Ódýr matur fyrir leikskólabörn Fanný Heimisdóttir skrifar 15. október 2014 07:00 Ég hef áður vakið athygli á því að við svíkjum leikskólabörn með rýrum kosti. Maturinn þeirra í leikskólanum, þrjár máltíðir ásamt ávöxtum og lýsi, kostar daglega minna en einn kaffibolli á kaffihúsi. Þeir borgarfulltrúar sem ég hef rætt við um málið hlusta vel en virðast ekki hafa vald til að gera neitt. Ég hef reynt við bæði Gnarr og Dag, og vona enn að Dagur sjái hversu brýnt málið er því hann er bæði læknir og jafnaðarmaður. Með því að bæta leikskólamatinn gætum við jafnað stöðu heimila; leikskólar geta gert betri innkaup en einstaklingar. Heima gæti kvöldmaturinn verið með einfaldara sniði á virkum dögum. En þegar máltíðir leikskólans eru oftar og oftar brauðmeti, grautar, skyr og pastaréttir þurfa foreldrar frekar að huga að góðum próteingjöfum í kvöldmatnum ásamt nægu grænmeti, jafnvel huga að því að börnin læri að tyggja. Misskiljið þetta ekki þannig, að leikskólar geti gert svo hagstæð innkaup að rúmlega 300 krónur pr. barn á dag dugi, en það er sú upphæð sem nú er lögð til. Matur barna þarf að vera fjölbreyttur og börn ættu að eiga rétt á vali eins og aðrir borgarar.Foreldrar gætu greitt meira Foreldrar framselja til annarra þá ábyrgð að fara með hagsmuni barna sinna. Í leikskólunum tökum við að okkur að fæða börnin ásamt því að búa þeim menntandi uppeldisumhverfi. Að þjónusta börn vel í mat og drykk ætti að vera sjálfsagður hlutur á Íslandi. En ábyrgðin á næringu barnanna hlýtur að liggja hjá foreldrum fyrst og fremst. Það ætti því að spyrja foreldra hvort þeir vilji greiða níu, jafnvel tíu þúsund á mánuði, í stað sjö þúsunda eins og nú er. Auðvitað yrði það fast gjald fyrir alla en ég trúi því að niðurstaðan yrði börnunum í hag. Ákvörðun um þetta ætti ekki að liggja í pólitískum kerfum því þar er ekki nægileg ábyrgð.Að öðlast uppeldi fyrir lífið Markmið leikskóla er að börnin öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf. Þegar við erum allt of feit og lífsstílssjúkdómar sliga heilbrigðiskerfið ættum við að leggja metnað í að kenna börnunum okkar að borða vel og rétt. Það er þjóðþrifamál að kenna börnum að borða og miða mat þeirra við bestu þekkingu þar um. Það er auk þess mannréttindamál að fá vel að borða og í samræmi við það sem best gerist manna á meðal í samfélaginu. Slagorð dagsins gæti verið „sýndu mér diskinn þinn og ræðum svo jöfnuð“.Gegnsæi um gjöld Hvað kostar matur fyrir eitt barn/fyrir einn fullorðinn? Hvað borða börn fátækra foreldra heima hjá sér í kvöldmat? Hvað borða börn þeirra sem eru efnameiri eftir sinn leikskóladag? Þetta mætti skoða með gegnsæi og jöfnuð í huga. Víst er að við þurfum að áætla meira til matarkaupa í leikskólum eigi síðar en í fjárhagsáætlun 2015. Eðlilegt væri að miða upphæðina við að hægt væri að mæta kröfum manneldisráðs um mataræði, að lágmarki. Að auki þarf svo að skoða sérstaklega kostnað við mat leikskólastarfsfólks og auka gegnsæi um það hvernig hann er fjármagnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ég hef áður vakið athygli á því að við svíkjum leikskólabörn með rýrum kosti. Maturinn þeirra í leikskólanum, þrjár máltíðir ásamt ávöxtum og lýsi, kostar daglega minna en einn kaffibolli á kaffihúsi. Þeir borgarfulltrúar sem ég hef rætt við um málið hlusta vel en virðast ekki hafa vald til að gera neitt. Ég hef reynt við bæði Gnarr og Dag, og vona enn að Dagur sjái hversu brýnt málið er því hann er bæði læknir og jafnaðarmaður. Með því að bæta leikskólamatinn gætum við jafnað stöðu heimila; leikskólar geta gert betri innkaup en einstaklingar. Heima gæti kvöldmaturinn verið með einfaldara sniði á virkum dögum. En þegar máltíðir leikskólans eru oftar og oftar brauðmeti, grautar, skyr og pastaréttir þurfa foreldrar frekar að huga að góðum próteingjöfum í kvöldmatnum ásamt nægu grænmeti, jafnvel huga að því að börnin læri að tyggja. Misskiljið þetta ekki þannig, að leikskólar geti gert svo hagstæð innkaup að rúmlega 300 krónur pr. barn á dag dugi, en það er sú upphæð sem nú er lögð til. Matur barna þarf að vera fjölbreyttur og börn ættu að eiga rétt á vali eins og aðrir borgarar.Foreldrar gætu greitt meira Foreldrar framselja til annarra þá ábyrgð að fara með hagsmuni barna sinna. Í leikskólunum tökum við að okkur að fæða börnin ásamt því að búa þeim menntandi uppeldisumhverfi. Að þjónusta börn vel í mat og drykk ætti að vera sjálfsagður hlutur á Íslandi. En ábyrgðin á næringu barnanna hlýtur að liggja hjá foreldrum fyrst og fremst. Það ætti því að spyrja foreldra hvort þeir vilji greiða níu, jafnvel tíu þúsund á mánuði, í stað sjö þúsunda eins og nú er. Auðvitað yrði það fast gjald fyrir alla en ég trúi því að niðurstaðan yrði börnunum í hag. Ákvörðun um þetta ætti ekki að liggja í pólitískum kerfum því þar er ekki nægileg ábyrgð.Að öðlast uppeldi fyrir lífið Markmið leikskóla er að börnin öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf. Þegar við erum allt of feit og lífsstílssjúkdómar sliga heilbrigðiskerfið ættum við að leggja metnað í að kenna börnunum okkar að borða vel og rétt. Það er þjóðþrifamál að kenna börnum að borða og miða mat þeirra við bestu þekkingu þar um. Það er auk þess mannréttindamál að fá vel að borða og í samræmi við það sem best gerist manna á meðal í samfélaginu. Slagorð dagsins gæti verið „sýndu mér diskinn þinn og ræðum svo jöfnuð“.Gegnsæi um gjöld Hvað kostar matur fyrir eitt barn/fyrir einn fullorðinn? Hvað borða börn fátækra foreldra heima hjá sér í kvöldmat? Hvað borða börn þeirra sem eru efnameiri eftir sinn leikskóladag? Þetta mætti skoða með gegnsæi og jöfnuð í huga. Víst er að við þurfum að áætla meira til matarkaupa í leikskólum eigi síðar en í fjárhagsáætlun 2015. Eðlilegt væri að miða upphæðina við að hægt væri að mæta kröfum manneldisráðs um mataræði, að lágmarki. Að auki þarf svo að skoða sérstaklega kostnað við mat leikskólastarfsfólks og auka gegnsæi um það hvernig hann er fjármagnaður.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar