Orðuð við Óskarinn Þórður Ingi Jónsson skrifar 16. október 2014 12:00 Leikkonan Reese witherspoon í hlutverki sínu í myndinni Wild. Leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Reese Witherspoon segir að hlutverk hennar í kvikmyndinni Wild hafi verið mesta áskorunin á ferli hennar hingað til. Myndin fjallar um unga konu sem fer í 2.000 kílómetra gönguferð yfir Pacific Crest gönguveginn í Bandaríkjunum. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert út af ýmsum ástæðum,“ sagði Witherspoon við fréttamenn BBC eftir Evrópufrumsýninguna á myndinni. Witherspoon sagði upptökurnar hafa verið afar líkamlega og andlega erfiðar. „Kynlífsatriðin voru það erfiðasta fyrir mig. Ég hef aldrei þurft að gera neitt slíkt á ævinni minni. Ég þurfti að gera allt það sem þú sérð í myndinni sjálf, líka það sem lét mér líða óþægilega, af því að myndin fjallar um tilfinningalega einlægni,“ segir Witherspoon, sem var einnig meðframleiðandi myndarinnar. Hún hefur verið orðuð við Óskarstilnefningu fyrir leik sinn en hún hlaut verðlaunin árið 2006 fyrir hlutverk sitt sem June Carter Cash, eiginkona Johnny Cash í Walk The Line. Wild, sem byggð er á sjálfsævisögu Cheryl Strayed, Wild: From Lost to Found on the Pacific Crest Trail, fjallar um ungan rithöfund sem ákveður að ganga veginn Pacific Crest einn á báti til að komast yfir skilnað, dauða móður sinnar og margra ára heróínneyslu. Witherspoon segir að það hafi hjálpað mikið að hin raunverulega Cheryl Strayed hafi verið viðstödd upptökunar. „Á margan hátt var ég dálítið hrædd við að hún væri að fylgjast með og dæma mig. En það hjálpaði mér á endanum að komast inn í hlutverkið,“ segir hún. Strayed segir að samtölin sem hún átti við Witherspoon hafi ekki fjallað mikið um myndina sjálfa. „Við töluðum um líf okkar, æskuna og samböndin okkar, það að vera móðir – allt frá því hversdagslega yfir í hið háleita,“ segir hún. „Það var eitthvað talað um hvernig væri best að binda bakpokann en það var mikilvægara að opna okkur fyrir hvorri annarri.“ Witherspoon segir að bakpokinn hennar hafi verið fylltur af þungu efni til að gera hreyfingar hennar raunverulegri. Breski rithöfundurinn Nick Hornby, sem skrifaði handritið, segir að Wild sé ekki týpísk „chick flick“ eins og þær kallast. „Hún fjallar um sorg, heróínfíkn, lauslæti og það að vera mjög sterk/ur líkamlega og andlega,“ segir Hornby, sem skrifaði meðal annars bækurnar High Fidelity og Fever Pitch. „Þannig að hún er ekki eins og nein „chick flick“ sem ég hef nokkurn tímann séð.“ Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
Leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Reese Witherspoon segir að hlutverk hennar í kvikmyndinni Wild hafi verið mesta áskorunin á ferli hennar hingað til. Myndin fjallar um unga konu sem fer í 2.000 kílómetra gönguferð yfir Pacific Crest gönguveginn í Bandaríkjunum. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert út af ýmsum ástæðum,“ sagði Witherspoon við fréttamenn BBC eftir Evrópufrumsýninguna á myndinni. Witherspoon sagði upptökurnar hafa verið afar líkamlega og andlega erfiðar. „Kynlífsatriðin voru það erfiðasta fyrir mig. Ég hef aldrei þurft að gera neitt slíkt á ævinni minni. Ég þurfti að gera allt það sem þú sérð í myndinni sjálf, líka það sem lét mér líða óþægilega, af því að myndin fjallar um tilfinningalega einlægni,“ segir Witherspoon, sem var einnig meðframleiðandi myndarinnar. Hún hefur verið orðuð við Óskarstilnefningu fyrir leik sinn en hún hlaut verðlaunin árið 2006 fyrir hlutverk sitt sem June Carter Cash, eiginkona Johnny Cash í Walk The Line. Wild, sem byggð er á sjálfsævisögu Cheryl Strayed, Wild: From Lost to Found on the Pacific Crest Trail, fjallar um ungan rithöfund sem ákveður að ganga veginn Pacific Crest einn á báti til að komast yfir skilnað, dauða móður sinnar og margra ára heróínneyslu. Witherspoon segir að það hafi hjálpað mikið að hin raunverulega Cheryl Strayed hafi verið viðstödd upptökunar. „Á margan hátt var ég dálítið hrædd við að hún væri að fylgjast með og dæma mig. En það hjálpaði mér á endanum að komast inn í hlutverkið,“ segir hún. Strayed segir að samtölin sem hún átti við Witherspoon hafi ekki fjallað mikið um myndina sjálfa. „Við töluðum um líf okkar, æskuna og samböndin okkar, það að vera móðir – allt frá því hversdagslega yfir í hið háleita,“ segir hún. „Það var eitthvað talað um hvernig væri best að binda bakpokann en það var mikilvægara að opna okkur fyrir hvorri annarri.“ Witherspoon segir að bakpokinn hennar hafi verið fylltur af þungu efni til að gera hreyfingar hennar raunverulegri. Breski rithöfundurinn Nick Hornby, sem skrifaði handritið, segir að Wild sé ekki týpísk „chick flick“ eins og þær kallast. „Hún fjallar um sorg, heróínfíkn, lauslæti og það að vera mjög sterk/ur líkamlega og andlega,“ segir Hornby, sem skrifaði meðal annars bækurnar High Fidelity og Fever Pitch. „Þannig að hún er ekki eins og nein „chick flick“ sem ég hef nokkurn tímann séð.“
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira