Stendur þú skil á þínu? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 17. október 2014 07:00 Í vor var ég á fundi með nokkrum félagsmönnum í Samtökum iðnaðarins þegar ég var spurð eftirfarandi spurningar: „Hvernig ætlar þú að útrýma svartri atvinnustarfsemi nú þegar þú ert orðin formaður SI?“ Ég verð að viðurkenna að mér varð orða vant eitt augnablik enda stórt spurt. Svört atvinnustarfsemi er ákveðið þjóðarmein sem hefur verið viðloðandi íslenska viðskiptahætti svo lengi sem elstu menn muna. Það er þjóðarmein þegar einhverjir telja sig yfir það hafna að greiða til samfélagsins sanngjarnan hluta af tekjum sínum. Fjármuni sem skila sér síðan aftur til okkar í formi sjúkrahúsa, elliheimila, leik- og grunnskóla og vegakerfis svo fátt eitt sé nefnt. Talið er að tekjutap hins opinbera vegna skattsvika hér á landi nemi nálægt 70 milljörðum á hverju einasta ári. Fyrir þá fjárhæð væri t.d. hægt að byggja nýjan Landspítala, leggja hefðbundinn þjóðveg hringinn í kringum landið, fjármagna rekstur Háskóla Íslands í 4 ár eða reka alla almenna heilsugæslu í tvö ár. Síðast en ekki síst gætum við lækkað skattaálögur á einstaklinga um 36% fyrir þessa fjárhæð. Með öðrum orðum, hinn almenni borgari er í dag að greiða með svartri atvinnustarfsemi vegna örfárra einstaklinga sem taka ekki þátt í að skapa þá velferð sem þeir sjálfir vilja lifa við. Þeim finnst í lagi að einhverjir aðrir beri þær byrðar … bara ekki ég. Á þessum fyrrnefnda fundi í vor svaraði ég því þannig til að ég, ein og sér, gæti aldrei útrýmt svartri atvinnustarfsemi. Til þess að koma í veg fyrir svarta vinnu þarf hugarfarsbreytingu okkar allra. Við þurfum að hætta að kaupa vörur og þjónustu af aðilum sem ekki vilja greiða lögbundinn skatt af því. Við þurfum að beina viðskiptum okkar til þeirra fjölmörgu aðila sem starfa af heiðarleika í þessu landi og leggja sig fram um að standa skil á sínu. Svört vinna er ólögleg. Svört atvinnustarfsemi er svik. Launamenn eiga að njóta lögbundinna réttinda af vinnu sinni. Samtök iðnaðarins berjast fyrir sanngjörnum og heiðarlegum viðskiptaháttum og hvetja landsmenn til að sniðganga þá atvinnustarfsemi sem ekki er uppi á borðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Í vor var ég á fundi með nokkrum félagsmönnum í Samtökum iðnaðarins þegar ég var spurð eftirfarandi spurningar: „Hvernig ætlar þú að útrýma svartri atvinnustarfsemi nú þegar þú ert orðin formaður SI?“ Ég verð að viðurkenna að mér varð orða vant eitt augnablik enda stórt spurt. Svört atvinnustarfsemi er ákveðið þjóðarmein sem hefur verið viðloðandi íslenska viðskiptahætti svo lengi sem elstu menn muna. Það er þjóðarmein þegar einhverjir telja sig yfir það hafna að greiða til samfélagsins sanngjarnan hluta af tekjum sínum. Fjármuni sem skila sér síðan aftur til okkar í formi sjúkrahúsa, elliheimila, leik- og grunnskóla og vegakerfis svo fátt eitt sé nefnt. Talið er að tekjutap hins opinbera vegna skattsvika hér á landi nemi nálægt 70 milljörðum á hverju einasta ári. Fyrir þá fjárhæð væri t.d. hægt að byggja nýjan Landspítala, leggja hefðbundinn þjóðveg hringinn í kringum landið, fjármagna rekstur Háskóla Íslands í 4 ár eða reka alla almenna heilsugæslu í tvö ár. Síðast en ekki síst gætum við lækkað skattaálögur á einstaklinga um 36% fyrir þessa fjárhæð. Með öðrum orðum, hinn almenni borgari er í dag að greiða með svartri atvinnustarfsemi vegna örfárra einstaklinga sem taka ekki þátt í að skapa þá velferð sem þeir sjálfir vilja lifa við. Þeim finnst í lagi að einhverjir aðrir beri þær byrðar … bara ekki ég. Á þessum fyrrnefnda fundi í vor svaraði ég því þannig til að ég, ein og sér, gæti aldrei útrýmt svartri atvinnustarfsemi. Til þess að koma í veg fyrir svarta vinnu þarf hugarfarsbreytingu okkar allra. Við þurfum að hætta að kaupa vörur og þjónustu af aðilum sem ekki vilja greiða lögbundinn skatt af því. Við þurfum að beina viðskiptum okkar til þeirra fjölmörgu aðila sem starfa af heiðarleika í þessu landi og leggja sig fram um að standa skil á sínu. Svört vinna er ólögleg. Svört atvinnustarfsemi er svik. Launamenn eiga að njóta lögbundinna réttinda af vinnu sinni. Samtök iðnaðarins berjast fyrir sanngjörnum og heiðarlegum viðskiptaháttum og hvetja landsmenn til að sniðganga þá atvinnustarfsemi sem ekki er uppi á borðum.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun