Við erum okkar hörðustu gagnrýnendur Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2014 07:00 Aron Kristjánsson er klár í slaginn gegn Ísraelsmönnum í Laugardalshöllinni í kvöld. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í undankeppni EM 2016 í kvöld þegar liðið mætir Ísrael í Laugardalshöllinni klukkan 19.30. Strákarnir þurfa að hrista af sér vonbrigðin rosalegu frá því í sumar þegar liðið tapaði fyrir Bosníu í umspili um sæti á HM. Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði var hreinskilinn í viðtali við íþróttadeild á mánudaginn þegar hann sagðist hafa orðið var við andlega þreytu í kringum leikina, og Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tekur undir orð fyrirliðans. „Alveg klárlega. Við erum búnir að greina þetta fram og til baka og ræða við alla leikmenn. Yfirskriftin var vanmat og andleg þreyta. Þegar vanmat er í gangi þá kemur andlega þreytan fram og meiðslin verða meiri. Menn fara í aðgerðir sem þeir þurfa kannski að fara í og svo framvegis. Menn halda að þetta sé í lagi, en svo allt í einu stöndum við uppi með mörg afboð og marga menn meidda,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær, en nú á að spýta í lófana og koma sér á EM í Póllandi sem fram fer í janúar 2016. „Við þurfum að nýta þann kraft sem gefst úr svona áfalli. Þó menn hafi verið að klára góð tímabil með sínum félagsliðum í fyrra þá eyðilögðu þessir leikir sumarið fyrir mönnum og þeir eru með óbragð í munni. Menn eru virkilega hugarfarslega vel stemmdir og tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir landsliðið. Það byrjar núna strax og það er alveg klárt að við ætlum að lyfta okkur aftur upp í hæstu hæðir. Þessi undankeppni er gríðarlega mikilvæg upp á það,“ sagði Aron. Landsliðsþjálfarinn tekur það ekkert inn á sig að liðið sé gagnrýnt fyrir tapið gegn Bosníu. Hann skilur manna best þær kröfur sem gerðar eru til liðsins. „Við áttum að vinna Bosníu, það er bara svoleiðis. Við horfum allir í eigin barm og viðurkennum að þetta var ekki nógu gott. Við erum okkar hörðustu gagnrýnendur og það er kannski kostur okkar liðs að menn eru tilbúnir að líta inn á við og fara í naflaskoðun. Ef þú ert ekki tilbúinn í það þá bætirðu þig aldrei,“ sagði Aron. Ísraelska liðið er ekki hátt skrifað og tapaði fyrir Finnum í aðdraganda Íslandsfararinnar. Auk þess eru Svartfellingar og Serbar með í riðlinum og markmiðið er skýrt. „Við stefnum á fyrsta sætið, en markmið númer eitt er að komast á EM. Við ætlum samt að reyna að vinna þennan riðil. Við unnum EM-riðilinn fyrir mótið 2014 gegn sterkum liðum og það er það sem við viljum,“ sagði Aron Kristjánsson. Handbolti Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í undankeppni EM 2016 í kvöld þegar liðið mætir Ísrael í Laugardalshöllinni klukkan 19.30. Strákarnir þurfa að hrista af sér vonbrigðin rosalegu frá því í sumar þegar liðið tapaði fyrir Bosníu í umspili um sæti á HM. Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði var hreinskilinn í viðtali við íþróttadeild á mánudaginn þegar hann sagðist hafa orðið var við andlega þreytu í kringum leikina, og Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tekur undir orð fyrirliðans. „Alveg klárlega. Við erum búnir að greina þetta fram og til baka og ræða við alla leikmenn. Yfirskriftin var vanmat og andleg þreyta. Þegar vanmat er í gangi þá kemur andlega þreytan fram og meiðslin verða meiri. Menn fara í aðgerðir sem þeir þurfa kannski að fara í og svo framvegis. Menn halda að þetta sé í lagi, en svo allt í einu stöndum við uppi með mörg afboð og marga menn meidda,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær, en nú á að spýta í lófana og koma sér á EM í Póllandi sem fram fer í janúar 2016. „Við þurfum að nýta þann kraft sem gefst úr svona áfalli. Þó menn hafi verið að klára góð tímabil með sínum félagsliðum í fyrra þá eyðilögðu þessir leikir sumarið fyrir mönnum og þeir eru með óbragð í munni. Menn eru virkilega hugarfarslega vel stemmdir og tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir landsliðið. Það byrjar núna strax og það er alveg klárt að við ætlum að lyfta okkur aftur upp í hæstu hæðir. Þessi undankeppni er gríðarlega mikilvæg upp á það,“ sagði Aron. Landsliðsþjálfarinn tekur það ekkert inn á sig að liðið sé gagnrýnt fyrir tapið gegn Bosníu. Hann skilur manna best þær kröfur sem gerðar eru til liðsins. „Við áttum að vinna Bosníu, það er bara svoleiðis. Við horfum allir í eigin barm og viðurkennum að þetta var ekki nógu gott. Við erum okkar hörðustu gagnrýnendur og það er kannski kostur okkar liðs að menn eru tilbúnir að líta inn á við og fara í naflaskoðun. Ef þú ert ekki tilbúinn í það þá bætirðu þig aldrei,“ sagði Aron. Ísraelska liðið er ekki hátt skrifað og tapaði fyrir Finnum í aðdraganda Íslandsfararinnar. Auk þess eru Svartfellingar og Serbar með í riðlinum og markmiðið er skýrt. „Við stefnum á fyrsta sætið, en markmið númer eitt er að komast á EM. Við ætlum samt að reyna að vinna þennan riðil. Við unnum EM-riðilinn fyrir mótið 2014 gegn sterkum liðum og það er það sem við viljum,“ sagði Aron Kristjánsson.
Handbolti Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira