Ekkert kvöld eins 25. október 2014 10:00 Hjördís Lilja Örnólfsdóttir notar helgarnar til að hlaða batteríin og eiga ljúfar stundir með manni sínum og dóttur. mynd/steve lorenz Dansarinn Hjördís Lilja Örnólfsdóttir stígur á svið með Íslenska dansflokknum í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hún segist heppin að eiga barn sem er algjör B-manneskja og geta kúrt lengi frameftir um helgar. Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég reyni að slappa vel af og eiga góðar stundir með dóttur minni og manninum mínum.Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Í kvöld ætla ég að frumsýna dansverkið Emotional með Íslenska dansflokknum í Borgarleikhúsinu og get ekki beðið eftir að sýna áhorfendum þetta magnaða dansverk. Ég er afar stolt af þessari frábæru sýningu og hvet fólk til að ná sér tímanlega í miða því sýningarnar verða bara fimm.Hvar finnst þér best að vera um helgar? Mér finnst best að vera heima hjá mér eða í góðra vina hópi.Vakirðu fram eftir um helgar? Já, ég vaki yfirleitt aðeins lengur um helgar, annaðhvort vegna gleðskapar eða þá að ég horfi á góða mynd.Ertu árrisul eða sefur út? Mér finnst voða gott að fá að sofa út um helgar og hef kost á slíku því ég er svo heppin að eiga barn sem er algjör B-manneskja.Hver er draumamorgunverðurinn? Ég elska vel útilátinn morgunverð eins og bröns þar sem maður fær sitt lítið af hverju, bæði matarkyns og sætmeti.Hvernig er dæmigert laugardagskvöld í þínu lífi? Ég á mér enga sérstaka laugardagsrútínu og því er ekkert laugardagskvöld í mínu lífi eins.Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið þitt? Ég á mér engan sérstakan nammidag heldur borða sætt þegar mig langar í sætindi. Ég reyni þó að borða ekki of mikið í einu. Í mestu dálæti er ís og uppáhaldssúkkulaðið Ritter Sport í næstum öllum bragðtegundum.Hvað maularðu í sjónvarpssófanum á kósíkvöldi? Það fer svolítið eftir því í hvernig stuði ég er en oftast verður ofangreint uppáhaldsnammi fyrir valinu.Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Nei, það er vandasamt því ég er mjög oft með sýningar á sunnudögum.Ferðu í sunnudagsmessu? Nei, ég fer ekki nógu oft í kirkju en er þó byrjuð að fara með dóttur mína í sunnudagaskólann.Hvað verður með sunnudagskaffinu og með hverjum drekkur þú það? Örugglega gómsæt kaka sem ég nýt með manni mínum og dóttur og kannski bætast mamma mín og bróðir í hópinn.Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Fyrir mig sem dansara eru helgarfríin til að hvíla líkama og sál og endurhlaða batteríin fyrir komandi viku. Síðast en ekki síst eru helgarnar kærkomnar til að verja heilum dögum með barninu mínu. Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Dansarinn Hjördís Lilja Örnólfsdóttir stígur á svið með Íslenska dansflokknum í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hún segist heppin að eiga barn sem er algjör B-manneskja og geta kúrt lengi frameftir um helgar. Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég reyni að slappa vel af og eiga góðar stundir með dóttur minni og manninum mínum.Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Í kvöld ætla ég að frumsýna dansverkið Emotional með Íslenska dansflokknum í Borgarleikhúsinu og get ekki beðið eftir að sýna áhorfendum þetta magnaða dansverk. Ég er afar stolt af þessari frábæru sýningu og hvet fólk til að ná sér tímanlega í miða því sýningarnar verða bara fimm.Hvar finnst þér best að vera um helgar? Mér finnst best að vera heima hjá mér eða í góðra vina hópi.Vakirðu fram eftir um helgar? Já, ég vaki yfirleitt aðeins lengur um helgar, annaðhvort vegna gleðskapar eða þá að ég horfi á góða mynd.Ertu árrisul eða sefur út? Mér finnst voða gott að fá að sofa út um helgar og hef kost á slíku því ég er svo heppin að eiga barn sem er algjör B-manneskja.Hver er draumamorgunverðurinn? Ég elska vel útilátinn morgunverð eins og bröns þar sem maður fær sitt lítið af hverju, bæði matarkyns og sætmeti.Hvernig er dæmigert laugardagskvöld í þínu lífi? Ég á mér enga sérstaka laugardagsrútínu og því er ekkert laugardagskvöld í mínu lífi eins.Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið þitt? Ég á mér engan sérstakan nammidag heldur borða sætt þegar mig langar í sætindi. Ég reyni þó að borða ekki of mikið í einu. Í mestu dálæti er ís og uppáhaldssúkkulaðið Ritter Sport í næstum öllum bragðtegundum.Hvað maularðu í sjónvarpssófanum á kósíkvöldi? Það fer svolítið eftir því í hvernig stuði ég er en oftast verður ofangreint uppáhaldsnammi fyrir valinu.Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Nei, það er vandasamt því ég er mjög oft með sýningar á sunnudögum.Ferðu í sunnudagsmessu? Nei, ég fer ekki nógu oft í kirkju en er þó byrjuð að fara með dóttur mína í sunnudagaskólann.Hvað verður með sunnudagskaffinu og með hverjum drekkur þú það? Örugglega gómsæt kaka sem ég nýt með manni mínum og dóttur og kannski bætast mamma mín og bróðir í hópinn.Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Fyrir mig sem dansara eru helgarfríin til að hvíla líkama og sál og endurhlaða batteríin fyrir komandi viku. Síðast en ekki síst eru helgarnar kærkomnar til að verja heilum dögum með barninu mínu.
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira