Tölum vinnustaðaeinelti í kaf! Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti. Að þessu sinni er dagurinn tileinkaður vinnustaðaeinelti (e. mobbing/workplace bullying). Fram til þessa hefur einelti af hálfu fullorðinna verið „tabú“ á Íslandi og því hefur verið erfitt að taka á því á íslenskum vinnustöðum. Sama og engin úrræði eru til fyrir þolendur og oftar en ekki eru þeir látnir víkja af vinnustöðum frekar en gerendur. Vinnustaðaeinelti, eins og það er skilgreint í reglugerð nr. 1000/2004, er ein tegund ofbeldis og ofbeldismál eiga það flest sameiginlegt að þolendur upplifa mikla skömm og reyna að fela ofbeldið. Þá fylgir ofbeldinu mikil vanlíðan. Þolendur vinnustaðaeineltis kvíða jafn mikið fyrir að fara í vinnuna eins og þolendur heimilisofbeldis að fara úr vinnunni. Báðir hópar upplifa skömm yfir því að hafa „sætt sig við“ ofbeldið og hafa ekki reynt að stöðva það.Einelti er ofbeldi Í dag er farið að taka á heimilisofbeldi með markvissari hætti en áður á Íslandi. Það gefur þeim sem fyrir því verða vissu um að vandinn sé viðurkenndur og að þeir geti leitað sér hjálpar. Það er ekki ýkja langt síðan heimilisofbeldi var „tabú“ eins og vinnustaðaeinelti er dag. Sem betur fer hefur það breyst. Eins og fram hefur komið eru fá úrræði í dag fyrir þolendur vinnustaðaeineltis. Gögn og rannsóknir erlendis frá sýna að það hefur verið einblínt of mikið á það að eitthvað sé að þolandanum og að þess vegna hafi hann/hún orðið fyrir eineltinu. Með öðrum orðum, að hann/hún hafi boðið upp á eineltið með því að vera öðruvísi. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekkert að þolendum vinnustaðaeineltis, frekar en þolendum annars konar ofbeldis. Í dag myndi ekki líðast að segja að þolendur heimilisofbeldis bjóði upp á slíkt ofbeldi. Það eru ytri þættir sem skýra ofbeldið. Það er löngu tímabært að hugsa um einelti sem ofbeldi en ekki samskiptavanda. Það er líka tímabært að hlusta á þolendur vinnustaðaeineltis, taka mark á þeim og veita þeim sambærilega aðstoð og þolendum annars ofbeldis er veitt. Þolandi má ekki upplifa að eineltið sé honum að kenna. Það veldur honum öðru áfalli. Það verður að hlusta og taka mark á fólki sem upplifir ofbeldi því það er nákvæmlega þessi upplifun sem þarf að vinna með. Einelti á vinnustað má ekki vera tabú, því ofbeldi þrífst á þögninni. Tölum um einelti – tölum það í kaf! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti. Að þessu sinni er dagurinn tileinkaður vinnustaðaeinelti (e. mobbing/workplace bullying). Fram til þessa hefur einelti af hálfu fullorðinna verið „tabú“ á Íslandi og því hefur verið erfitt að taka á því á íslenskum vinnustöðum. Sama og engin úrræði eru til fyrir þolendur og oftar en ekki eru þeir látnir víkja af vinnustöðum frekar en gerendur. Vinnustaðaeinelti, eins og það er skilgreint í reglugerð nr. 1000/2004, er ein tegund ofbeldis og ofbeldismál eiga það flest sameiginlegt að þolendur upplifa mikla skömm og reyna að fela ofbeldið. Þá fylgir ofbeldinu mikil vanlíðan. Þolendur vinnustaðaeineltis kvíða jafn mikið fyrir að fara í vinnuna eins og þolendur heimilisofbeldis að fara úr vinnunni. Báðir hópar upplifa skömm yfir því að hafa „sætt sig við“ ofbeldið og hafa ekki reynt að stöðva það.Einelti er ofbeldi Í dag er farið að taka á heimilisofbeldi með markvissari hætti en áður á Íslandi. Það gefur þeim sem fyrir því verða vissu um að vandinn sé viðurkenndur og að þeir geti leitað sér hjálpar. Það er ekki ýkja langt síðan heimilisofbeldi var „tabú“ eins og vinnustaðaeinelti er dag. Sem betur fer hefur það breyst. Eins og fram hefur komið eru fá úrræði í dag fyrir þolendur vinnustaðaeineltis. Gögn og rannsóknir erlendis frá sýna að það hefur verið einblínt of mikið á það að eitthvað sé að þolandanum og að þess vegna hafi hann/hún orðið fyrir eineltinu. Með öðrum orðum, að hann/hún hafi boðið upp á eineltið með því að vera öðruvísi. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekkert að þolendum vinnustaðaeineltis, frekar en þolendum annars konar ofbeldis. Í dag myndi ekki líðast að segja að þolendur heimilisofbeldis bjóði upp á slíkt ofbeldi. Það eru ytri þættir sem skýra ofbeldið. Það er löngu tímabært að hugsa um einelti sem ofbeldi en ekki samskiptavanda. Það er líka tímabært að hlusta á þolendur vinnustaðaeineltis, taka mark á þeim og veita þeim sambærilega aðstoð og þolendum annars ofbeldis er veitt. Þolandi má ekki upplifa að eineltið sé honum að kenna. Það veldur honum öðru áfalli. Það verður að hlusta og taka mark á fólki sem upplifir ofbeldi því það er nákvæmlega þessi upplifun sem þarf að vinna með. Einelti á vinnustað má ekki vera tabú, því ofbeldi þrífst á þögninni. Tölum um einelti – tölum það í kaf!
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar