Gylfaginning Frosti Ólafsson skrifar 23. október 2014 07:00 Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, birti grein á þriðjudag um áhrif áformaðra neysluskattsbreytinga á ólíka þjóðfélagshópa. Gylfi stillti orðum sínum ekki í hóf heldur talaði meðal annars um „fráleitar forsendur“ fjármálaráðuneytisins, „fjarstæðukenndar fullyrðingar“ og „mjög skýrar“ hagtölur. Að lokum skilgreinir Gylfi afleiðingu breytinganna sem meiri ójöfnuð í samfélaginu. Í því ljósi er áhugavert að skoða nánar þær forsendur, fullyrðingar og hagtölur sem komu fram í greininni og hver áhrif breytinganna á ólíka þjóðfélagshópa munu verða:1. Matvælaútgjöld eftir tekjuhópum. Gylfi fullyrðir að útgjöld vegna kaupa á matvælum og drykkjarföngum hjá þeim Íslendingum sem hafi lægstar tekjur séu nær fjórðungi hærra hlutfall af öllum útgjöldum en hjá þeim sem eru með hæstar tekjur. Hið rétta er að hlutfallið er 14,7% hjá þeim tekjulægstu en 14,5% hjá þeim tekjuhæstu samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar. Gylfi margfaldar því mismuninn með því að segja hann vera um 25%.2. Raftækjaútgjöld eftir tekjuhópum. Gylfi fullyrðir að útgjöld vegna kaupa raftækja, sem eiga að lækka í verði við breytingarnar, séu meira en helmingi hærra hlutfall heildarútgjalda hjá tekjuhæsta hópnum en þeim tekjulægsta. Hið rétta er að hlutfallið er 1% hjá þeim tekjulægstu en 1,1% hjá þeim tekjuhæstu. Aftur margfaldar Gylfi því mismuninn og segir hann vera yfir 50%.3. Kostnaður við hverja máltíð. Gylfi segir að fjármálaráðuneytið geri ráð fyrir að hver máltíð kosti 209 kr. á mann fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Hið rétta er að eingöngu er gert ráð fyrir innkaupum í matvöruverslunum. Máltíðir í mötuneytum í skólum, á vinnustöðum, kaffihúsum og veitingastöðum eru ekki inni í þessum tölum. Því er rangt að deila matvælaútgjöldum niður með þeim hætti sem Gylfi hefur gert.4. Skilvirkni aðgerða til tekjujöfnunar. Gylfi segir að aðrar aðgerðir en lækkun gjalda á nauðsynjavörur geti verið enn skilvirkari til að draga úr misskiptingu í samfélaginu. Gylfi gefur því til kynna að slík lækkun geti verið skilvirk leið. Hið rétta er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, OECD og fyrrverandi ríkisskattstjóri hafa bent á að lægri virðisaukaskattur á nauðsynjavörur sé óskilvirk leið til tekjujöfnunar. Það er því villandi að gefa til kynna að sú leið geti verið skilvirk. Ef heildaráhrif áformaðra breytinga á neyslusköttum á ólíka tekjuhópa eru skoðuð kemur í ljós að kaupmáttur allra mun aukast, enda er skipting útgjalda á milli hærra og lægra þreps virðisaukaskatts svipuð eftir tekjuhópum. Þar sem þeir tekjulægstu verja hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í neyslu eru áhrifin jákvæðust fyrir þann hóp. Eini þjóðfélagshópurinn sem ver hærra hlutfalli útgjalda í matvæli en aðrir eru barnafjölskyldur. Í nýju fjárlagafrumvarpi er því gert ráð fyrir hækkun barnabóta sem vegur rúmlega upp þá útgjaldahækkun sem barnafjölskyldur verða fyrir. Áhrifin á þann þjóðfélagshóp eru því einnig jákvæð. Fyrirliggjandi breytingar á neyslusköttum fela því í sér skattalækkun sem eykur kaupmátt allra tekjuhópa og dregur á sama tíma úr ójöfnuði í samfélaginu. Það er ofar skilningi undirritaðs hvernig fræðimenn líkt og Gylfi Magnússon geta fengið út allt aðra niðurstöðu. Ein möguleg skýring er að Gylfi hafi látið ginnast af orðræðu stjórnmálanna og sett fræðin til hliðar í þetta skipið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, birti grein á þriðjudag um áhrif áformaðra neysluskattsbreytinga á ólíka þjóðfélagshópa. Gylfi stillti orðum sínum ekki í hóf heldur talaði meðal annars um „fráleitar forsendur“ fjármálaráðuneytisins, „fjarstæðukenndar fullyrðingar“ og „mjög skýrar“ hagtölur. Að lokum skilgreinir Gylfi afleiðingu breytinganna sem meiri ójöfnuð í samfélaginu. Í því ljósi er áhugavert að skoða nánar þær forsendur, fullyrðingar og hagtölur sem komu fram í greininni og hver áhrif breytinganna á ólíka þjóðfélagshópa munu verða:1. Matvælaútgjöld eftir tekjuhópum. Gylfi fullyrðir að útgjöld vegna kaupa á matvælum og drykkjarföngum hjá þeim Íslendingum sem hafi lægstar tekjur séu nær fjórðungi hærra hlutfall af öllum útgjöldum en hjá þeim sem eru með hæstar tekjur. Hið rétta er að hlutfallið er 14,7% hjá þeim tekjulægstu en 14,5% hjá þeim tekjuhæstu samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar. Gylfi margfaldar því mismuninn með því að segja hann vera um 25%.2. Raftækjaútgjöld eftir tekjuhópum. Gylfi fullyrðir að útgjöld vegna kaupa raftækja, sem eiga að lækka í verði við breytingarnar, séu meira en helmingi hærra hlutfall heildarútgjalda hjá tekjuhæsta hópnum en þeim tekjulægsta. Hið rétta er að hlutfallið er 1% hjá þeim tekjulægstu en 1,1% hjá þeim tekjuhæstu. Aftur margfaldar Gylfi því mismuninn og segir hann vera yfir 50%.3. Kostnaður við hverja máltíð. Gylfi segir að fjármálaráðuneytið geri ráð fyrir að hver máltíð kosti 209 kr. á mann fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Hið rétta er að eingöngu er gert ráð fyrir innkaupum í matvöruverslunum. Máltíðir í mötuneytum í skólum, á vinnustöðum, kaffihúsum og veitingastöðum eru ekki inni í þessum tölum. Því er rangt að deila matvælaútgjöldum niður með þeim hætti sem Gylfi hefur gert.4. Skilvirkni aðgerða til tekjujöfnunar. Gylfi segir að aðrar aðgerðir en lækkun gjalda á nauðsynjavörur geti verið enn skilvirkari til að draga úr misskiptingu í samfélaginu. Gylfi gefur því til kynna að slík lækkun geti verið skilvirk leið. Hið rétta er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, OECD og fyrrverandi ríkisskattstjóri hafa bent á að lægri virðisaukaskattur á nauðsynjavörur sé óskilvirk leið til tekjujöfnunar. Það er því villandi að gefa til kynna að sú leið geti verið skilvirk. Ef heildaráhrif áformaðra breytinga á neyslusköttum á ólíka tekjuhópa eru skoðuð kemur í ljós að kaupmáttur allra mun aukast, enda er skipting útgjalda á milli hærra og lægra þreps virðisaukaskatts svipuð eftir tekjuhópum. Þar sem þeir tekjulægstu verja hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í neyslu eru áhrifin jákvæðust fyrir þann hóp. Eini þjóðfélagshópurinn sem ver hærra hlutfalli útgjalda í matvæli en aðrir eru barnafjölskyldur. Í nýju fjárlagafrumvarpi er því gert ráð fyrir hækkun barnabóta sem vegur rúmlega upp þá útgjaldahækkun sem barnafjölskyldur verða fyrir. Áhrifin á þann þjóðfélagshóp eru því einnig jákvæð. Fyrirliggjandi breytingar á neyslusköttum fela því í sér skattalækkun sem eykur kaupmátt allra tekjuhópa og dregur á sama tíma úr ójöfnuði í samfélaginu. Það er ofar skilningi undirritaðs hvernig fræðimenn líkt og Gylfi Magnússon geta fengið út allt aðra niðurstöðu. Ein möguleg skýring er að Gylfi hafi látið ginnast af orðræðu stjórnmálanna og sett fræðin til hliðar í þetta skipið.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun