Viljum við annars flokks heilbrigðisþjónustu? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 1. nóvember 2014 07:00 Þetta er það eina sem ég get gert. Skrifað. Ég get sagt ykkur frá því hvernig það er að hafa neyðst til að horfa upp á hnignunina sem átt hefur sér stað í íslenska heilbrigðiskerfinu undanfarin ár. Því ég hef kynnst því á eigin skinni – eða öllu heldur á skinni sonar míns. Hann er sex ára á leiðinni í þriðju höfuðkúpuaðgerðina sína á einu og hálfu ári. Þegar hann var fimm mánaða datt pabbi hans niður stiga með hann í fanginu. Sonurinn höfuðkúpubrotnaði og blæddi inn á heila með þeim afleiðingum að hann lamaðist öðrum megin í líkamanum og fékk flogaköst. Flogaköstunum var haldið niðri með lyfjum og hættu þau smám saman. Lömunin gekk einnig til baka. Fyrir það erum við óendanlega þakklát. Fjórum árum síðar fór ég aftur með hann til læknis því mér fannst beinvöxturinn í kringum brotið óeðlilegur. Við vorum send til eins helsta heila- og taugaskurðlæknis landsins sem sá strax að barnið var með stórt gat á höfuðkúpunni sem þyrfti að gera við. Í fyrstu aðgerðinni var tekið bein við hliðina á gatinu, það klofið í tvennt og báðir hlutarnir græddir í aftur. Sú aðgerð tókst vel – en beinið greri ekki. Hálfu ári síðar var gatið orðið jafnstórt og áður svo ákveðið var að gera aðra aðgerð. Þá var tekið þykkara bein, úr hvirflinum, á sama hátt og áður. Fáeinum mánuðum eftir þá aðgerð kom í ljós að hún hafði ekki tekist heldur. Nú er drengurinn boðaður í þriðju aðgerðina sem áætluð er á mánudaginn og á nú að setja títanplötu yfir gatið til að verja heilann.Óvissa og örvænting Á mánudaginn eru læknar hins vegar í verkfalli. Og mestalla næstu viku. Þeir voru líka í verkfalli í þessari viku og því tók innskriftin hans, undirbúningurinn fyrir aðgerðina, þrjár klukkustundir í stað einnar þegar við mættum á boðuðum tíma á fimmtudaginn. Ég er ekki að kvarta undan því að hafa þurft að dveljast með son minn á Landspítalanum í þrjá tíma, alls ekki. Mig langar einfaldlega að deila með ykkur þeirri fullkomnu óvissu sem þar ríkir – og örvæntingunni sem maður skynjaði. Tvöfalt fleiri sjúklingar en venjulega voru skráðir í innskrift. Þeim sjúklingum sem ekki hafði verið hægt að taka á móti vegna verkfallsins var einfaldlega bætt við. Starfsfólkið þurfti því að sinna tvöfalt fleiri sjúklingum en venjulega – og var svigrúmið lítið fyrir. Sex ára drengur – sem er á leið í þriðju stóru höfuðaðgerðina sína á einu og hálfu ári – bíður í fullkominni óvissu yfir því hvenær læknirinn hans getur lagað gatið í höfðinu hans. Honum finnst óskiljanlegt að læknar fái ekki sanngjörn laun – og sérstaklega finnst honum erfitt að skilja að læknar þurfi að neita að mæta í vinnuna til þess að sannfæra ríkisstjórnina um að greiða þeim hærri laun.Yfirvöld brugðust Fyrir rúmu ári skrifaði ég röð fréttaskýringa í Fréttatímann um ástandið á Landspítalanum. Ég heimsótti öll sviðin og talaði við fjölda lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra sérfræðinga. Allir voru sammála um að heilbrigðiskerfið væri á heljarþröm. Læknaskortur væri yfirvofandi – og reyndar orðinn veruleiki á hluta spítalans. Læknar í sérfræðinámi ætluðu sér ekki að snúa aftur heim og þeir sem væru hér væru ýmist á leið á eftirlaun eða að hugsa sér hreyfings. Ástæðan fyrir landflóttanum væri úr sér genginn spítali og léleg laun. Minn skilningur var að ef byggður yrði nýr spítali og aðstaða sjúklinga og starfsfólks þannig bætt og tæki uppfærð væru meiri líkur á að draga mætti úr landflóttanum. Læknarnir sem ég hef talað við eygja enga von. Yfirvöld hafa brugðist þjóðinni með því að fresta í sífellu áformum um nýjan spítala og kjaraviðræður við lækna sigldu í strand svo stéttin þurfti að beita verkfallsrétti sínum í fyrsta skipti – sem algjöru neyðarúrræði. Sjálf veit ég ekkert hvað ég get gert. Ég styð læknana. Ég vil að við borgum samkeppnishæf laun hér á landi. Aðeins þannig er von til þess að nýútskrifuðu sérfræðingarnir okkar snúi heim eftir nám og læknarnir sem þegar eru hér fari ekki annað. Ég styð baráttuna fyrir nýjum spítala og er tilbúin að fórna ýmsu svo hann geti risið. Ég veit bara ekkert við hvern ég á að tala. Mig langar ekki að flytja úr landi. Ég vil búa á Íslandi. Ég er búin að prófa annað og hér finnst mér best að vera. En ég vil ekki búa í landi sem getur ekki boðið upp á fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu. Og heilbrigðisþjónustan okkar er orðin annars flokks – um það er heilbrigðisstarfsfólk sammála. Hvers vegna skilja ráðamenn það ekki? Hvers vegna skella þeir skollaeyrum við örvæntingarópunum? Hvernig getum við, sem þjóð, komið skilaboðunum áleiðis? Ég er ráðþrota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þetta er það eina sem ég get gert. Skrifað. Ég get sagt ykkur frá því hvernig það er að hafa neyðst til að horfa upp á hnignunina sem átt hefur sér stað í íslenska heilbrigðiskerfinu undanfarin ár. Því ég hef kynnst því á eigin skinni – eða öllu heldur á skinni sonar míns. Hann er sex ára á leiðinni í þriðju höfuðkúpuaðgerðina sína á einu og hálfu ári. Þegar hann var fimm mánaða datt pabbi hans niður stiga með hann í fanginu. Sonurinn höfuðkúpubrotnaði og blæddi inn á heila með þeim afleiðingum að hann lamaðist öðrum megin í líkamanum og fékk flogaköst. Flogaköstunum var haldið niðri með lyfjum og hættu þau smám saman. Lömunin gekk einnig til baka. Fyrir það erum við óendanlega þakklát. Fjórum árum síðar fór ég aftur með hann til læknis því mér fannst beinvöxturinn í kringum brotið óeðlilegur. Við vorum send til eins helsta heila- og taugaskurðlæknis landsins sem sá strax að barnið var með stórt gat á höfuðkúpunni sem þyrfti að gera við. Í fyrstu aðgerðinni var tekið bein við hliðina á gatinu, það klofið í tvennt og báðir hlutarnir græddir í aftur. Sú aðgerð tókst vel – en beinið greri ekki. Hálfu ári síðar var gatið orðið jafnstórt og áður svo ákveðið var að gera aðra aðgerð. Þá var tekið þykkara bein, úr hvirflinum, á sama hátt og áður. Fáeinum mánuðum eftir þá aðgerð kom í ljós að hún hafði ekki tekist heldur. Nú er drengurinn boðaður í þriðju aðgerðina sem áætluð er á mánudaginn og á nú að setja títanplötu yfir gatið til að verja heilann.Óvissa og örvænting Á mánudaginn eru læknar hins vegar í verkfalli. Og mestalla næstu viku. Þeir voru líka í verkfalli í þessari viku og því tók innskriftin hans, undirbúningurinn fyrir aðgerðina, þrjár klukkustundir í stað einnar þegar við mættum á boðuðum tíma á fimmtudaginn. Ég er ekki að kvarta undan því að hafa þurft að dveljast með son minn á Landspítalanum í þrjá tíma, alls ekki. Mig langar einfaldlega að deila með ykkur þeirri fullkomnu óvissu sem þar ríkir – og örvæntingunni sem maður skynjaði. Tvöfalt fleiri sjúklingar en venjulega voru skráðir í innskrift. Þeim sjúklingum sem ekki hafði verið hægt að taka á móti vegna verkfallsins var einfaldlega bætt við. Starfsfólkið þurfti því að sinna tvöfalt fleiri sjúklingum en venjulega – og var svigrúmið lítið fyrir. Sex ára drengur – sem er á leið í þriðju stóru höfuðaðgerðina sína á einu og hálfu ári – bíður í fullkominni óvissu yfir því hvenær læknirinn hans getur lagað gatið í höfðinu hans. Honum finnst óskiljanlegt að læknar fái ekki sanngjörn laun – og sérstaklega finnst honum erfitt að skilja að læknar þurfi að neita að mæta í vinnuna til þess að sannfæra ríkisstjórnina um að greiða þeim hærri laun.Yfirvöld brugðust Fyrir rúmu ári skrifaði ég röð fréttaskýringa í Fréttatímann um ástandið á Landspítalanum. Ég heimsótti öll sviðin og talaði við fjölda lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra sérfræðinga. Allir voru sammála um að heilbrigðiskerfið væri á heljarþröm. Læknaskortur væri yfirvofandi – og reyndar orðinn veruleiki á hluta spítalans. Læknar í sérfræðinámi ætluðu sér ekki að snúa aftur heim og þeir sem væru hér væru ýmist á leið á eftirlaun eða að hugsa sér hreyfings. Ástæðan fyrir landflóttanum væri úr sér genginn spítali og léleg laun. Minn skilningur var að ef byggður yrði nýr spítali og aðstaða sjúklinga og starfsfólks þannig bætt og tæki uppfærð væru meiri líkur á að draga mætti úr landflóttanum. Læknarnir sem ég hef talað við eygja enga von. Yfirvöld hafa brugðist þjóðinni með því að fresta í sífellu áformum um nýjan spítala og kjaraviðræður við lækna sigldu í strand svo stéttin þurfti að beita verkfallsrétti sínum í fyrsta skipti – sem algjöru neyðarúrræði. Sjálf veit ég ekkert hvað ég get gert. Ég styð læknana. Ég vil að við borgum samkeppnishæf laun hér á landi. Aðeins þannig er von til þess að nýútskrifuðu sérfræðingarnir okkar snúi heim eftir nám og læknarnir sem þegar eru hér fari ekki annað. Ég styð baráttuna fyrir nýjum spítala og er tilbúin að fórna ýmsu svo hann geti risið. Ég veit bara ekkert við hvern ég á að tala. Mig langar ekki að flytja úr landi. Ég vil búa á Íslandi. Ég er búin að prófa annað og hér finnst mér best að vera. En ég vil ekki búa í landi sem getur ekki boðið upp á fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu. Og heilbrigðisþjónustan okkar er orðin annars flokks – um það er heilbrigðisstarfsfólk sammála. Hvers vegna skilja ráðamenn það ekki? Hvers vegna skella þeir skollaeyrum við örvæntingarópunum? Hvernig getum við, sem þjóð, komið skilaboðunum áleiðis? Ég er ráðþrota.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun