Fleiri konur leikstýra í íslensku grasrótinni Þórður Ingi Jónsson skrifar 16. október 2014 12:00 Styttra snið sækir í sig veðrið - Dögg Mósesdóttir, stofnandi hátíðarinnar, lítur björtum augum á framtíð stuttmyndanna „Það er mjög góð stemning fyrir þessu,“ segir Dögg Mósesdóttir, stofnandi kvikmyndahátíðarinnar Northern Wave sem haldin verður í sjöunda sinn á Grundarfirði um næstu helgi. „Við höfum vanalega verið með hátíðina á þyngsta vetrartímanum, þar sem er svo snjóþungt og hvasst að gestir hafa jafnvel séð dauða fugla á veginum. En í ár verður betra og léttara veður.“ Northern Wave er alþjóðleg stuttmynda- og tónlistarmyndbandahátíð sem leggur áherslu á kynslóð nýrra leikstjóra og nýjar raddir í kvikmyndagerð. Dögg segir að svo virðist sem það hafi verið mikil fjölgun á kvenleikstjórum undanfarið. „Stuttmyndir hafa oft gefið vísbendingar um það sem koma skal í bransanum því þetta eru oft framtíðarleikstjórarnir. Við höfum tekið eftir mikilli fjölgun kvenleikstjóra í grasrótinni. Kvenraddirnar eru svolítið nýjar raddir í bransanum því þær hafa heyrst mjög lítið. Við tökum því fagnandi.“ Að sögn Daggar er lögð áhersla á að sýna rjómann af því sem er að gerast í stuttmyndum úti í heimi. „Við sýnum líka nýjar uppgötvanir sem okkur fannst frábærar en hafa kannski ekki verið mikið á hátíðum ennþá, ásamt íslenskum stuttmyndum sem eru alltaf vinsælastar á hátíðinni,“ segir Dögg. Keppt er um verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina, besta íslenska tónlistarmyndbandið og bestu alþjóðlegu stuttmyndina.“ „Ég held að vinsældir stuttmynda og tónlistarmyndbanda séu að aukast. Þegar við vorum að byrja héldu allir að tónlistarmyndbönd væru að deyja út. Þau hafa aftur á móti aldeilis sótt í sig veðrið. Ég held að það sama geti gerst með stuttmyndirnar. Við erum orðin svo YouTube-vædd að við erum farin að fíla miklu betur styttri snið. Ég held að stuttmyndaformið eigi framtíðina fyrir sér,“ segir Dögg en lögð er áhersla á allar helstu tegundir stuttmynda. Boðið er upp á fleiri viðburði á hátíðinni svo sem fiskréttakeppni og tónleika með Boogie Trouble, Sesari A og Diablo Quintet, með Einari Melax úr Sykurmolunum. Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
„Það er mjög góð stemning fyrir þessu,“ segir Dögg Mósesdóttir, stofnandi kvikmyndahátíðarinnar Northern Wave sem haldin verður í sjöunda sinn á Grundarfirði um næstu helgi. „Við höfum vanalega verið með hátíðina á þyngsta vetrartímanum, þar sem er svo snjóþungt og hvasst að gestir hafa jafnvel séð dauða fugla á veginum. En í ár verður betra og léttara veður.“ Northern Wave er alþjóðleg stuttmynda- og tónlistarmyndbandahátíð sem leggur áherslu á kynslóð nýrra leikstjóra og nýjar raddir í kvikmyndagerð. Dögg segir að svo virðist sem það hafi verið mikil fjölgun á kvenleikstjórum undanfarið. „Stuttmyndir hafa oft gefið vísbendingar um það sem koma skal í bransanum því þetta eru oft framtíðarleikstjórarnir. Við höfum tekið eftir mikilli fjölgun kvenleikstjóra í grasrótinni. Kvenraddirnar eru svolítið nýjar raddir í bransanum því þær hafa heyrst mjög lítið. Við tökum því fagnandi.“ Að sögn Daggar er lögð áhersla á að sýna rjómann af því sem er að gerast í stuttmyndum úti í heimi. „Við sýnum líka nýjar uppgötvanir sem okkur fannst frábærar en hafa kannski ekki verið mikið á hátíðum ennþá, ásamt íslenskum stuttmyndum sem eru alltaf vinsælastar á hátíðinni,“ segir Dögg. Keppt er um verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina, besta íslenska tónlistarmyndbandið og bestu alþjóðlegu stuttmyndina.“ „Ég held að vinsældir stuttmynda og tónlistarmyndbanda séu að aukast. Þegar við vorum að byrja héldu allir að tónlistarmyndbönd væru að deyja út. Þau hafa aftur á móti aldeilis sótt í sig veðrið. Ég held að það sama geti gerst með stuttmyndirnar. Við erum orðin svo YouTube-vædd að við erum farin að fíla miklu betur styttri snið. Ég held að stuttmyndaformið eigi framtíðina fyrir sér,“ segir Dögg en lögð er áhersla á allar helstu tegundir stuttmynda. Boðið er upp á fleiri viðburði á hátíðinni svo sem fiskréttakeppni og tónleika með Boogie Trouble, Sesari A og Diablo Quintet, með Einari Melax úr Sykurmolunum.
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira