Við erum okkar hörðustu gagnrýnendur Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2014 07:00 Aron Kristjánsson er klár í slaginn gegn Ísraelsmönnum í Laugardalshöllinni í kvöld. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í undankeppni EM 2016 í kvöld þegar liðið mætir Ísrael í Laugardalshöllinni klukkan 19.30. Strákarnir þurfa að hrista af sér vonbrigðin rosalegu frá því í sumar þegar liðið tapaði fyrir Bosníu í umspili um sæti á HM. Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði var hreinskilinn í viðtali við íþróttadeild á mánudaginn þegar hann sagðist hafa orðið var við andlega þreytu í kringum leikina, og Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tekur undir orð fyrirliðans. „Alveg klárlega. Við erum búnir að greina þetta fram og til baka og ræða við alla leikmenn. Yfirskriftin var vanmat og andleg þreyta. Þegar vanmat er í gangi þá kemur andlega þreytan fram og meiðslin verða meiri. Menn fara í aðgerðir sem þeir þurfa kannski að fara í og svo framvegis. Menn halda að þetta sé í lagi, en svo allt í einu stöndum við uppi með mörg afboð og marga menn meidda,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær, en nú á að spýta í lófana og koma sér á EM í Póllandi sem fram fer í janúar 2016. „Við þurfum að nýta þann kraft sem gefst úr svona áfalli. Þó menn hafi verið að klára góð tímabil með sínum félagsliðum í fyrra þá eyðilögðu þessir leikir sumarið fyrir mönnum og þeir eru með óbragð í munni. Menn eru virkilega hugarfarslega vel stemmdir og tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir landsliðið. Það byrjar núna strax og það er alveg klárt að við ætlum að lyfta okkur aftur upp í hæstu hæðir. Þessi undankeppni er gríðarlega mikilvæg upp á það,“ sagði Aron. Landsliðsþjálfarinn tekur það ekkert inn á sig að liðið sé gagnrýnt fyrir tapið gegn Bosníu. Hann skilur manna best þær kröfur sem gerðar eru til liðsins. „Við áttum að vinna Bosníu, það er bara svoleiðis. Við horfum allir í eigin barm og viðurkennum að þetta var ekki nógu gott. Við erum okkar hörðustu gagnrýnendur og það er kannski kostur okkar liðs að menn eru tilbúnir að líta inn á við og fara í naflaskoðun. Ef þú ert ekki tilbúinn í það þá bætirðu þig aldrei,“ sagði Aron. Ísraelska liðið er ekki hátt skrifað og tapaði fyrir Finnum í aðdraganda Íslandsfararinnar. Auk þess eru Svartfellingar og Serbar með í riðlinum og markmiðið er skýrt. „Við stefnum á fyrsta sætið, en markmið númer eitt er að komast á EM. Við ætlum samt að reyna að vinna þennan riðil. Við unnum EM-riðilinn fyrir mótið 2014 gegn sterkum liðum og það er það sem við viljum,“ sagði Aron Kristjánsson. Handbolti Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í undankeppni EM 2016 í kvöld þegar liðið mætir Ísrael í Laugardalshöllinni klukkan 19.30. Strákarnir þurfa að hrista af sér vonbrigðin rosalegu frá því í sumar þegar liðið tapaði fyrir Bosníu í umspili um sæti á HM. Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði var hreinskilinn í viðtali við íþróttadeild á mánudaginn þegar hann sagðist hafa orðið var við andlega þreytu í kringum leikina, og Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tekur undir orð fyrirliðans. „Alveg klárlega. Við erum búnir að greina þetta fram og til baka og ræða við alla leikmenn. Yfirskriftin var vanmat og andleg þreyta. Þegar vanmat er í gangi þá kemur andlega þreytan fram og meiðslin verða meiri. Menn fara í aðgerðir sem þeir þurfa kannski að fara í og svo framvegis. Menn halda að þetta sé í lagi, en svo allt í einu stöndum við uppi með mörg afboð og marga menn meidda,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær, en nú á að spýta í lófana og koma sér á EM í Póllandi sem fram fer í janúar 2016. „Við þurfum að nýta þann kraft sem gefst úr svona áfalli. Þó menn hafi verið að klára góð tímabil með sínum félagsliðum í fyrra þá eyðilögðu þessir leikir sumarið fyrir mönnum og þeir eru með óbragð í munni. Menn eru virkilega hugarfarslega vel stemmdir og tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir landsliðið. Það byrjar núna strax og það er alveg klárt að við ætlum að lyfta okkur aftur upp í hæstu hæðir. Þessi undankeppni er gríðarlega mikilvæg upp á það,“ sagði Aron. Landsliðsþjálfarinn tekur það ekkert inn á sig að liðið sé gagnrýnt fyrir tapið gegn Bosníu. Hann skilur manna best þær kröfur sem gerðar eru til liðsins. „Við áttum að vinna Bosníu, það er bara svoleiðis. Við horfum allir í eigin barm og viðurkennum að þetta var ekki nógu gott. Við erum okkar hörðustu gagnrýnendur og það er kannski kostur okkar liðs að menn eru tilbúnir að líta inn á við og fara í naflaskoðun. Ef þú ert ekki tilbúinn í það þá bætirðu þig aldrei,“ sagði Aron. Ísraelska liðið er ekki hátt skrifað og tapaði fyrir Finnum í aðdraganda Íslandsfararinnar. Auk þess eru Svartfellingar og Serbar með í riðlinum og markmiðið er skýrt. „Við stefnum á fyrsta sætið, en markmið númer eitt er að komast á EM. Við ætlum samt að reyna að vinna þennan riðil. Við unnum EM-riðilinn fyrir mótið 2014 gegn sterkum liðum og það er það sem við viljum,“ sagði Aron Kristjánsson.
Handbolti Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira