafnarverslun ríkisins náð til sín verulegri markaðshlutdeild í stórum vöruflokkum. Þannig fer til að mynda þriðjungur snyrtivöruverslunar á Íslandi fram í verslunum Fríhafnarinnar.Fríhafnir á undanhaldi Fríhafnarverslun hefur verið á undanhaldi á Vesturlöndum. Aukin flugumferð hefur valdið því að fríhafnir hafa orðið í sífellt umfangsmeiri samkeppni við innlenda verslun í viðkomandi ríkjum. Af þeim sökum hefur fríhafnarverslun, með fáeinum undantekningum, verið einskorðuð við brottfararfarþega. Þetta má rekja til þess að fríhafnarverslun fyrir komufarþega er talin vera í beinni og ójafnri samkeppni við innlenda verslun. Öfugt við þróunina erlendis hefur fríhafnarverslun á Íslandi sótt í sig veðrið. Þannig hefur verslunarrými Fríhafnarinnar ehf. stækkað og verslunum fjölgað. Tekjur félagsins í fyrra námu 8 milljörðum króna sem jafngildir 20 milljónum á dag. Stór komuverslun er rekin þar sem auglýst er að verð séu allt að 50% lægri en hjá öðrum innlendum smásölum. Þá auglýsir Fríhöfnin netsölu þar sem gefinn er kostur á að láta annan aðila en þann sem kaupir vöruna sækja hana í komuverslun Fríhafnarinnar.Heildarhagsmunum fórnað Í ljósi áherslna nýs fjárlagafrumvarps um einföldun neysluskatta og stækkun skattstofna kemur það á óvart að opinber smásala sé látin standa óáreitt utan hins almenna neysluskattskerfis. Ef miðað er við að helming af veltu Fríhafnarinnar megi rekja til komufarþega má áætla að glataðar skatttekjur ríkisins vegna núverandi fyrirkomulags nemi milljarði króna á ári hverju. Ef tekjur ríkisins eiga að haldast óbreyttar þurfa skattar á íslenska neytendur að hækka sem því nemur. Auk þess hefur arðsemi Fríhafnarinnar ehf. verið lág. Félagið skilaði tapi á fyrri helmingi ársins þrátt fyrir að njóta umtalsverðrar opinberrar meðgjafar í formi skatt- og tollleysis. Reynslan hefur sýnt að hið opinbera er almennt óskilvirkur rekstraraðili þar sem það er ekki bundið sömu markaðslögmálum og einkaaðilar. Í tilfelli Fríhafnarinnar ehf. er því sterk vísbending um að verðmætum sé sóað í óskilvirkan ríkisrekstur.Leggjum niður Fríhöfnina ehf. Í markaðshagkerfi er hagkvæmast fyrir neytendur að virk samkeppni ríki á sem flestum sviðum. Í því felst að sú samkeppni sé á jafnréttisgrundvelli svo neytendur fái notið ávinnings hennar. Fríhafnarverslun á Íslandi í núverandi mynd skerðir samkeppnisstöðu innlendrar verslunar, grefur undan skattkerfinu, rýrir kjör neytenda og dregur úr jafnræði þeirra á milli. Einfalt er að bæta úr núverandi stöðu. Leggja ætti niður komuverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og taka fyrir net- og símaverslun í fríhöfninni. Þá ættu stjórnvöld að leggja niður Fríhöfnina ehf. og leigja allt verslunarrými í flugstöðinni til einkaaðila sem eru hagkvæmari rekstraraðilar. Slíkar breytingar væru til mikilla bóta fyrir verslun og neytendur í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar rekur íslenska ríkið í gegnum Fríhöfnina ehf. sex verslanir sem í sumum tilfellum eru í beinni samkeppni við innlenda smásala. Verslanir þessar njóta opinberrar meðgjafar í formi skatt- og tollleysis sem getur numið allt að 40% af vöruverði. Í gegnum þennan aðstöðumun hefur fríhafnarverslun ríkisins náð til sín verulegri markaðshlutdeild í stórum vöruflokkum. Þannig fer til að mynda þriðjungur snyrtivöruverslunar á Íslandi fram í verslunum Fríhafnarinnar.Fríhafnir á undanhaldi Fríhafnarverslun hefur verið á undanhaldi á Vesturlöndum. Aukin flugumferð hefur valdið því að fríhafnir hafa orðið í sífellt umfangsmeiri samkeppni við innlenda verslun í viðkomandi ríkjum. Af þeim sökum hefur fríhafnarverslun, með fáeinum undantekningum, verið einskorðuð við brottfararfarþega. Þetta má rekja til þess að fríhafnarverslun fyrir komufarþega er talin vera í beinni og ójafnri samkeppni við innlenda verslun. Öfugt við þróunina erlendis hefur fríhafnarverslun á Íslandi sótt í sig veðrið. Þannig hefur verslunarrými Fríhafnarinnar ehf. stækkað og verslunum fjölgað. Tekjur félagsins í fyrra námu 8 milljörðum króna sem jafngildir 20 milljónum á dag. Stór komuverslun er rekin þar sem auglýst er að verð séu allt að 50% lægri en hjá öðrum innlendum smásölum. Þá auglýsir Fríhöfnin netsölu þar sem gefinn er kostur á að láta annan aðila en þann sem kaupir vöruna sækja hana í komuverslun Fríhafnarinnar.Heildarhagsmunum fórnað Í ljósi áherslna nýs fjárlagafrumvarps um einföldun neysluskatta og stækkun skattstofna kemur það á óvart að opinber smásala sé látin standa óáreitt utan hins almenna neysluskattskerfis. Ef miðað er við að helming af veltu Fríhafnarinnar megi rekja til komufarþega má áætla að glataðar skatttekjur ríkisins vegna núverandi fyrirkomulags nemi milljarði króna á ári hverju. Ef tekjur ríkisins eiga að haldast óbreyttar þurfa skattar á íslenska neytendur að hækka sem því nemur. Auk þess hefur arðsemi Fríhafnarinnar ehf. verið lág. Félagið skilaði tapi á fyrri helmingi ársins þrátt fyrir að njóta umtalsverðrar opinberrar meðgjafar í formi skatt- og tollleysis. Reynslan hefur sýnt að hið opinbera er almennt óskilvirkur rekstraraðili þar sem það er ekki bundið sömu markaðslögmálum og einkaaðilar. Í tilfelli Fríhafnarinnar ehf. er því sterk vísbending um að verðmætum sé sóað í óskilvirkan ríkisrekstur.Leggjum niður Fríhöfnina ehf. Í markaðshagkerfi er hagkvæmast fyrir neytendur að virk samkeppni ríki á sem flestum sviðum. Í því felst að sú samkeppni sé á jafnréttisgrundvelli svo neytendur fái notið ávinnings hennar. Fríhafnarverslun á Íslandi í núverandi mynd skerðir samkeppnisstöðu innlendrar verslunar, grefur undan skattkerfinu, rýrir kjör neytenda og dregur úr jafnræði þeirra á milli. Einfalt er að bæta úr núverandi stöðu. Leggja ætti niður komuverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og taka fyrir net- og símaverslun í fríhöfninni. Þá ættu stjórnvöld að leggja niður Fríhöfnina ehf. og leigja allt verslunarrými í flugstöðinni til einkaaðila sem eru hagkvæmari rekstraraðilar. Slíkar breytingar væru til mikilla bóta fyrir verslun og neytendur í landinu.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun