Suðupottur af heimstónlist og íslenskri dægurlagahefð Þórður Ingi Jónsson skrifar 15. október 2014 11:00 Maður á að fylgja flæðinu - Teitur samdi textana á plötunni með Skarphéðni Bergþórusyni skáldi. Teitur Magnússon, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Ojba Rasta, leggur nú lokahönd á fyrstu plötuna sína, Tuttugu og sjö. „Platan öll fór af stað á 27. aldursári mínu,“ segir Teitur. „Þetta var ekki beint eitthvað sem ég var búinn að plana heldur er hún kannski ákveðin sönnun á því að maður eigi bara að fylgja flæðinu.“ Teitur gaf út lagið Nenni í fyrradag en það var lagið sem lét boltann byrja að rúlla. „Skarphéðinn Bergþóruson frændi minn, grúskari og skáld, benti mér á rúmlega 100 ára gamalt ljóð eftir Benedikt Gröndal, sem birtist held ég aldrei neins staðar opinberlega á sínum tíma. Skarphéðinn hvatti mig til að semja lag við þetta gleymda ljóð. Síðan fóru lögin bara að flæða.“ Þess má geta að Skarphéðinn benti Teiti einnig á ljóðin sem urðu síðar textinn í laginu Hreppstjórinn, með Ojba Rasta. Textarnir á plötunni voru samdir af Teiti og Skarphéðni en Bretinn Mike Lindsay, einnig þekktur sem Cheek Mountain Thief, tók plötuna upp áður en hann flutti af landi brott. Að sögn Teits eru lögin á plötunni fjölbreytt. „Það er verið að styðjast við íslenska texta og dægurlagahefð en einhverjum ferskum andblæ er bætt við. Til dæmis fékk ég Samúel Jón Samúelsson til að spila á brasilíska hljóðfærið cuica í einu lagi og Arnljót Sigurðsson úr Ojba Rasta til að spila á hið arabíska saz í öðru. Í Nenni fékk ég Björgvin Gíslason til að spila á sítar og Mike Lindsay til að spila á taisho goto, japanskt þjóðlagahljóðfæri. Þetta er suðupottur með áhrifum frá ýmsum stöðum.“ Hægt verður að sjá Teit troða upp með Ojba Rasta á Húrra á föstudaginn. Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Teitur Magnússon, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Ojba Rasta, leggur nú lokahönd á fyrstu plötuna sína, Tuttugu og sjö. „Platan öll fór af stað á 27. aldursári mínu,“ segir Teitur. „Þetta var ekki beint eitthvað sem ég var búinn að plana heldur er hún kannski ákveðin sönnun á því að maður eigi bara að fylgja flæðinu.“ Teitur gaf út lagið Nenni í fyrradag en það var lagið sem lét boltann byrja að rúlla. „Skarphéðinn Bergþóruson frændi minn, grúskari og skáld, benti mér á rúmlega 100 ára gamalt ljóð eftir Benedikt Gröndal, sem birtist held ég aldrei neins staðar opinberlega á sínum tíma. Skarphéðinn hvatti mig til að semja lag við þetta gleymda ljóð. Síðan fóru lögin bara að flæða.“ Þess má geta að Skarphéðinn benti Teiti einnig á ljóðin sem urðu síðar textinn í laginu Hreppstjórinn, með Ojba Rasta. Textarnir á plötunni voru samdir af Teiti og Skarphéðni en Bretinn Mike Lindsay, einnig þekktur sem Cheek Mountain Thief, tók plötuna upp áður en hann flutti af landi brott. Að sögn Teits eru lögin á plötunni fjölbreytt. „Það er verið að styðjast við íslenska texta og dægurlagahefð en einhverjum ferskum andblæ er bætt við. Til dæmis fékk ég Samúel Jón Samúelsson til að spila á brasilíska hljóðfærið cuica í einu lagi og Arnljót Sigurðsson úr Ojba Rasta til að spila á hið arabíska saz í öðru. Í Nenni fékk ég Björgvin Gíslason til að spila á sítar og Mike Lindsay til að spila á taisho goto, japanskt þjóðlagahljóðfæri. Þetta er suðupottur með áhrifum frá ýmsum stöðum.“ Hægt verður að sjá Teit troða upp með Ojba Rasta á Húrra á föstudaginn.
Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira