„Af hverju borða þau ekki bara kökur“ Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Mig grunar að ég hafi ekki verið ein um það að misbjóða viðbrögð forsætisráðherra við mótmælunum á Austurvelli þann 3. nóvember sl. Forsætisráðherra glotti út í annað, virtist ekki vita um hvað málið snerist og fannst þetta bara svolítið krúttlegt. Þetta væri bara orðin svona sæt hefð hjá landanum og hvergi sáust merki um að hann tæki því þannig að verið væri að gagnrýna hans eigin vinnubrögð og kollega hans. Er forsætisráðherra er svo illa tengdur að hann getur ekki með nokkru móti skilið sauðsvartan almúgann? Litla fólkið með litlu skiltin sín. Setjum þetta í búning sem forsætisráðherra og ríkisstjórnin skilur e.t.v. betur. Peningar. Tölum um peninga. Við erum ósátt við það, meðal annars, hvernig sitjandi ríkisstjórn ætlar sér að verja fjármunum og innheimta tekjur samkvæmt nýjasta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skilaboðin eru skýr. Planið er tilraun til nýfrjálshyggju, um tilflutning skattbyrðar frá útgerðarfyrirtækjum og stóreignafólki til almennings sem meðal annars felur í sér niðurfellingu auðlegðarskatts og lækkun veiðigjalda á sama tíma og virðisaukaskattur á mat og fleiri nauðsynjar nánast tvöfaldast, um skert réttindi atvinnulausra og framlag til starfsendurhæfingar, um skert framlög til heilbrigðismála, yfirhöfuð plön sem koma verst niður á atvinnulausum, lífeyrisþegum, sjúklingum og þeim sem minnstu menntunina hafa. Til þess að brúa bilið sökum afnáms auðlegðarskatts og lækkunar veiðigjalda á að grípa til þess snjallræðis, meðal annars, að hækka virðisaukaskatt á mat og byrja að rukka sjúklinga fyrir dýr og sérhæfð lyf. Því eins og við vitum eru sjúklingar einmitt þeir sem eru aflögufærastir í þjóðfélaginu. Hækkun virðisaukaskatts á mat kemur að sjálfsögðu verst niður á lágtekjufólki, eins og það á að vera. En engar áhyggjur, ríkisstjórnin hefur heitið mótvægisaðgerðum sem ná hvorki til allra né komast nálægt því að bæta upp fyrir kjaraskerðinguna sem um ræðir.Skilaboðin skýr Fjárlögin kveða líka á um skerðingu bótaréttar, sem er frábær lausn. Þá er hægt að kippa fótunum undan lífsafkomu fjölda fólks, enda atvinnuleysisbæturnar hvort eð er allt of háar. Auk þess sem vandanum er þá bara velt yfir á sveitarfélögin. Kannski er það misskilningur en það er mín sannfæring að flestir vilji búa í samfélagi þar sem heilbrigðisþjónusta er hluti af almannaþjónustu. Það ríkir neyðarástand í heilbrigðiskerfinu, við þurfum nýjan Landspítala, fleiri lækna og öflugri heilbrigðisþjónustu. Við viljum ekki að heilbrigðisþjónusta sé í höndum einkaaðila, sem er vissulega sú átt sem stjórnvöld eru nú að leiða okkur í, og í leiðinni að gæði og möguleiki á heilbrigðisþjónustu velti á fjárhag. Þetta er hægt, ef vilji er fyrir hendi og fjármunum er forgangsraðað með öðrum hætti en nú er gert. En skilaboðin eru skýr og planið liggur fyrir. Sauðsvartur almúginn á að lepja gallsúran dauðann úr skel á meðan þeir tekjuhæstu njóta góðs af. Þetta eru aðeins fáeinar af ástæðunum fyrir því að fólk mætti á Austurvöll þann 3. nóvember. Það er grafalvarlegt mál ef forsætisráðherra og ríkisstjórnin öll hvorki skilur né hlustar á fólkið í landinu, fólkið sem þau eiga að vera að vinna fyrir. Það er orðið augljóst mál að þeir sem sitja við stjórnvölinn tala ekki sama tungumál og við hin. Ég gat allavega ekki betur séð af viðbrögðum forsætisráðherra við umræddum mótmælum en að hann glotti út í annað og spyrði sig: „Af hverju borða þau ekki bara kökur?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Mig grunar að ég hafi ekki verið ein um það að misbjóða viðbrögð forsætisráðherra við mótmælunum á Austurvelli þann 3. nóvember sl. Forsætisráðherra glotti út í annað, virtist ekki vita um hvað málið snerist og fannst þetta bara svolítið krúttlegt. Þetta væri bara orðin svona sæt hefð hjá landanum og hvergi sáust merki um að hann tæki því þannig að verið væri að gagnrýna hans eigin vinnubrögð og kollega hans. Er forsætisráðherra er svo illa tengdur að hann getur ekki með nokkru móti skilið sauðsvartan almúgann? Litla fólkið með litlu skiltin sín. Setjum þetta í búning sem forsætisráðherra og ríkisstjórnin skilur e.t.v. betur. Peningar. Tölum um peninga. Við erum ósátt við það, meðal annars, hvernig sitjandi ríkisstjórn ætlar sér að verja fjármunum og innheimta tekjur samkvæmt nýjasta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skilaboðin eru skýr. Planið er tilraun til nýfrjálshyggju, um tilflutning skattbyrðar frá útgerðarfyrirtækjum og stóreignafólki til almennings sem meðal annars felur í sér niðurfellingu auðlegðarskatts og lækkun veiðigjalda á sama tíma og virðisaukaskattur á mat og fleiri nauðsynjar nánast tvöfaldast, um skert réttindi atvinnulausra og framlag til starfsendurhæfingar, um skert framlög til heilbrigðismála, yfirhöfuð plön sem koma verst niður á atvinnulausum, lífeyrisþegum, sjúklingum og þeim sem minnstu menntunina hafa. Til þess að brúa bilið sökum afnáms auðlegðarskatts og lækkunar veiðigjalda á að grípa til þess snjallræðis, meðal annars, að hækka virðisaukaskatt á mat og byrja að rukka sjúklinga fyrir dýr og sérhæfð lyf. Því eins og við vitum eru sjúklingar einmitt þeir sem eru aflögufærastir í þjóðfélaginu. Hækkun virðisaukaskatts á mat kemur að sjálfsögðu verst niður á lágtekjufólki, eins og það á að vera. En engar áhyggjur, ríkisstjórnin hefur heitið mótvægisaðgerðum sem ná hvorki til allra né komast nálægt því að bæta upp fyrir kjaraskerðinguna sem um ræðir.Skilaboðin skýr Fjárlögin kveða líka á um skerðingu bótaréttar, sem er frábær lausn. Þá er hægt að kippa fótunum undan lífsafkomu fjölda fólks, enda atvinnuleysisbæturnar hvort eð er allt of háar. Auk þess sem vandanum er þá bara velt yfir á sveitarfélögin. Kannski er það misskilningur en það er mín sannfæring að flestir vilji búa í samfélagi þar sem heilbrigðisþjónusta er hluti af almannaþjónustu. Það ríkir neyðarástand í heilbrigðiskerfinu, við þurfum nýjan Landspítala, fleiri lækna og öflugri heilbrigðisþjónustu. Við viljum ekki að heilbrigðisþjónusta sé í höndum einkaaðila, sem er vissulega sú átt sem stjórnvöld eru nú að leiða okkur í, og í leiðinni að gæði og möguleiki á heilbrigðisþjónustu velti á fjárhag. Þetta er hægt, ef vilji er fyrir hendi og fjármunum er forgangsraðað með öðrum hætti en nú er gert. En skilaboðin eru skýr og planið liggur fyrir. Sauðsvartur almúginn á að lepja gallsúran dauðann úr skel á meðan þeir tekjuhæstu njóta góðs af. Þetta eru aðeins fáeinar af ástæðunum fyrir því að fólk mætti á Austurvöll þann 3. nóvember. Það er grafalvarlegt mál ef forsætisráðherra og ríkisstjórnin öll hvorki skilur né hlustar á fólkið í landinu, fólkið sem þau eiga að vera að vinna fyrir. Það er orðið augljóst mál að þeir sem sitja við stjórnvölinn tala ekki sama tungumál og við hin. Ég gat allavega ekki betur séð af viðbrögðum forsætisráðherra við umræddum mótmælum en að hann glotti út í annað og spyrði sig: „Af hverju borða þau ekki bara kökur?“
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun