Umhyggja og ást í stjórnmálum Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 23. október 2014 10:30 Óskar Proppé segir pláss fyrir ást og umhyggju í pólitík en aðferðafræðin sé flókin. Fréttablaðið/Valli „Ég þurfti að semja fyrirsögn erindisins fyrirfram og ákvað að gera mér lífið erfiðara með því að varpa í henni fram erfiðri spurningu, sem ég þyrfti sjálfur að svara,“ útskýrir Óttarr Proppé alþingismaður, bæði í gríni og alvöru. Spurningin er þessi: Er rúm fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum og opinberri umræðu? Henni mun hann leitast við að svara á ráðstefnunni Þjónandi forysta, sem Þekkingarsetur um þjónandi forystu og Háskólinn á Bifröst standa fyrir í lok mánaðarins. Erindið er ósamið enn, en hann er að vinna í því. „Einfalda svarið er að það er pláss fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum, en aðferðafræðin er flókin og snýst í grunninn um að stjórnmálamenn tileinki sér öðruvísi framkomu og nálgun. Ástin er gildishlaðið og sterkt hugtak, en mér finnst fara vel á að hugleiða það í tengslum við þjónandi forystu, samskipti og félagslega ábyrgð eins og ráðstefnan gengur út á,“ segir Óttarr. Sjálfur kom hann inn í stjórnmálin með Besta flokknum og Jóni Gnarr og segir stefnu þeirra hafa frá upphafi byggst á pælingum á öðrum nótum en alla jafna tíðkast í stjórnmálastarfi. Ástar- og umhyggjuhugtökin hafi verið hópnum hugleikin.„Umræðan um stjórnmál er neikvæð. Viðkvæðið er að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönnum, þeir hugsi aðeins um að halda völdum og viðhalda sjálfum sér,“ segir hann. „Starf í stjórnmálum er orðið að sérfagi, sem er hættuleg þróun sem á sér stað víðast hvar á Vesturlöndum. Þeim fækkar sem gefa kost á sér í stjórnmál af hræðslu við hörku og óvægna umræðu og kosningaþátttaka minnkar. Æ fleiri verða utanveltu í því verkefni sem stjórnmál eru og allir ættu að taka þátt í. Samt hafa kröfurnar um aukið lýðræði og dreifðari ákvarðanatöku stöðugt orðið háværari.“ Spurður um ást og umhyggju á Alþingi svarar hann því til að starfsumhverfið og vinnustaðarmenningin sé jákvæðari en margur haldi. Átök og rifrildi þyki hins vegar fréttnæmari heldur en þegar menn ná góðum sáttum. „Því er þó ekki að neita að stjórnmálaheimurinn er harðari og skoðanaskipti einstrengingslegri en annars staðar í samfélaginu,“ segir Óttar, sem enn hefur nokkra daga til að semja erindi um aðferðafræði þar sem ást og umhyggja er leiðarstefið. Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
„Ég þurfti að semja fyrirsögn erindisins fyrirfram og ákvað að gera mér lífið erfiðara með því að varpa í henni fram erfiðri spurningu, sem ég þyrfti sjálfur að svara,“ útskýrir Óttarr Proppé alþingismaður, bæði í gríni og alvöru. Spurningin er þessi: Er rúm fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum og opinberri umræðu? Henni mun hann leitast við að svara á ráðstefnunni Þjónandi forysta, sem Þekkingarsetur um þjónandi forystu og Háskólinn á Bifröst standa fyrir í lok mánaðarins. Erindið er ósamið enn, en hann er að vinna í því. „Einfalda svarið er að það er pláss fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum, en aðferðafræðin er flókin og snýst í grunninn um að stjórnmálamenn tileinki sér öðruvísi framkomu og nálgun. Ástin er gildishlaðið og sterkt hugtak, en mér finnst fara vel á að hugleiða það í tengslum við þjónandi forystu, samskipti og félagslega ábyrgð eins og ráðstefnan gengur út á,“ segir Óttarr. Sjálfur kom hann inn í stjórnmálin með Besta flokknum og Jóni Gnarr og segir stefnu þeirra hafa frá upphafi byggst á pælingum á öðrum nótum en alla jafna tíðkast í stjórnmálastarfi. Ástar- og umhyggjuhugtökin hafi verið hópnum hugleikin.„Umræðan um stjórnmál er neikvæð. Viðkvæðið er að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönnum, þeir hugsi aðeins um að halda völdum og viðhalda sjálfum sér,“ segir hann. „Starf í stjórnmálum er orðið að sérfagi, sem er hættuleg þróun sem á sér stað víðast hvar á Vesturlöndum. Þeim fækkar sem gefa kost á sér í stjórnmál af hræðslu við hörku og óvægna umræðu og kosningaþátttaka minnkar. Æ fleiri verða utanveltu í því verkefni sem stjórnmál eru og allir ættu að taka þátt í. Samt hafa kröfurnar um aukið lýðræði og dreifðari ákvarðanatöku stöðugt orðið háværari.“ Spurður um ást og umhyggju á Alþingi svarar hann því til að starfsumhverfið og vinnustaðarmenningin sé jákvæðari en margur haldi. Átök og rifrildi þyki hins vegar fréttnæmari heldur en þegar menn ná góðum sáttum. „Því er þó ekki að neita að stjórnmálaheimurinn er harðari og skoðanaskipti einstrengingslegri en annars staðar í samfélaginu,“ segir Óttar, sem enn hefur nokkra daga til að semja erindi um aðferðafræði þar sem ást og umhyggja er leiðarstefið.
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið