Fleiri konur leikstýra í íslensku grasrótinni Þórður Ingi Jónsson skrifar 16. október 2014 12:00 Styttra snið sækir í sig veðrið - Dögg Mósesdóttir, stofnandi hátíðarinnar, lítur björtum augum á framtíð stuttmyndanna „Það er mjög góð stemning fyrir þessu,“ segir Dögg Mósesdóttir, stofnandi kvikmyndahátíðarinnar Northern Wave sem haldin verður í sjöunda sinn á Grundarfirði um næstu helgi. „Við höfum vanalega verið með hátíðina á þyngsta vetrartímanum, þar sem er svo snjóþungt og hvasst að gestir hafa jafnvel séð dauða fugla á veginum. En í ár verður betra og léttara veður.“ Northern Wave er alþjóðleg stuttmynda- og tónlistarmyndbandahátíð sem leggur áherslu á kynslóð nýrra leikstjóra og nýjar raddir í kvikmyndagerð. Dögg segir að svo virðist sem það hafi verið mikil fjölgun á kvenleikstjórum undanfarið. „Stuttmyndir hafa oft gefið vísbendingar um það sem koma skal í bransanum því þetta eru oft framtíðarleikstjórarnir. Við höfum tekið eftir mikilli fjölgun kvenleikstjóra í grasrótinni. Kvenraddirnar eru svolítið nýjar raddir í bransanum því þær hafa heyrst mjög lítið. Við tökum því fagnandi.“ Að sögn Daggar er lögð áhersla á að sýna rjómann af því sem er að gerast í stuttmyndum úti í heimi. „Við sýnum líka nýjar uppgötvanir sem okkur fannst frábærar en hafa kannski ekki verið mikið á hátíðum ennþá, ásamt íslenskum stuttmyndum sem eru alltaf vinsælastar á hátíðinni,“ segir Dögg. Keppt er um verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina, besta íslenska tónlistarmyndbandið og bestu alþjóðlegu stuttmyndina.“ „Ég held að vinsældir stuttmynda og tónlistarmyndbanda séu að aukast. Þegar við vorum að byrja héldu allir að tónlistarmyndbönd væru að deyja út. Þau hafa aftur á móti aldeilis sótt í sig veðrið. Ég held að það sama geti gerst með stuttmyndirnar. Við erum orðin svo YouTube-vædd að við erum farin að fíla miklu betur styttri snið. Ég held að stuttmyndaformið eigi framtíðina fyrir sér,“ segir Dögg en lögð er áhersla á allar helstu tegundir stuttmynda. Boðið er upp á fleiri viðburði á hátíðinni svo sem fiskréttakeppni og tónleika með Boogie Trouble, Sesari A og Diablo Quintet, með Einari Melax úr Sykurmolunum. Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
„Það er mjög góð stemning fyrir þessu,“ segir Dögg Mósesdóttir, stofnandi kvikmyndahátíðarinnar Northern Wave sem haldin verður í sjöunda sinn á Grundarfirði um næstu helgi. „Við höfum vanalega verið með hátíðina á þyngsta vetrartímanum, þar sem er svo snjóþungt og hvasst að gestir hafa jafnvel séð dauða fugla á veginum. En í ár verður betra og léttara veður.“ Northern Wave er alþjóðleg stuttmynda- og tónlistarmyndbandahátíð sem leggur áherslu á kynslóð nýrra leikstjóra og nýjar raddir í kvikmyndagerð. Dögg segir að svo virðist sem það hafi verið mikil fjölgun á kvenleikstjórum undanfarið. „Stuttmyndir hafa oft gefið vísbendingar um það sem koma skal í bransanum því þetta eru oft framtíðarleikstjórarnir. Við höfum tekið eftir mikilli fjölgun kvenleikstjóra í grasrótinni. Kvenraddirnar eru svolítið nýjar raddir í bransanum því þær hafa heyrst mjög lítið. Við tökum því fagnandi.“ Að sögn Daggar er lögð áhersla á að sýna rjómann af því sem er að gerast í stuttmyndum úti í heimi. „Við sýnum líka nýjar uppgötvanir sem okkur fannst frábærar en hafa kannski ekki verið mikið á hátíðum ennþá, ásamt íslenskum stuttmyndum sem eru alltaf vinsælastar á hátíðinni,“ segir Dögg. Keppt er um verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina, besta íslenska tónlistarmyndbandið og bestu alþjóðlegu stuttmyndina.“ „Ég held að vinsældir stuttmynda og tónlistarmyndbanda séu að aukast. Þegar við vorum að byrja héldu allir að tónlistarmyndbönd væru að deyja út. Þau hafa aftur á móti aldeilis sótt í sig veðrið. Ég held að það sama geti gerst með stuttmyndirnar. Við erum orðin svo YouTube-vædd að við erum farin að fíla miklu betur styttri snið. Ég held að stuttmyndaformið eigi framtíðina fyrir sér,“ segir Dögg en lögð er áhersla á allar helstu tegundir stuttmynda. Boðið er upp á fleiri viðburði á hátíðinni svo sem fiskréttakeppni og tónleika með Boogie Trouble, Sesari A og Diablo Quintet, með Einari Melax úr Sykurmolunum.
Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira