Fyrirkomulag á skipun sendiherra á Norðurlöndunum Svala Guðmundsdóttir skrifar 11. október 2014 00:01 Nýlega lagði Guðmundur Steingrímsson fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkisráðherra um skipun sendiherra í íslensku utanríkisþjónustunni. Spyr Guðmundur um þær faglegu kröfur sem lagðar eru til grundvallar við skipun sendiherra, hvernig faglegu mati á hæfi sé háttað við slíka skipun, og hvernig ferlið sé við skipun sendiherra. Í ljósi fyrirspurnar Guðmundar, er forvitnilegt að skoða með hvaða hætti nágranna- og vinaþjóðir okkar á hinum Norðurlöndunum standa að skipun sendiherra. Einnig hvort þar séu fyrrverandi stjórnmálamenn eða aðrir aðilar utan utanríkisþjónustunnar skipaðir í störf sendiherra. Fylgja hér á eftir upplýsingar sem fengust frá mannauðsdeildum utanríkisráðuneyta Danmerkur, Finnlands og Noregs um þau mál.Danmörk Í Danmörku eru hvorki skipaðir fyrrverandi stjórnmálamenn eða aðrir utanaðkomandi aðilar í stöður sendiherra. Allar sendiherrastöður eru því skipaðar af embættismönum utanríkisráðuneytisins. Þegar stöður sendiherra losna, eru þær auglýstar innan utanríkisráðuneytisins og gefst starfsmönum kostur á að sækja um. Fara umsækjendur í viðtal, og þá er stuðst við svokallað 360 gráðu mat, sem er frammistöðumatsaðferð sem byggir m.a. á því að umsækjandi hefur verið metinn af undir- og yfirmönnum sínum. Að loknu mati á umsækjendum, gerir yfirstjórn ráðuneytisins tillögu til utanríkisráðherra um hverjir skulu skipaðir sendiherrar. Utanríkisráðherra leggur síðan tillögu um skipun sendiherra til Danadrottningar, sem staðfestir skipunina.Finnland Á síðustu tuttugu árum hafa verið skipaðir þrír fyrrverandi stjórnmálamenn í stöður sendiherra í Finnlandi. Í öllum tilvikum hefur verið um fyrrverandi utanríkisráðherra að ræða. Þess má geta að flutningsskyldir starfsmenn finnska utanríkisráðuneytisins eru tæplega 1.200. Eins og í Danmörku, eru stöður sendiherra auglýstar innan finnska utanríkisráðuneytisins og gefst embættismönum ráðuneytisins kostur á því að sækja um. Sérstök framgangsnefnd innan ráðuneytisins fer yfir umsóknir, tekur viðtal við umsækjendur og styðst meðal annars við 360 gráðu mat, eins og innan dönsku utanríkisþjónustunnar. Í framhaldinu gerir framgangsnefndin tillögu til utanríkisráðherra um hverjir skulu skipaðir sendiherrar. Utanríkisráðherrann ber síðan upp tillögu í ríkisstjórn um skipun sendiherra, og leggur ríkisstjórnin samþykki sitt fyrir tillögunni fyrir forseta landsins til staðfestingar. Eftir að sendiherra hefur fengið skipun, fær hann sérstaka stjórnendaþjálfun.Noregur Í Noregi hefur í undantekningartilvikum verið skipað í stöður sendiherrar úr röðum fyrrverandi stjórnmálamanna. Í enn færri tilvikum hafa sendiherrar verið skipaðir úr röðum aðila í viðskiptalífinu eða annars staðar utan utanríkisþjónustunnar. Eins og í Danmörku og Finnlandi, eru stöður sendiherra auglýstar innan utanríkisráðuneytisins. Embættismönnum ráðuneytisins gefst kostur á að sækja um og eru umsækjendur teknir í viðtal. Eru stöðurnar venjulega auglýstar í september ár hvert fyrir stöður sem losna í ágúst árið eftir. Eins og sjá má hér að ofan, eru sendiherrar í Danmörku, Finnlandi og Noregi alls ekki eða einungis í undantekningartilvikum skipaðir úr röðum fyrrverandi stjórnmálamanna. Þá eru heldur ekki skipaðir aðrir aðilar utan utanríkisþjónustunnar í slíkar stöður. Í öllum tilvikum eru stöður sendiherra auglýstar innan utanríkisráðuneytisins, þar sem embættismönum ráðuneytisins gefst kostur á því að sækja um. Í stöðurnar er síðan skipað eftir að faglegt mat hefur farið fram á árangri og frammistöðu umsækjenda í starfi.Ísland Hér á landi er hins vegar allt annar háttur á. Á fréttavef Ríkisútvarpsins þann 30. september sl. kemur fram að átta fyrrverandi formenn stjórnmálaflokka, auk annarra stjórnmálamanna, hafi verið skipaðir í störf sendiherra hér á landi á undanförnum árum. Ísland sker sig því algjörlega úr hinum Norðurlöndunum þegar kemur að pólitískum skipunum í stöður sendiherra. Hvernig að öðru leyti er staðið að þeim skipunum hér á landi verður fróðlegt að lesa um þegar svar utanríkisráðherra berst við fyrirspurn Guðmundar Steingrímssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Nýlega lagði Guðmundur Steingrímsson fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkisráðherra um skipun sendiherra í íslensku utanríkisþjónustunni. Spyr Guðmundur um þær faglegu kröfur sem lagðar eru til grundvallar við skipun sendiherra, hvernig faglegu mati á hæfi sé háttað við slíka skipun, og hvernig ferlið sé við skipun sendiherra. Í ljósi fyrirspurnar Guðmundar, er forvitnilegt að skoða með hvaða hætti nágranna- og vinaþjóðir okkar á hinum Norðurlöndunum standa að skipun sendiherra. Einnig hvort þar séu fyrrverandi stjórnmálamenn eða aðrir aðilar utan utanríkisþjónustunnar skipaðir í störf sendiherra. Fylgja hér á eftir upplýsingar sem fengust frá mannauðsdeildum utanríkisráðuneyta Danmerkur, Finnlands og Noregs um þau mál.Danmörk Í Danmörku eru hvorki skipaðir fyrrverandi stjórnmálamenn eða aðrir utanaðkomandi aðilar í stöður sendiherra. Allar sendiherrastöður eru því skipaðar af embættismönum utanríkisráðuneytisins. Þegar stöður sendiherra losna, eru þær auglýstar innan utanríkisráðuneytisins og gefst starfsmönum kostur á að sækja um. Fara umsækjendur í viðtal, og þá er stuðst við svokallað 360 gráðu mat, sem er frammistöðumatsaðferð sem byggir m.a. á því að umsækjandi hefur verið metinn af undir- og yfirmönnum sínum. Að loknu mati á umsækjendum, gerir yfirstjórn ráðuneytisins tillögu til utanríkisráðherra um hverjir skulu skipaðir sendiherrar. Utanríkisráðherra leggur síðan tillögu um skipun sendiherra til Danadrottningar, sem staðfestir skipunina.Finnland Á síðustu tuttugu árum hafa verið skipaðir þrír fyrrverandi stjórnmálamenn í stöður sendiherra í Finnlandi. Í öllum tilvikum hefur verið um fyrrverandi utanríkisráðherra að ræða. Þess má geta að flutningsskyldir starfsmenn finnska utanríkisráðuneytisins eru tæplega 1.200. Eins og í Danmörku, eru stöður sendiherra auglýstar innan finnska utanríkisráðuneytisins og gefst embættismönum ráðuneytisins kostur á því að sækja um. Sérstök framgangsnefnd innan ráðuneytisins fer yfir umsóknir, tekur viðtal við umsækjendur og styðst meðal annars við 360 gráðu mat, eins og innan dönsku utanríkisþjónustunnar. Í framhaldinu gerir framgangsnefndin tillögu til utanríkisráðherra um hverjir skulu skipaðir sendiherrar. Utanríkisráðherrann ber síðan upp tillögu í ríkisstjórn um skipun sendiherra, og leggur ríkisstjórnin samþykki sitt fyrir tillögunni fyrir forseta landsins til staðfestingar. Eftir að sendiherra hefur fengið skipun, fær hann sérstaka stjórnendaþjálfun.Noregur Í Noregi hefur í undantekningartilvikum verið skipað í stöður sendiherrar úr röðum fyrrverandi stjórnmálamanna. Í enn færri tilvikum hafa sendiherrar verið skipaðir úr röðum aðila í viðskiptalífinu eða annars staðar utan utanríkisþjónustunnar. Eins og í Danmörku og Finnlandi, eru stöður sendiherra auglýstar innan utanríkisráðuneytisins. Embættismönnum ráðuneytisins gefst kostur á að sækja um og eru umsækjendur teknir í viðtal. Eru stöðurnar venjulega auglýstar í september ár hvert fyrir stöður sem losna í ágúst árið eftir. Eins og sjá má hér að ofan, eru sendiherrar í Danmörku, Finnlandi og Noregi alls ekki eða einungis í undantekningartilvikum skipaðir úr röðum fyrrverandi stjórnmálamanna. Þá eru heldur ekki skipaðir aðrir aðilar utan utanríkisþjónustunnar í slíkar stöður. Í öllum tilvikum eru stöður sendiherra auglýstar innan utanríkisráðuneytisins, þar sem embættismönum ráðuneytisins gefst kostur á því að sækja um. Í stöðurnar er síðan skipað eftir að faglegt mat hefur farið fram á árangri og frammistöðu umsækjenda í starfi.Ísland Hér á landi er hins vegar allt annar háttur á. Á fréttavef Ríkisútvarpsins þann 30. september sl. kemur fram að átta fyrrverandi formenn stjórnmálaflokka, auk annarra stjórnmálamanna, hafi verið skipaðir í störf sendiherra hér á landi á undanförnum árum. Ísland sker sig því algjörlega úr hinum Norðurlöndunum þegar kemur að pólitískum skipunum í stöður sendiherra. Hvernig að öðru leyti er staðið að þeim skipunum hér á landi verður fróðlegt að lesa um þegar svar utanríkisráðherra berst við fyrirspurn Guðmundar Steingrímssonar.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun