Umhyggja og ást í stjórnmálum Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 23. október 2014 10:30 Óskar Proppé segir pláss fyrir ást og umhyggju í pólitík en aðferðafræðin sé flókin. Fréttablaðið/Valli „Ég þurfti að semja fyrirsögn erindisins fyrirfram og ákvað að gera mér lífið erfiðara með því að varpa í henni fram erfiðri spurningu, sem ég þyrfti sjálfur að svara,“ útskýrir Óttarr Proppé alþingismaður, bæði í gríni og alvöru. Spurningin er þessi: Er rúm fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum og opinberri umræðu? Henni mun hann leitast við að svara á ráðstefnunni Þjónandi forysta, sem Þekkingarsetur um þjónandi forystu og Háskólinn á Bifröst standa fyrir í lok mánaðarins. Erindið er ósamið enn, en hann er að vinna í því. „Einfalda svarið er að það er pláss fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum, en aðferðafræðin er flókin og snýst í grunninn um að stjórnmálamenn tileinki sér öðruvísi framkomu og nálgun. Ástin er gildishlaðið og sterkt hugtak, en mér finnst fara vel á að hugleiða það í tengslum við þjónandi forystu, samskipti og félagslega ábyrgð eins og ráðstefnan gengur út á,“ segir Óttarr. Sjálfur kom hann inn í stjórnmálin með Besta flokknum og Jóni Gnarr og segir stefnu þeirra hafa frá upphafi byggst á pælingum á öðrum nótum en alla jafna tíðkast í stjórnmálastarfi. Ástar- og umhyggjuhugtökin hafi verið hópnum hugleikin.„Umræðan um stjórnmál er neikvæð. Viðkvæðið er að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönnum, þeir hugsi aðeins um að halda völdum og viðhalda sjálfum sér,“ segir hann. „Starf í stjórnmálum er orðið að sérfagi, sem er hættuleg þróun sem á sér stað víðast hvar á Vesturlöndum. Þeim fækkar sem gefa kost á sér í stjórnmál af hræðslu við hörku og óvægna umræðu og kosningaþátttaka minnkar. Æ fleiri verða utanveltu í því verkefni sem stjórnmál eru og allir ættu að taka þátt í. Samt hafa kröfurnar um aukið lýðræði og dreifðari ákvarðanatöku stöðugt orðið háværari.“ Spurður um ást og umhyggju á Alþingi svarar hann því til að starfsumhverfið og vinnustaðarmenningin sé jákvæðari en margur haldi. Átök og rifrildi þyki hins vegar fréttnæmari heldur en þegar menn ná góðum sáttum. „Því er þó ekki að neita að stjórnmálaheimurinn er harðari og skoðanaskipti einstrengingslegri en annars staðar í samfélaginu,“ segir Óttar, sem enn hefur nokkra daga til að semja erindi um aðferðafræði þar sem ást og umhyggja er leiðarstefið. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
„Ég þurfti að semja fyrirsögn erindisins fyrirfram og ákvað að gera mér lífið erfiðara með því að varpa í henni fram erfiðri spurningu, sem ég þyrfti sjálfur að svara,“ útskýrir Óttarr Proppé alþingismaður, bæði í gríni og alvöru. Spurningin er þessi: Er rúm fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum og opinberri umræðu? Henni mun hann leitast við að svara á ráðstefnunni Þjónandi forysta, sem Þekkingarsetur um þjónandi forystu og Háskólinn á Bifröst standa fyrir í lok mánaðarins. Erindið er ósamið enn, en hann er að vinna í því. „Einfalda svarið er að það er pláss fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum, en aðferðafræðin er flókin og snýst í grunninn um að stjórnmálamenn tileinki sér öðruvísi framkomu og nálgun. Ástin er gildishlaðið og sterkt hugtak, en mér finnst fara vel á að hugleiða það í tengslum við þjónandi forystu, samskipti og félagslega ábyrgð eins og ráðstefnan gengur út á,“ segir Óttarr. Sjálfur kom hann inn í stjórnmálin með Besta flokknum og Jóni Gnarr og segir stefnu þeirra hafa frá upphafi byggst á pælingum á öðrum nótum en alla jafna tíðkast í stjórnmálastarfi. Ástar- og umhyggjuhugtökin hafi verið hópnum hugleikin.„Umræðan um stjórnmál er neikvæð. Viðkvæðið er að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönnum, þeir hugsi aðeins um að halda völdum og viðhalda sjálfum sér,“ segir hann. „Starf í stjórnmálum er orðið að sérfagi, sem er hættuleg þróun sem á sér stað víðast hvar á Vesturlöndum. Þeim fækkar sem gefa kost á sér í stjórnmál af hræðslu við hörku og óvægna umræðu og kosningaþátttaka minnkar. Æ fleiri verða utanveltu í því verkefni sem stjórnmál eru og allir ættu að taka þátt í. Samt hafa kröfurnar um aukið lýðræði og dreifðari ákvarðanatöku stöðugt orðið háværari.“ Spurður um ást og umhyggju á Alþingi svarar hann því til að starfsumhverfið og vinnustaðarmenningin sé jákvæðari en margur haldi. Átök og rifrildi þyki hins vegar fréttnæmari heldur en þegar menn ná góðum sáttum. „Því er þó ekki að neita að stjórnmálaheimurinn er harðari og skoðanaskipti einstrengingslegri en annars staðar í samfélaginu,“ segir Óttar, sem enn hefur nokkra daga til að semja erindi um aðferðafræði þar sem ást og umhyggja er leiðarstefið.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira