Frumbyggjaskóli SÞ? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2014 07:00 Á ráðstefnunni Arctic Circle í Reykjavík voru fjöldamargir boltar á lofti. Að þessu sinni var sem betur fer lögð meiri áhersla en áður á brýn málefni sem lágt ris var á í fyrra: Umhverfismál og málefni frumbyggja. Áfram komu líka skarpar andstæður í ljós sem munu varða einna mestu um framtíð samfélaga: Gríðarleg áhersla fjárfesta, margra fyrirtækja, stjórnvalda og sumra stofnana á tækifæri á norðurslóðum á aðra hönd en andstaða margra við að of geyst sé farið á hina. Og enn fremur að umhverfismál eigi að vera í forgrunni, ekki auðlindavinnsla eða hröð uppbygging stórfenglegra innviða. Þetta kristallaðist meðal annars í orðum rússnesks talsmanns olíuvinnslu sem sér fyrir sér að 60% olíuforða sem við þörfnumst (að óbreyttum orkukröfum) sé ófundinn og þar af sé stór hluti í norðrinu – og svo aftur orðum bandarísks prófessors sem segir að aðeins megi vinna hluta þeirrar olíu og þess gass, sem vitað er um, ef halda á hlýnuninni innan viðráðanlegra marka. Frumbyggjar áttu sinn höfuðkynningartíma og sagði fulltrúi þeirra að löngu væri kominn tími til þess að við, neytendur sunnan heimskautsbaugs, tækjum til í eigin bakgarði; frumbyggjum hafi liðið ágætlega lengst af en viðhorf þeirra og kunnátta, auk mannréttinda og lífsskilyrða, ættu miklu meira erindi en fram að þessu í verkefnin sem tækifæri og vandamál sóknarinnar til norðurs fælu í sér. Að athuguðu máli lagði ég fram skriflega tillögu til fulltrúa mannréttindaskrifstofu SÞ (Office of UN High Commissioner for Human Rights) á ráðstefnunni og afrit til Norðurslóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins ásamt Skrifstofu auðlinda- og umhverfismála. Tillagan hvetur til þess að komið verði á fót svipaðri námsstofnun í málefnum frumbyggja norðurslóða og hér starfar sem Jarðhitaskóli SÞ (og sams konar skólar í jarðvegs- og fiskveiðimálum). Frumbyggjaskóli væri ætlaður okkur „ekki-frumbyggjum“, jafnt háskólaborgurum sem öðrum, víða um heim til að fræðast um réttindi, menningu og þekkingu fólksins. Hann væri sennilega staðsettur í einhverju hinna norðurskautslandanna, ekki hér. Þannig kæmust mikilvæg viðhorf og kunnátta miklu betur til skila en ella, og styrktu andspyrnuna gegn loftslagsbreytingum, skynsamlega nýtingu auðlinda og nauðsynlega aðlögun að hlýnun sem þegar ógnar allt of mörgu, eins og splunkuný loftslagsskýrsla SÞ ber með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á ráðstefnunni Arctic Circle í Reykjavík voru fjöldamargir boltar á lofti. Að þessu sinni var sem betur fer lögð meiri áhersla en áður á brýn málefni sem lágt ris var á í fyrra: Umhverfismál og málefni frumbyggja. Áfram komu líka skarpar andstæður í ljós sem munu varða einna mestu um framtíð samfélaga: Gríðarleg áhersla fjárfesta, margra fyrirtækja, stjórnvalda og sumra stofnana á tækifæri á norðurslóðum á aðra hönd en andstaða margra við að of geyst sé farið á hina. Og enn fremur að umhverfismál eigi að vera í forgrunni, ekki auðlindavinnsla eða hröð uppbygging stórfenglegra innviða. Þetta kristallaðist meðal annars í orðum rússnesks talsmanns olíuvinnslu sem sér fyrir sér að 60% olíuforða sem við þörfnumst (að óbreyttum orkukröfum) sé ófundinn og þar af sé stór hluti í norðrinu – og svo aftur orðum bandarísks prófessors sem segir að aðeins megi vinna hluta þeirrar olíu og þess gass, sem vitað er um, ef halda á hlýnuninni innan viðráðanlegra marka. Frumbyggjar áttu sinn höfuðkynningartíma og sagði fulltrúi þeirra að löngu væri kominn tími til þess að við, neytendur sunnan heimskautsbaugs, tækjum til í eigin bakgarði; frumbyggjum hafi liðið ágætlega lengst af en viðhorf þeirra og kunnátta, auk mannréttinda og lífsskilyrða, ættu miklu meira erindi en fram að þessu í verkefnin sem tækifæri og vandamál sóknarinnar til norðurs fælu í sér. Að athuguðu máli lagði ég fram skriflega tillögu til fulltrúa mannréttindaskrifstofu SÞ (Office of UN High Commissioner for Human Rights) á ráðstefnunni og afrit til Norðurslóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins ásamt Skrifstofu auðlinda- og umhverfismála. Tillagan hvetur til þess að komið verði á fót svipaðri námsstofnun í málefnum frumbyggja norðurslóða og hér starfar sem Jarðhitaskóli SÞ (og sams konar skólar í jarðvegs- og fiskveiðimálum). Frumbyggjaskóli væri ætlaður okkur „ekki-frumbyggjum“, jafnt háskólaborgurum sem öðrum, víða um heim til að fræðast um réttindi, menningu og þekkingu fólksins. Hann væri sennilega staðsettur í einhverju hinna norðurskautslandanna, ekki hér. Þannig kæmust mikilvæg viðhorf og kunnátta miklu betur til skila en ella, og styrktu andspyrnuna gegn loftslagsbreytingum, skynsamlega nýtingu auðlinda og nauðsynlega aðlögun að hlýnun sem þegar ógnar allt of mörgu, eins og splunkuný loftslagsskýrsla SÞ ber með sér.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun