Fór aftur til fortíðar og lifði á 750 krónum á dag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. október 2014 00:01 Helsta áhugamál Nönnu er matargerð og matarsaga og því hafði hún gaman af því að elda rétti af áttatíu ára gömlum matseðli. Margt var á seðlinum sem hún hafði ekki borðað lengi. vísir/vilhelm Nanna Rögnvaldardóttir, matmóðir og rithöfundur, rakst á síðu í Mogganum frá miðjum kreppuárum þar sem Helga Sigurðardóttir húsmæðrakennari setur upp vikumatseðil fyrir fjölskyldu. Nanna ákvað að gera tilraun vegna umræðunnar um matarkostnað og neysluviðmið ríkisstjórnarinnar upp á 248 krónur á máltið og fylgja þessum matseðli. Hún fór sínar leiðir í uppskriftum og spann upp í tengslum við tíðarandann. „Mín niðurstaða er sú að ég held ég fari að horfa meira til fortíðarinnar í eldamennsku og rifja upp ýmislegt. Þegar fjölskyldan kom í mat þá blossaði upp nostalgía. Það sama gerðist hjá mörgum sem lesa bloggið mitt, þar sem ég birti uppskriftirnar og myndir. Mataræði okkar Íslendinga hefur nefnilega breyst alveg gífurlega á tiltölulega stuttum tíma,“ segir Nanna og þverneitar því að eldamennskan sé flókin en það kom henni á óvart hvað maturinn var í raun ódýr. „Það var alltaf tvírétta og ég gat notað afgang af kvöldmatnum í hádeginu daginn eftir og jafnvel notað forréttinn eða eftirréttinn í morgunmat. Ég get lifað góðu lífi á 750 krónum á dag samkvæmt þessum matseðli, það er niðurstaðan.“Blómkál í tómatsósuMynd/NannaHráefnin á matseðlinum voru ódýr en Nanna segir það alls ekki koma niður á næringunni. Þvert á móti. „Það eru engar unnar matvörur á þessum matseðli heldur kjöt, innmatur, ferskur fiskur og grænmeti. Einnig eru ódýr hráefni í for- og eftirréttunum,“ segir Nanna og bætir við að gott sé að hafa í huga að nýta hráefnin í fleiri en eina máltíð enda felist mikill sparnaður í því, sérstaklega þegar eldað er fyrir fáa. Næsta tilraun Nönnu verður að skoða kreppumatseðla sem gerðir voru samkvæmt framfærsluviðmiði bæjaryfirvalda á fjórða áratug síðustu aldar. Þá hélt Húsmæðrafélagið samkeppni og húsmæður settu saman matseðla sem áttu að standast þessi viðmið, sem voru áttatíu aurar á dag á mann. En ætlar hún ekki að skella í slíkan kreppumatseðil fyrir okkur nútímafólkið? „Það er aldrei að vita,“ svarar Nanna sposk.80 ára gamall matseðill Helgu Sigurðardóttur Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Sjá meira
Nanna Rögnvaldardóttir, matmóðir og rithöfundur, rakst á síðu í Mogganum frá miðjum kreppuárum þar sem Helga Sigurðardóttir húsmæðrakennari setur upp vikumatseðil fyrir fjölskyldu. Nanna ákvað að gera tilraun vegna umræðunnar um matarkostnað og neysluviðmið ríkisstjórnarinnar upp á 248 krónur á máltið og fylgja þessum matseðli. Hún fór sínar leiðir í uppskriftum og spann upp í tengslum við tíðarandann. „Mín niðurstaða er sú að ég held ég fari að horfa meira til fortíðarinnar í eldamennsku og rifja upp ýmislegt. Þegar fjölskyldan kom í mat þá blossaði upp nostalgía. Það sama gerðist hjá mörgum sem lesa bloggið mitt, þar sem ég birti uppskriftirnar og myndir. Mataræði okkar Íslendinga hefur nefnilega breyst alveg gífurlega á tiltölulega stuttum tíma,“ segir Nanna og þverneitar því að eldamennskan sé flókin en það kom henni á óvart hvað maturinn var í raun ódýr. „Það var alltaf tvírétta og ég gat notað afgang af kvöldmatnum í hádeginu daginn eftir og jafnvel notað forréttinn eða eftirréttinn í morgunmat. Ég get lifað góðu lífi á 750 krónum á dag samkvæmt þessum matseðli, það er niðurstaðan.“Blómkál í tómatsósuMynd/NannaHráefnin á matseðlinum voru ódýr en Nanna segir það alls ekki koma niður á næringunni. Þvert á móti. „Það eru engar unnar matvörur á þessum matseðli heldur kjöt, innmatur, ferskur fiskur og grænmeti. Einnig eru ódýr hráefni í for- og eftirréttunum,“ segir Nanna og bætir við að gott sé að hafa í huga að nýta hráefnin í fleiri en eina máltíð enda felist mikill sparnaður í því, sérstaklega þegar eldað er fyrir fáa. Næsta tilraun Nönnu verður að skoða kreppumatseðla sem gerðir voru samkvæmt framfærsluviðmiði bæjaryfirvalda á fjórða áratug síðustu aldar. Þá hélt Húsmæðrafélagið samkeppni og húsmæður settu saman matseðla sem áttu að standast þessi viðmið, sem voru áttatíu aurar á dag á mann. En ætlar hún ekki að skella í slíkan kreppumatseðil fyrir okkur nútímafólkið? „Það er aldrei að vita,“ svarar Nanna sposk.80 ára gamall matseðill Helgu Sigurðardóttur
Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Sjá meira