Bráðhollt og bragðgott rauðrófusalat 7. nóvember 2014 14:00 heilsugengið réttur Í síðasta þætti af Heilsugenginu var Halldóra Sigurdórsdóttir heimsótt, en hún var sárþjáð af vefjagigt og öðrum kvillum. Halldóra tók málin í sínar hendur og með því að breyta um mataræði og hugsunarhátt tók líf hennar stakkaskiptum. Solla Eiríks bjó til fyrir hana þetta bráðholla og bragðgóða rauðrófusalat. 3 rauðrófur, afhýddar og skornar í bita 1 msk. fennelfræ 1 tsk. sjávarsaltflögur 1 msk. kókosolía + 1 msk. vatn 2-3 grænkálsblöð, nudduð upp úr ólífuolíu, engifer og sítrónusafa 2 dl brokkólíblóm, nudduð upp úr ólífuolíu, engifer og sítrónusafa 1 lárpera 50 g valhnetur, þurrristaðar um 10 jarðarber, skorin í fernt ólífuolía, balsam-edik, sjávarsaltflögur til að skvetta yfir Afhýðið rauðrófurnar, skerið í bita, stráið yfir salti og fennelfræjum ásamt vatni og kókosolíu og bakið í ofni við 175°C í um 30 mín. Setjið í skál ásamt öllu hinu sem eftir er. Blandið saman og skvettið ólífuolíu og balsam-ediki yfir og nokkrum sjávarsaltflögum. Heilsa Rauðrófusalat Salat Uppskriftir Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun
Í síðasta þætti af Heilsugenginu var Halldóra Sigurdórsdóttir heimsótt, en hún var sárþjáð af vefjagigt og öðrum kvillum. Halldóra tók málin í sínar hendur og með því að breyta um mataræði og hugsunarhátt tók líf hennar stakkaskiptum. Solla Eiríks bjó til fyrir hana þetta bráðholla og bragðgóða rauðrófusalat. 3 rauðrófur, afhýddar og skornar í bita 1 msk. fennelfræ 1 tsk. sjávarsaltflögur 1 msk. kókosolía + 1 msk. vatn 2-3 grænkálsblöð, nudduð upp úr ólífuolíu, engifer og sítrónusafa 2 dl brokkólíblóm, nudduð upp úr ólífuolíu, engifer og sítrónusafa 1 lárpera 50 g valhnetur, þurrristaðar um 10 jarðarber, skorin í fernt ólífuolía, balsam-edik, sjávarsaltflögur til að skvetta yfir Afhýðið rauðrófurnar, skerið í bita, stráið yfir salti og fennelfræjum ásamt vatni og kókosolíu og bakið í ofni við 175°C í um 30 mín. Setjið í skál ásamt öllu hinu sem eftir er. Blandið saman og skvettið ólífuolíu og balsam-ediki yfir og nokkrum sjávarsaltflögum.
Heilsa Rauðrófusalat Salat Uppskriftir Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun