„Af hverju borða þau ekki bara kökur“ Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Mig grunar að ég hafi ekki verið ein um það að misbjóða viðbrögð forsætisráðherra við mótmælunum á Austurvelli þann 3. nóvember sl. Forsætisráðherra glotti út í annað, virtist ekki vita um hvað málið snerist og fannst þetta bara svolítið krúttlegt. Þetta væri bara orðin svona sæt hefð hjá landanum og hvergi sáust merki um að hann tæki því þannig að verið væri að gagnrýna hans eigin vinnubrögð og kollega hans. Er forsætisráðherra er svo illa tengdur að hann getur ekki með nokkru móti skilið sauðsvartan almúgann? Litla fólkið með litlu skiltin sín. Setjum þetta í búning sem forsætisráðherra og ríkisstjórnin skilur e.t.v. betur. Peningar. Tölum um peninga. Við erum ósátt við það, meðal annars, hvernig sitjandi ríkisstjórn ætlar sér að verja fjármunum og innheimta tekjur samkvæmt nýjasta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skilaboðin eru skýr. Planið er tilraun til nýfrjálshyggju, um tilflutning skattbyrðar frá útgerðarfyrirtækjum og stóreignafólki til almennings sem meðal annars felur í sér niðurfellingu auðlegðarskatts og lækkun veiðigjalda á sama tíma og virðisaukaskattur á mat og fleiri nauðsynjar nánast tvöfaldast, um skert réttindi atvinnulausra og framlag til starfsendurhæfingar, um skert framlög til heilbrigðismála, yfirhöfuð plön sem koma verst niður á atvinnulausum, lífeyrisþegum, sjúklingum og þeim sem minnstu menntunina hafa. Til þess að brúa bilið sökum afnáms auðlegðarskatts og lækkunar veiðigjalda á að grípa til þess snjallræðis, meðal annars, að hækka virðisaukaskatt á mat og byrja að rukka sjúklinga fyrir dýr og sérhæfð lyf. Því eins og við vitum eru sjúklingar einmitt þeir sem eru aflögufærastir í þjóðfélaginu. Hækkun virðisaukaskatts á mat kemur að sjálfsögðu verst niður á lágtekjufólki, eins og það á að vera. En engar áhyggjur, ríkisstjórnin hefur heitið mótvægisaðgerðum sem ná hvorki til allra né komast nálægt því að bæta upp fyrir kjaraskerðinguna sem um ræðir.Skilaboðin skýr Fjárlögin kveða líka á um skerðingu bótaréttar, sem er frábær lausn. Þá er hægt að kippa fótunum undan lífsafkomu fjölda fólks, enda atvinnuleysisbæturnar hvort eð er allt of háar. Auk þess sem vandanum er þá bara velt yfir á sveitarfélögin. Kannski er það misskilningur en það er mín sannfæring að flestir vilji búa í samfélagi þar sem heilbrigðisþjónusta er hluti af almannaþjónustu. Það ríkir neyðarástand í heilbrigðiskerfinu, við þurfum nýjan Landspítala, fleiri lækna og öflugri heilbrigðisþjónustu. Við viljum ekki að heilbrigðisþjónusta sé í höndum einkaaðila, sem er vissulega sú átt sem stjórnvöld eru nú að leiða okkur í, og í leiðinni að gæði og möguleiki á heilbrigðisþjónustu velti á fjárhag. Þetta er hægt, ef vilji er fyrir hendi og fjármunum er forgangsraðað með öðrum hætti en nú er gert. En skilaboðin eru skýr og planið liggur fyrir. Sauðsvartur almúginn á að lepja gallsúran dauðann úr skel á meðan þeir tekjuhæstu njóta góðs af. Þetta eru aðeins fáeinar af ástæðunum fyrir því að fólk mætti á Austurvöll þann 3. nóvember. Það er grafalvarlegt mál ef forsætisráðherra og ríkisstjórnin öll hvorki skilur né hlustar á fólkið í landinu, fólkið sem þau eiga að vera að vinna fyrir. Það er orðið augljóst mál að þeir sem sitja við stjórnvölinn tala ekki sama tungumál og við hin. Ég gat allavega ekki betur séð af viðbrögðum forsætisráðherra við umræddum mótmælum en að hann glotti út í annað og spyrði sig: „Af hverju borða þau ekki bara kökur?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Mig grunar að ég hafi ekki verið ein um það að misbjóða viðbrögð forsætisráðherra við mótmælunum á Austurvelli þann 3. nóvember sl. Forsætisráðherra glotti út í annað, virtist ekki vita um hvað málið snerist og fannst þetta bara svolítið krúttlegt. Þetta væri bara orðin svona sæt hefð hjá landanum og hvergi sáust merki um að hann tæki því þannig að verið væri að gagnrýna hans eigin vinnubrögð og kollega hans. Er forsætisráðherra er svo illa tengdur að hann getur ekki með nokkru móti skilið sauðsvartan almúgann? Litla fólkið með litlu skiltin sín. Setjum þetta í búning sem forsætisráðherra og ríkisstjórnin skilur e.t.v. betur. Peningar. Tölum um peninga. Við erum ósátt við það, meðal annars, hvernig sitjandi ríkisstjórn ætlar sér að verja fjármunum og innheimta tekjur samkvæmt nýjasta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skilaboðin eru skýr. Planið er tilraun til nýfrjálshyggju, um tilflutning skattbyrðar frá útgerðarfyrirtækjum og stóreignafólki til almennings sem meðal annars felur í sér niðurfellingu auðlegðarskatts og lækkun veiðigjalda á sama tíma og virðisaukaskattur á mat og fleiri nauðsynjar nánast tvöfaldast, um skert réttindi atvinnulausra og framlag til starfsendurhæfingar, um skert framlög til heilbrigðismála, yfirhöfuð plön sem koma verst niður á atvinnulausum, lífeyrisþegum, sjúklingum og þeim sem minnstu menntunina hafa. Til þess að brúa bilið sökum afnáms auðlegðarskatts og lækkunar veiðigjalda á að grípa til þess snjallræðis, meðal annars, að hækka virðisaukaskatt á mat og byrja að rukka sjúklinga fyrir dýr og sérhæfð lyf. Því eins og við vitum eru sjúklingar einmitt þeir sem eru aflögufærastir í þjóðfélaginu. Hækkun virðisaukaskatts á mat kemur að sjálfsögðu verst niður á lágtekjufólki, eins og það á að vera. En engar áhyggjur, ríkisstjórnin hefur heitið mótvægisaðgerðum sem ná hvorki til allra né komast nálægt því að bæta upp fyrir kjaraskerðinguna sem um ræðir.Skilaboðin skýr Fjárlögin kveða líka á um skerðingu bótaréttar, sem er frábær lausn. Þá er hægt að kippa fótunum undan lífsafkomu fjölda fólks, enda atvinnuleysisbæturnar hvort eð er allt of háar. Auk þess sem vandanum er þá bara velt yfir á sveitarfélögin. Kannski er það misskilningur en það er mín sannfæring að flestir vilji búa í samfélagi þar sem heilbrigðisþjónusta er hluti af almannaþjónustu. Það ríkir neyðarástand í heilbrigðiskerfinu, við þurfum nýjan Landspítala, fleiri lækna og öflugri heilbrigðisþjónustu. Við viljum ekki að heilbrigðisþjónusta sé í höndum einkaaðila, sem er vissulega sú átt sem stjórnvöld eru nú að leiða okkur í, og í leiðinni að gæði og möguleiki á heilbrigðisþjónustu velti á fjárhag. Þetta er hægt, ef vilji er fyrir hendi og fjármunum er forgangsraðað með öðrum hætti en nú er gert. En skilaboðin eru skýr og planið liggur fyrir. Sauðsvartur almúginn á að lepja gallsúran dauðann úr skel á meðan þeir tekjuhæstu njóta góðs af. Þetta eru aðeins fáeinar af ástæðunum fyrir því að fólk mætti á Austurvöll þann 3. nóvember. Það er grafalvarlegt mál ef forsætisráðherra og ríkisstjórnin öll hvorki skilur né hlustar á fólkið í landinu, fólkið sem þau eiga að vera að vinna fyrir. Það er orðið augljóst mál að þeir sem sitja við stjórnvölinn tala ekki sama tungumál og við hin. Ég gat allavega ekki betur séð af viðbrögðum forsætisráðherra við umræddum mótmælum en að hann glotti út í annað og spyrði sig: „Af hverju borða þau ekki bara kökur?“
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar