Við getum gert betur! Ólafía B. Rafnsdóttir skrifar 24. október 2014 07:00 Konur innan VR eru með 8,5% lægri laun en karlar í félaginu af þeirri ástæðu einni að þær eru konur. Staðan innan VR er þó skárri en hjá mörgum öðrum stéttarfélögum og hópum í þjóðfélaginu, laun kvenna eru víða mun lægri en karla án þess að hægt sé að skýra það á viðunandi hátt. Þetta á ekki að eiga sér stað í nútímaþjóðfélagi. VR hefur lengi lagt áherslu á baráttuna fyrir jafnrétti á vinnumarkaði, ekki bara vegna þess að í VR er meirihluti félagsmanna konur heldur af þeirri einföldu ástæðu að jafnrétti er sjálfsögð mannréttindi.Minnkað um 40% frá 2000 Árangur af baráttu félagsins er sýnilegur og marktækur – kynbundinn launamunur innan VR hefur dregist saman um rúmlega 40% frá aldamótum. Árið 2000 var munurinn 15,3% en er í dag 8,5% eins og fyrr sagði. Það er sá munur sem eftir stendur þegar búið er að taka tillit til vinnutímans, starfsins og allra annarra þátta sem hafa áhrif á laun félagsmanna. En þetta er ekki nóg, það er enn munur á launum karla og kvenna sem ekki er hægt að skýra. Ég hef áður bent á það sem VR hefur gert í þessari baráttu: Við höfum lagt áherslu á jafnrétti í kjarasamningum; við höfum skoðað stöðu kvenna sérstaklega í launakönnunum; við ruddum brautina fyrir nýjum fæðingarorlofslögum með því að greiða félagsmönnum laun í fæðingarorlofi; við höfum haldið námskeið og við höfum farið í herferðir svo ég nefni bara nokkur atriði.Jafnlaunavottun VR Við verðum alltaf að vera á tánum þegar kemur að jafnrétti. Aðgerðir síðustu ára hafa vissulega skilað okkur áleiðis - en þær hafa ekki dugað. Fyrir hálfu öðru ári kynntum við nýja nálgun, Jafnlaunavottun VR sem er rökrétt framhald af því sem við höfum verið að gera. Þar tökum við höndum saman með atvinnurekendum. Jafnlaunavottun VR er hagnýtt stjórntæki fyrir fyrirtæki til að tryggja að kynferði ráði engu um launaákvarðanir. Ég hvet fyrirtæki til að nýta sér Jafnlaunavottun VR – hún er fyrir öll fyrirtæki og opinberar stofnanir, burtséð frá því hvort starfsmennirnir eru í VR eða ekki. Við viljum leggja áherslu á að unga fólkið komi inn á vinnumarkaðinn á jafnréttisgrundvelli. Hvernig gerum við það? Með því að fræða ungt fólk um þessi mál, eins og gert er í VR-Skóla lífsins sem félagið hleypti af stokkunum í lok september. Það gerum við einnig með því að fara í skólana og fjalla um jafnrétti samhliða réttindum og skyldum á vinnumarkaði, eins og VR hefur gert í tæpa tvo áratugi. Og það gerum við, hvert og eitt, í uppeldi barna okkar.Horfum fram á veginn Þann 24. október 1975 lögðu konur á íslenskum vinnumarkaði niður störf til að krefjast jafnréttis. Að við skulum enn vera að hamra á sömu kröfunum næstum fjórum áratugum síðar er algerlega óásættanlegt. Ég hef aldrei hitt neinn sem telur að það sé í lagi að greiða mismunandi laun fyrir sama starf. Hefur þú hitt einhvern slíkan? Konur gegna jafnmikilvægu hlutverki í atvinnulífinu og karlar. Viðurkennum það í orði, sýnum það í verki og höldum áfram! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Konur innan VR eru með 8,5% lægri laun en karlar í félaginu af þeirri ástæðu einni að þær eru konur. Staðan innan VR er þó skárri en hjá mörgum öðrum stéttarfélögum og hópum í þjóðfélaginu, laun kvenna eru víða mun lægri en karla án þess að hægt sé að skýra það á viðunandi hátt. Þetta á ekki að eiga sér stað í nútímaþjóðfélagi. VR hefur lengi lagt áherslu á baráttuna fyrir jafnrétti á vinnumarkaði, ekki bara vegna þess að í VR er meirihluti félagsmanna konur heldur af þeirri einföldu ástæðu að jafnrétti er sjálfsögð mannréttindi.Minnkað um 40% frá 2000 Árangur af baráttu félagsins er sýnilegur og marktækur – kynbundinn launamunur innan VR hefur dregist saman um rúmlega 40% frá aldamótum. Árið 2000 var munurinn 15,3% en er í dag 8,5% eins og fyrr sagði. Það er sá munur sem eftir stendur þegar búið er að taka tillit til vinnutímans, starfsins og allra annarra þátta sem hafa áhrif á laun félagsmanna. En þetta er ekki nóg, það er enn munur á launum karla og kvenna sem ekki er hægt að skýra. Ég hef áður bent á það sem VR hefur gert í þessari baráttu: Við höfum lagt áherslu á jafnrétti í kjarasamningum; við höfum skoðað stöðu kvenna sérstaklega í launakönnunum; við ruddum brautina fyrir nýjum fæðingarorlofslögum með því að greiða félagsmönnum laun í fæðingarorlofi; við höfum haldið námskeið og við höfum farið í herferðir svo ég nefni bara nokkur atriði.Jafnlaunavottun VR Við verðum alltaf að vera á tánum þegar kemur að jafnrétti. Aðgerðir síðustu ára hafa vissulega skilað okkur áleiðis - en þær hafa ekki dugað. Fyrir hálfu öðru ári kynntum við nýja nálgun, Jafnlaunavottun VR sem er rökrétt framhald af því sem við höfum verið að gera. Þar tökum við höndum saman með atvinnurekendum. Jafnlaunavottun VR er hagnýtt stjórntæki fyrir fyrirtæki til að tryggja að kynferði ráði engu um launaákvarðanir. Ég hvet fyrirtæki til að nýta sér Jafnlaunavottun VR – hún er fyrir öll fyrirtæki og opinberar stofnanir, burtséð frá því hvort starfsmennirnir eru í VR eða ekki. Við viljum leggja áherslu á að unga fólkið komi inn á vinnumarkaðinn á jafnréttisgrundvelli. Hvernig gerum við það? Með því að fræða ungt fólk um þessi mál, eins og gert er í VR-Skóla lífsins sem félagið hleypti af stokkunum í lok september. Það gerum við einnig með því að fara í skólana og fjalla um jafnrétti samhliða réttindum og skyldum á vinnumarkaði, eins og VR hefur gert í tæpa tvo áratugi. Og það gerum við, hvert og eitt, í uppeldi barna okkar.Horfum fram á veginn Þann 24. október 1975 lögðu konur á íslenskum vinnumarkaði niður störf til að krefjast jafnréttis. Að við skulum enn vera að hamra á sömu kröfunum næstum fjórum áratugum síðar er algerlega óásættanlegt. Ég hef aldrei hitt neinn sem telur að það sé í lagi að greiða mismunandi laun fyrir sama starf. Hefur þú hitt einhvern slíkan? Konur gegna jafnmikilvægu hlutverki í atvinnulífinu og karlar. Viðurkennum það í orði, sýnum það í verki og höldum áfram!
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar