McConaughey hylltur Þórður Ingi Jónsson skrifar 23. október 2014 11:30 McConaughey skálar með Jimmy Kimmel og dóttur sinni. Leikarinn Matthew McConaughey hlaut American Cinematheque-verðlaunin á þriðjudaginn en þau eru veitt framúrskarandi listamönnum í skemmtanabransanum sem „einsetja sér að leggja fram eitthvað sem skiptir máli til kvikmyndalistarinnar“. McConaughey hefur starfað sem leikari í Hollywood í 22 ár. Í verðlaunaafhendingarveislunni á Hilton-hótelinu í Beverly Hills deildi leikarinn reynslu sinni með gestum og leiðrétti ýmsan misskilning. „Mér var ekki boðið hlutverkið í Titanic,“ sagði hann. „Fyrsta reglan: handrit með tíu milljónir dala áfastar er fyndnara en sama handritið með einungis eina milljón áfasta. Í öðru lagi verður maður að gera ráð fyrir að uppbygging handritsins hjálpi manni við leikinn,“ bætti McConaughey við og sagði sögu af sjálfum sér við upphaf ferils síns, þegar hann var mjög upptekinn af því að leika „eðlilega“ og las ekki handritið fyrr en hann mætti á tökustað. „Þá komst ég að því að minn hluti var tveggja blaðsíðna eintal á spænsku.“ Þriðja reynslan sem McConaughey vildi deila snerist um að mæta með börnin sín í upptökuverið. Snemma á leikferlinum taldi hann það vera slæma hugmynd. Þetta viðhorf hans breyttist þegar hann eignaðist loksins börn. „Mér finnst alveg frábært að hafa börnin mín með á tökustað.“ Fjölmargar stjörnur gerðu góðlátlegt grín að leikaranum svo sem Kate Hudson, Reese Witherspoon, vinur hans Woody Harrelson og Sandra Bullock, sem las upp ljóð eftir sig. Leikstjórinn Richard Linklater, sem leikstýrði McConaughey í Dazed & Confused og The Newton Boys, hafði þetta að segja: „Hann fór aldrei úr bolnum, í hvorugri myndinni.“ Grínarinn Jimmy Kimmel var kynnir kvöldsins og gerði auðvitað góðlátlegt grín að leikaranum. „Hann er ekki bara snoppufríður,“ sagði hann, „hann er líka með æsandi kropp.“ Undir lokin skáluðu þeir Kimmel og McConaughey síðan í Miller Lite-bjór á sviðinu. Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Leikarinn Matthew McConaughey hlaut American Cinematheque-verðlaunin á þriðjudaginn en þau eru veitt framúrskarandi listamönnum í skemmtanabransanum sem „einsetja sér að leggja fram eitthvað sem skiptir máli til kvikmyndalistarinnar“. McConaughey hefur starfað sem leikari í Hollywood í 22 ár. Í verðlaunaafhendingarveislunni á Hilton-hótelinu í Beverly Hills deildi leikarinn reynslu sinni með gestum og leiðrétti ýmsan misskilning. „Mér var ekki boðið hlutverkið í Titanic,“ sagði hann. „Fyrsta reglan: handrit með tíu milljónir dala áfastar er fyndnara en sama handritið með einungis eina milljón áfasta. Í öðru lagi verður maður að gera ráð fyrir að uppbygging handritsins hjálpi manni við leikinn,“ bætti McConaughey við og sagði sögu af sjálfum sér við upphaf ferils síns, þegar hann var mjög upptekinn af því að leika „eðlilega“ og las ekki handritið fyrr en hann mætti á tökustað. „Þá komst ég að því að minn hluti var tveggja blaðsíðna eintal á spænsku.“ Þriðja reynslan sem McConaughey vildi deila snerist um að mæta með börnin sín í upptökuverið. Snemma á leikferlinum taldi hann það vera slæma hugmynd. Þetta viðhorf hans breyttist þegar hann eignaðist loksins börn. „Mér finnst alveg frábært að hafa börnin mín með á tökustað.“ Fjölmargar stjörnur gerðu góðlátlegt grín að leikaranum svo sem Kate Hudson, Reese Witherspoon, vinur hans Woody Harrelson og Sandra Bullock, sem las upp ljóð eftir sig. Leikstjórinn Richard Linklater, sem leikstýrði McConaughey í Dazed & Confused og The Newton Boys, hafði þetta að segja: „Hann fór aldrei úr bolnum, í hvorugri myndinni.“ Grínarinn Jimmy Kimmel var kynnir kvöldsins og gerði auðvitað góðlátlegt grín að leikaranum. „Hann er ekki bara snoppufríður,“ sagði hann, „hann er líka með æsandi kropp.“ Undir lokin skáluðu þeir Kimmel og McConaughey síðan í Miller Lite-bjór á sviðinu.
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið